19. júní - 19.06.1983, Page 40
Æfingin skapar meistarann
Alþjóðasamtök Málfreyja (Inter-
national Toastmistress Clubs) er einn
fjölmennasti félagsskapur sinnar teg-
undar— þ.e. Alþjóðleg samtök kvenna
sem starfa á fræðilegum grundvelli og
byggjast upp á þjálfun, æfingu og
framför.
Aðalmarkmið samtakanna beinist
að því að þroska einstaklinginn og
styrkja persónuleika hans, þannig að
hann afli sér þjálfunar til forystu og
verði hæfari til að tjá sig í ræðu og riti.
Starfi í Málfreyjudeild má líkja við fé-
lagsmálanámskeið, þó með þeim
breytingum að viðkomandi getur sjálf-
ur að miklu leyti ráðið hraðanum.
Fundarsköp og fundartækni er stór
hluti námsins, en þjálfun í ræðu-
mennsku er einnig stórt atriði.
Ekki eru allir fæddir ræðumenn en
flestir ættu að geta þjálfað sig í að tjá
sig ef á þarf að halda.
Margar góðar hugmyndir komast
aldrei á framfæri vegna þess að við-
komandi þorir ekki að bera þær fram.
Þetta skeður of oft hjá konum — þær
gera fremur lítið ai’ því að leggja orð í
belg á mannamótum. Ekki af því að
þær hafi ekkert til málanna að leggja,
eða enga skoðun á þeim, hcldur er það
af óvana og öryggisleysi. Starf í Mál-
freyjudeild gefur gott tækifæri til þess
að stíga fyrstu skrefin í þá átt að koma
hugsunum sínum og skoðunum á
framfæri.
Deildarfundir eru haldnir tvisvar í
mánuði og hefur hver fundur ákveðið
stef sem meginhluti dagskrár er unn-
inn út frá. I hverri deild eru ekki íleiri
Dolly
Nielsen
en 30 aðilar og ekki færri en 12. Það er
til þess að allir séu jafn virkir þátttak-
endur. Eins er með stjórn hverrar
deildar, enginn getur gegnt sama emb-
ætti í stjórninni lengur en eitt ár af
sömu ástæðu, þ.e. að allir hafi jafna
möguleika á að þjálfa sig í stjórnunar-
störfum.
Alþjóðasamtökin voru stofnuð árið
1938 vestur í Kaliforníu, af konu að
nafni Ernestine White.
Hún sá fyrir nauðsyn þess að konur
væru knýjandi afl í verslunar-, stjórn-
ar- og félagsmálum komandi kynslóða.
Hún taldi nauðsynlegt fyrir hverja
konu að bæta hæfileika sína til að tjá
sig viturlega, hlýða á skoðanir annarra
án fordóma og efla mannleg samskipti.
Fyrsta málfreyjudeildin á íslandi
var stofnað í janúar 1973 af bandarísk-
um konum sem höfðu búsetu á Kefla-
víkurílugvelli. Islensk kona, ErlaGuð-
mundsdóttir, starfsmaður á ílugvellin-
um, kynntist fljótlega þessum félags-
skap og gekk í deildina. Eftir að hafa
starfað þar um tíma, fann hún hjá sér
hvöt til að kynna starfið fyrir íslenskum
konum og á haustmánuðum 1975 leit
fyrsta íslenska málfreyjudeildin dags-
ins ljós, en það er Málfreyjudeildin
Varðan í Keflavík.
Tveimur árum síðar er fyrsta deild-
in stofnuð í Reykjavík, og síðan hver af
annarri á fáum árum. í síðasta mánuði
var stofnuð deild á Isaflrði og er það
tólfta íslenska deildin sem tekur til
starfa. I þessum tólf deildum eru starf-
andi u.þ.b. 320 konur, sem eiga það
sameiginlegt að vilja þroska og þjálfa
sig og bæta félagslega stöðu kvenna
um allan heim. Samtökin telja nú
um 26 þúsund meðlimi um víða ver-
öld, og njóta vaxandi vinsælda, sem
sanna það að starfog þjálfun kvenna á
félagslegu sviði hefur orðið útundan og
þær vilja sjálfar bæta úr því með sínum
samtökum.
Nútíma þjóðfélag gerir sífellt harð-
ari kröfur til þegna sinna á félagslegu
og menningarlegu sviði. Oft reynist
það ekki nægilegt að hafa gömul prófef
tjáningarhæfileikinn hefur verið svelt-
ur. Margar konur reka sig á þennan
vegg, þegar þær eftir margra ára störfá
heimili sínu þurfa eða vilja öðru sinni
út á hinn frjálsa vinnumarkað.
Mörgum vex það í augum að þurfa
að sækja um vinnu, kynna sig og ræða
við starfsmannastjórann.
Ef af ráðningu verður er næsti
þröskuldur að byrja starf á ókunnum
stað með fjölda afókunnu fólki.
Störf í málfreyjudeildum geta létt
konum þessa göngu til mikils munar,
og einnig hvatt þær til að leita sér öðr-
um fremur atvinnu þar sem reynir á
mannleg samskipti — og mörg dæmi
eru um það að þessi þjálfun hafi veitt
konum brautargengi á félagslegu og
viðskiptalegu sviði, en þær konur sem
njóta þess í dag hafa líka gengið í gegn-
um sína byrjunarerfiðleika í mál-
freyjudeild.
Það reynist flestum nokkuð fram-
andi að koma inn á fund hjá málfreyj-
um, því fundir eru mjög formfastir, t.d.
getur enginn gengið inn í deildina
nema að hafa áður setið að minnsta
Dolly Nielsen skrifar um
málfreyj usamtökin
40