19. júní


19. júní - 19.06.1983, Síða 29

19. júní - 19.06.1983, Síða 29
BÖRNIN - ATVINNULÍFIÐ - SKÓLINN arpakka, sem innihalda t.d. brauð, jógúrt, drykk eða ávöxt á hófiegu verði. Tilrauninni lýkur í vor og þá mun Fræðsluráð taka ákvörðun um hvert áframhaldið verður. Matar- pakkarnir geta verið aíbragðs lausn á tniklu vandamáli sem er óhollt matar- æði barna og unglinga. Því ber að vona að skólanestið verði metið að verðleik- um og fái viðhlítandi afgreislu. Samfelldur skóli, einsetinn skóli eru pólitísk mál eins og svo margt annað í þjóðfélaginu. Hjá okkur, þeim full- orðnu, þarf fyrst og fremst hugarfars- breytingu. Astandið sem við búum við i skólamálum er ekkert náttúrulögmál, heldur í fyllsta máta óeðlilegt miðað við aðstæður í dag. Viljum við búa betur að börnunum og skólunum, þá ber að veita meira fjármagni til þeirra rnála. Það er okkar sameiginlega hags- munamál, foreldra, barna og þeirra sem að skólamálum vinna. Skólana verður að aðlaga breyttum þjóðfélagshátlum og þá sérstaklega með tilliti til aukinnarþátttöku kvenna í atvinnu- lífinu. Akveðnari skólastefna áður fyrr Öldutúnsskóli í Hafnarfirði er grunnskóli með rúmlega 600 nem- endur. Skólastjóri er Haukur Helgason. Haukur kveðst reyna að hafa stundatöfluna sem samfelld- asta, bæði með tilliti til nemenda og kennara, en það tækist misjafnlega. Haukur bendir á, að ef fullnægja á námsskrá (þ.e.a.s. nemendur fái rétt- an stundaijöldá samkvæmt námsskrá grunnskóla) og um leið samfelldum skóladegi, þá er frumskilyrði að allt kennsluhúsnæði sé fyrir hendi á sama stað. Oldutúnsskóli var tekinn í notk- un árið 1961. Skólinn hefur enn ekkert eigið húsnæði fyrir leikfimi, sund eða heimilisfræði, og auk þess er almennt kennsluhúsnæði of lítið. Þetta verður til þess að stundatöflur barnanna eru meira og minna sundurslitnar, og þau fá ekki þann tímafjölda sem þeim er ætlað, samkvæmt námsskrá, í íþrótt- um og heimilisfræðum. Haukur Helgason skólastjóri Nemendur og foreldrar kvarta yfir, að tíminn nægi oft ekki börnunum, til þess að komast milli skólans og þeirra staða, þar sem íþróttakennslan fer fram. Sundhöllin er í hinum enda bæj- arins og þrátt fyrir ágætan skólabíl hefst það ekki alltaf. Haukur telur að íþróttahúsin, sem eru keppnishús um leið, séu byggð á kostnað nemenda. Skólarnir fá með þeim hætti afnot af stóru húsi, sem fieiri skólar verða að nota sameigin- lega í stað þess að hver skóli hafi sitt hæfilega stóra íþróttahús. „Skólastefna okkar var ákveðnari hér áður fyrr,” segir Haukur. „Eins og á árunum fyrir stríð, þá var samfelldur skóladagur algengur. Með fólksllutn- ingum til bæjanna og stórauknum barnaíjölda, riðlaðist allt. Síðan hefur skólastefnan einkennst af því að bjarga því sem bjargað verður.“ Spurningunni um hvað lagfæra þurfi í skólunum okkar, svarar hann á eftirfarandi hátt: „Til þess að stunda- skrár geti verið samfelldar þarf full- nægjandi húsnæði. Miklu máli skiptir að hver bekkur hafi sína heimastofu og þá ekki síður þau elstu í 7.-9. bekk. Það tryggir betri umgengni og að nem- endum líði betur í skólanum. Loks þarf hver skóli að hafa allt sitt kennsluhús- næði á skólalóðinni.” Sigrún Gísladóttir 29

x

19. júní

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.