19. júní

Ataaseq assigiiaat ilaat

19. júní - 19.06.1983, Qupperneq 19

19. júní - 19.06.1983, Qupperneq 19
Innræting og mótun Hindranir á leið konunnar út á vinnumarkaðinn Þuríður J. Jónsdóttir og Nanna K. Sigurðardóttir félagsráðgjafar í 19. júní að þessu sinni er verið að taka upp þráðinn frá því í fyrra er fjallað var í fjölda viðtala um það að koma aftur út á vinnumarkað- inn. Hér reyndist um svo viðamikið efni að ræða að því urðu hvergi naerri gerð tæmandi skil í síðasta tölublaði. Eins og fram kemur ann- ars staðar í blaðinu hélt KRFÍ ráð- stefnu á síðastliðnum vetri um þetta sama efni og margt af því sem þar kom fram varð síðan kveikja að öðru sem ritnefnd blaðsins þykir eiga brýnt erindi við lesendur nú. Sérstaka athygli á ráðstefnunni vakti erindi félagsráðgjafanna Þuríðar J. Jónsdóttur og Nönnu K. Sigurðardóttur þar sem þær röktu á myndrænan og lifandi hátt hvemig félagsleg mótun og félagslegar hindranir orka á skilyrði kvenna til að fara aftur út á vinnumarkaðinn eftir fjölda ára við húsmóðurstörf. 19. júní fór þess á leit við þær að fá að birta erindið að meginhluta með þeim breytingum sem nauðsynleg- ar reyndust til að aðlaga efnið öðr- um miðli. Þegar fjalla skal um skilyrði kvenna til að koma aítur út á vinnumarkaðinn, íinnst okkur eðlilegt að tengja það tímabil í lífi konunnar öðrum þáttum í lífshlaupi hennar. Með því að slíta þá reynslu hennar ekki úr samhengi við aðra reynslu hennar sem konu, er ef til vill auðveldara að skilja og skilgreina þær hindranir sem konum mæta þegar þær vilja hefja störf út í atvinnulífinu á ný. Óneitanlega hlýtur slík umræða að leggja áherslu á þá þætti sem aðskilja reynsluheim karla og kvenna, þótt það sé von okkar að niðurstaða umræð- unnar verði jafnréttinu til framdrátt- ar. Þegar rætt er um hlutdeild konunn- ar eða jafnvel endurkomu eða síðkomu á vinnumarkaðinn er áherslan yfirleitt lögð á þær aðskiljanlegu hindranir sem henni mæta. Þessar hindranir blasa við hvarvetna í formi áþreifanlegra, fé- lagslegra staðreynda. Skortur á dag- vistunarstofnunum, lág laun, ónóg tækifæri til upphefðar og frama, tvöfalt vinnuálag, vanmat á starfsreynslu sem húsmóðurstarfið veitir, aldurstak- mörk, allt eru þetta dæmi um félags- legar hindranir og vissulega geta þær verið erfiðar viðureignar eða nánast óyfirstíganlegar í baráttu konunnar á vinnumarkaðnum. Og það er einmitt gegn þessum sjáanlegu hindrunum sem fulltrúar í baráttunni fyrir bættum hag kvenna beina spjótum sínum. Þuríður J. Nanna K. Jónsdóttir. Sigurðardóttir. Toppurinn á ísjakanum. Um leið og við viðurkennum að vissulega eru þessar félagslegu hindr- anir mikil fyrirstaða í baráttunni fyrir jafnrétti á við karlmenn, viljum við varpa fram þeirri tilgátu að þær séu frekar sjúkdómseinkenni, toppurinn á ísjakanum eða afleiðing fremur en sjúkdómur, þ.e.a.s. meinið sjálft liggi mun dýpra. Meinið sjálft mætti nefna hina félagslegu mótun eða innrætingu einstaklingsins, en sú mótun á sér stað á persónulegum, félagslegum og þjóð- félagslegum grundvelli. Með þetta í huga er ætlunin að skoða lífshlaup konunnar annars veg- ar og lífshlaup karlsins hins vegar. Til glöggvunar fyrir lesandann höfum við brugðið upp eftirfarandi myndum sem sýna með örfáum lykilorðum helstu atriði í lífshlaupi karla og kvenna. Með því að líta á þessa skiptingu í tveimur dálkum — eða dilkum — geta menn velt fyrir sér samspili félagslegrar mótunar og félagslegra hindrana og hvaða áhrif þetta samspil hefur á þátttöku kvenna í atvinnulífinu. Sú aðskilnaðarstefna sem alla vegu síðan einkennir samskipti kynjanna hefst þegar við vögguna eins og fyrsta myndin sýnir. 19
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

19. júní

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.