19. júní

Ataaseq assigiiaat ilaat

19. júní - 19.06.1983, Qupperneq 15

19. júní - 19.06.1983, Qupperneq 15
skólum ekki einhlít. Hugsanlega skipt- ir máli á hvaða aldri stúlkur eru þegar þær eru í sérskólum. Það var mjög gaman í Smith og ég sökkti mér niður í bókmenntirnar. Þangað komu margir frægir gestir og héldu fyrirlestra. Ég man sérstaklega eftir öldungadeildarþingmanninum McCarthy, sem stóð þá fyrir ofsóknum á hendur róttæku fólki í landinu. Það var sérstök lífsreynsla að hlusta á hann og kynnast ræðustílnum. Hann talaði rneð miklum tilþrifum og lét fullyrð- ingarnar dynja látlaust, en það var al- veg furðulegt að ég mundi varla orð af því sem hann haíði sagt þegar ég kom út. Það var eins og haglél lielði dunið á mér. Eftir árin í Smith College var ég eitt ár við framhaldsnám í Oxford í forn- íslenskum bókmenntum hjá þeim frá- hæra fræðimanni Gabriel Turville- Petre. Engar sérstakar fyrirmyndir — Manstu eftir einhverjum konum, höfundum eða sögupersónum sem þú dáðist að eða ltöíðu áhrif á þig í upp- vextinum? Svava hugsar sig um góða stund og segir svo: Ég var alltaf ákaílega upp- tekin af því að vera ég sjálf og ég held ég hali ekki átt ncinar sérstakar fyrir- myndir. Ég man eftir einu atviki sem gerðist þegar ég var 12 ára og mér fannst und- arlegt. Það höíðu verið teknar af mér passamyndir eins og tilskilið var á þeim árum. Ég man að þegar íöður- amma mín, Sigríður Beck, skoðaði myndirnar, þá tók hún upp eina þeirra, horfði fast á hana og sagði: „Þetta er Svava þegar hún verður komin á þing.“ Hún gafenga skýringu og ég hef ekki hugmynd um hvers vegna hún sagði þetta. Þegar ég var unglingur tók ég upp hanskann fyrir Hallgerði langbrók. Mér fannst ómaklega á hana hallað. Um viðskipti þeirra Gunnars má segja: Moralen er — lemdu aldrei kon- una þína, og allra síst svo aðrir sjái til. Ég hef einhvers staðar séð það á prenti að augu mín hafi fyrst opnast fyrir kynferðislegu misrétti og kjörum kvenna þegar ég bjó í Svíþjóð á sjö- unda áratugnum. Þetta er auðvitað fráleitt. Hver einasta mannvera finnur það mjög snemma ef á að þröngva henni í aðra átt en þá sent hugurinn stefnir til. Það var engin tilviljun að ég varð að koma sjálfsvitund minni nokk- urn veginn í lag áður en ég byrjaði rithöfundaferilinn. En frá því hef ég sagt í bókinni „Konur skrifa“. Síðar réðu því auðvitað fleiri en ég að þessi barátta varð félagsleg — ekki bara per- sónuleg. Auðvitað las ég bækur eftir konur - Selmu Lagerlöf, Virginíu VVoolf og Gertrude Stein. Það var gott að vita af þeim og fleiri í fremstu röð rithöfunda. Við sem heima sitjum Ég man að ég var hrifin af Aðal- björgu Sigurðardóttur sem kom stundum í heimsókn til foreldra minna. Hún var mælsk og lifandi í umræðum og það var mikið rætt bæði um trúmál og stjórnmál. Prófessor Haraldur Níelsson, maður Aðalbjarg- ar, hafði kennt foður mínum í guð- fræðideildinni, og það var mikil vin- átta þarna í milli. Þegar ákveðið var að Ríkisútvarpið tæki upp sérstaka þætti fyrir konur haustið 1960, var leitað til Aðalbjarg- ar. Hún sagði við þá: „Þið skuluð leita til einhverra þessara ungu kvenna sem hafa verið að mennta sig“ og hún benti á mig. Ég tók að mér þáttinn, sem var geftð nafnið Við sem heima sitjum, en ég lýsti því yftr við þá þarna í út- varpinu að ég mundi ekki ræða um það sem þeir teldu kvennamál, þ.e.a.s. heimilsstörfog barnauppeldi —ég teldi að konur hefðu víðtæk áhugamál. - Eg fjallaði m.a. um bækur og rithöfunda. Síðla þennan vetur flutti ég austur á Eskifjörð þar sem maðurinn minn tók 15
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

19. júní

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.