19. júní


19. júní - 19.06.1983, Page 36

19. júní - 19.06.1983, Page 36
Skipulag á atvinnu og einkalífi Ráðgjöf í Seattle ætluð konum Jónína M. Guðnadóttir Eins og í'ram heíur komið gekkst KRFI á síðastliðnum vetri fyrir ráð- stefnu sem bar yfirskriftina ,,Að koma aftur út á vinnumarkaðinn“. Lesendur blaðsins rekur eflaust minni til að fjall- að var um þetta efni all ítarlega í fyrra, en við vinnslu þess efnis kom greini- lega í ljós hversu brýnt og umfangs- mikið mál var hér á ferð. Það kom líka á daginn að ráðstefnan höfðaði til margra því að þáttakendur urðu á annað hundrað, að meirihluta konur á miðjum aldri. f framsöguerindum kom fram margvísleg vitneskja um vandkvæði kvenna þegar þær hafa sinnt uppeldis- skyldum sínum fyrir fjölskylduna og þjóðfélagið og vilja taka upp þráðinn að nýju út á vinnumarkaðinum eða leita þangað jafnvel í fyrsta sinn. Margt af þessu var að sjálfsögðu vitað um en þátttakendur voru þó samdóma um gagnsemi þess að safna slíkri vitneskju saman á einum stað. Ennfremur var leitt fram í dagsljósið ýmislegt sem gera má til úrbóta á þessu sviði, svo sem bætt og aukin fullorðinsfræðsla, aukinn sveigjanleiki vinnumarkaðar- ins sjálfs og síðast en ekki síst umbætur í skólamálum þannig að vinnutími 36 skólabarna haldist í hendur við vinnu- tíma foreldranna eins og kostur er. Um þá hlið málsins er fjallað annars staðar í blaðinu. Ráðgjafarþjónusta í umræðum á ráðstefnunni var sú hugmynd viðruð að KRFÍ heíði for- göngu um að koma á fót einhvers kon- ar ráðgjafarþjónustu fyrir konur í þeim tilgangi að auðvelda þeim fyrstu spor- in aftur út í atvinnulífið. Hér var hreyft máli sem lengi hefur verið áhugi fyrir meðal ýmissa félagsmanna og því kjör- ið tilefni nú að sinna því frekar. Svo vel bar í veiði að félaginu var kunnugt um starfsemi af þessu tagi í Seattle í Bandaríkjunum. Þar er starfrækt stofnun er nefnist The Individual Development Center (IDC) og kalla mætti Sjálfþroskastöðina á íslensku, en hún hefur með höndum ráðgjafar- þjónustu fyrir fullorðna sem þurfa að taka ákvarðanir varðandi einkalíf sitt eða starfsferil. Þangað leita bæði konur og karlar en starfsemin er þó í veiga- miklum atriðum miðuð við þarfir kvenna sérstaklega. Stofnandi og forseti þessarar ráð- gjafarstöðvar er kona að nafni Alene Halvorson Moris. Hún er af íslensku bergi brotin í móðurætt og kom hingað til lands fyrir fjórum árum að vitja ætt- ingjanna. Við það tækifæri heimsótti hún skrifstofu KRFI og skýrði í stuttu máli frá starfi sínu hjá IDC sem felst í því fyrst og fremst að fá konur til að byggja upp trú á eigin hæfileika og meta á raunhæfan hátt hvers þær eru megnugar. Það er einmitt í þessum at- riðum sem skórinn kreppir hvað helst að hjá þeim konum sem vilja komast út í atvinnulífið á ný og því lék ritnefnd 19. júní hugur á að leita nánari upplýsinga um starfsemi þessa í því skyni að miðla lesendum blaðsins og sjá hvort ekki mætti færa sér að einhverju leyti í nyt reynslu bandarísku stöðvarinnar hér á landi. Alene H. Moris svaraði umleitan 19. júní umsvifalaust og reyndist fús að greiða úr öllum spurningum blaðsins og liðsinna félaginu í einu og öllu um þetta málefni. Sendi hún blaðinu lang- an pistil um tildrög þess að hún tók að sinna málefnum kvenna sérstaklega og kom á fót Sjálfsþroskastöðinni í Seattle um leið og hún greindi í stórum drátt- um frá starfinu þar. I frásögn sinni segir Alene m.a.: ,,Það voru tveir atburðir í einkalífi mínu sem réðu því að ég ákvað að gerast ráðgjafi fyrir konur og liðsinna þeim í að gera áætlanir fyrir atvinnu- þátttöku sína og einkalíf... ,,Eg var fimmtán ára gömul þegar móðir mín, Sigurjona Jonasson Halvorson varð skyndilega ekkja í Regina í Saskat- chewan í Kanada. Eftir nítján ár sem húsmóðir í fullu starfi varð hún að fara að vinna fyri sér og þremur dætrum sínum. Hún var illa undir það búin að ytri kringumstæðum. Hún haíði að- eins barnaskólapróf úr sveitaskóla.... Hún var 51 árs þegar faðir mínn lést og af fjárhagsástæðum varð hún að fara strax að vinna. Leit hennar að at- vinnu, sú mismunun sem hún varð fyr-

x

19. júní

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.