19. júní


19. júní - 19.06.1983, Page 37

19. júní - 19.06.1983, Page 37
Alene Halvorson Moris er af íslenskum ættum eins og fram kemur í meðfylgjandi máli. Móðurafl hennar var Bjarni Jónas- son er bjó að Asi í Vatnsdal, en móð- uramma hennar hét Þórunn Magnúsdótt- ir frá Steiná í Svartárdal. Þau fluttust til Vesturheims og þar fæddist móðir Alene, Sigurjóna Jónasson, í Norður-Dakota árið 1892. Fjölskyldan fluttist síðar til Kanada þar sem Sigurjóna giftist norsk- ættuðum manni, Henry T. Halvorson. Ilálfsystir Sigurjónu var Halldóra Bjarnadóttir er lést á Blönduósi fyrir tveimur árum á 109. aldursári. Alene ber greinilega sterkar taugar til íslands og hefur látið í Ijós einlægan áhuga á að miðla af reynslu sinni hérlendis í minningu móður sinnar og Halldóru Bjarnadóttur. .'■eA „ Alene Halvorson Moris. ir sem kvenmaður og niðurlægingin sem hún mátti þola sem eldri „byrj- andi“ hölðu djúp áhrif á mig. Næstu tólf árin vann liún þá hetjudáð að koma öllum þremur stúlkunum sínum gegnum háskóla og hjúkrunarnám. En þrátt fyrir aðdáun mína á henni var ég líka sárhneyksluð yfir því að þjóðfélag- ið mótaði konur með þeim hætti að gera þær jafn viðkvæmar fyrir fjár- hagslegum áföllum og jafnvel fátækt.“ Viet-Nam stríðið Hinn atburðuinn í lífi Alene sem mótaði afstöðu hennar og áhuga fyrir málefnum kvenna var dvöl hennar í Malaysíu á árunum 1965 til 1969 með eiginmanni sínum og fjórum börnum. Hann er lútherskur prestur og starfaði þar sem aðstoðarmaður kínverska biskupsins í landinu, en hún vann við menntaskóla á vegum kirkjunnar. ,,Að vera Bandaríkjamaður í Suðaustur- Asíu á árum Viet-Nam stríðsins var hræðileg sálræn reynsla“, heldur Alene áfram frásögn sinni. „Oll vitfirr- ing þessara viðburða neyddi mig til að leggja mat á þá ákvarðanatöku sem haíði ráðið svo tilgangslausum sam- skiptum þjóða í milli. Eftir sársaukafulla innri baráttu komst ég að þeirri niðurstöðu að áframhaldandi líf á þessari jörð væri mjög sennilega undir því komið að konur gripu kröftuglega í taumana. Konur væru a.m.k. eini óvissuþáttur- inn í þessari tortímingarjöfnu, að því er ég best fékk séð.“ Alene taldi því að eina von heimsins væri að konur ættu ldut að stjórnun hans en jafnframt var henni ljóst að konur yrðu að fara aðra leið en karlar til að komast til áhrifa. Abyrgð þeirra á börnum svo og umönnun heimils gerði þeim ofviða að takast samtímis mikil- væg forystuhlutverk á hendur, nema í undantekningatilfellum. Pó gætu kon- ur vissulega búið sig undir margvísleg forystustörf á þrítugs- og fertugsaldr- inum þar eð það væri líka erfitt að breyta algerlega um vcttvang þegar konur væru komnar kringum fertugt, þótt margar neyddust e.t.v. til þess. Þegar þannig stæði á þyrfti að gera vandlegar áætlanir fram í tímann. „Mér fannst því að með einhverri ráð- gjafaraðstoð gætu konur beint reynslu þeirri og visku sem þær aíla á yngri árum inn á farveg kröftugra starfa síð- ari hluta ævinnar.“ Niðurstaðan Um svipað leyti og Alene var að brjóta þetta með sér varð hún einnig vitni að því um borð í skemmtiferða- skipi á Kyrrahafmu hvernig auðugar og vel menntaðar miðaldra konur só- uðu kröftum sínum í það eitt að reika um án nokkurs sjáanlegs tilgangs, láta sér leiðast og vera uppteknar aðeins af sjálfum sér og eigin þunglyndi, aug- sýnilega einskis megnugar að breyta eigin lífi. Hún skynjaði andlega vanlíð- an þessara kvenna. Hún heldur áfram: „Það lá í augum uppi að konur þurftu á hjálp að halda til að nýta hæfileika sína betur á síðari helmingi ævinnar. Bæði vegna eigin lífshamingju og fjárhagsöryggis og til að öðlast nýja forystu í hinum brýnu vandamálum heimsins þurftu konur greinilega að fá aðstoð við að skipu- leggja atvinnuþátttöku sína og einkalíf með þeim hætti er væri bæði sálfræði- 37

x

19. júní

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.