19. júní


19. júní - 19.06.1983, Side 47

19. júní - 19.06.1983, Side 47
„Við förum létt með það!“ Sigríður Ólafsdóttir ,,Ég byrjaði hér sem trillari í sumar- vinnu fyrir átta árum, þremur árum síðar fór ég að leysa af sem bílstjóri og hef svo verið í nokkur ár fastur bíl- stjóri,“ segir Sigríður Ólafsdóttir sem í dag keyrir öskubíl. „Ég þarf að vera mætt til vinnu um sexleytið á morgn- ana, er sótt heim. Síðan sæki ég bílinn og starfsfólkið í mínu liði. Svo er ég laus rúmlega þrjú á daginn þegar ég hef losað bílinn og skolað af honum. Já, ég kann vel við staríið, gott kaup og ,,príma“ samstarf. Stundum hefur hvarflað að mér að skipta um starf en aldrei orðið úr. Það er leitun að jafn vellaunuðu starfi og þessu.“ Hjá Hreinsunardeild Reykjavíkur- borgar starfa fimm til sex konur að sögn Sigríðar. Hún er spurð hvernig gangi með hreinsun á „hennar bíl“ og dekkjaskiptingu þegar þess þarf, hvort hún standi þar jafnt að vígi og karlarn- ir sem starfa með henni. Hún svarar snarlega: „Við íörum nú létt með það.“ Helga Hákonardóttir er „takka- stjóri á öskubíl. Við hittum hana ásamt Sigríði Ólafsdóttur einn morg- un inn við Elliðaár. Hún tók í sama streng og stalla hennar, starfið er ágætt og launin líka. „Maður er stundum að pæla í því að hætta, en það er erfitt að komast í vinnu með sömu laun og hér. Eg er sótt heim um sjöleytið á morgn- ana og hætti um hálíþrjú. Þetta er akk- orðsvinna og ef vel gengur erum við búin um tíuleytið á föstudagsmorgn- um. Jú, þetta er stundum erfitt á veturna en stórfínt á sumrin. Svo eru það fínir menn sem við vinnum með, varla hægt að óska sér betri vinnufélaga." Helga Hákonardóttir hefur unnið ”í öskunni“ samfleytt síðan 1978 og segir kankvís: “Við Sigríður erum líklega aldursforsetar í kvennaliðinu hér.“ Margrét Indriðadóttir fréttastjóri Ríkisútvarpsins „Hentar ekki öllum, en það fer ekki eftir kynjum“ „Þetta er nú bara eins og hvert ann- að starf og hentar ekki síður konum en körlum“, segir fréttastjóri Ríkisút- varpsins Margrét Indriðadóttir, er hún var innt frétta af hennar starfs- vettvangi. Eftir því sem við komumst næst mun Margrét vera eina konan á landinu sem gegnir starfi fréttastjóra. Margrét hefur gegnt þessu starfi síðan haustið 1968. ,,Ég byrjaði hér á fréttastofunni 1. desember 1949, þá nýkomin frá fram- haldsnámi í Bandaríkjunum. Aður starfaði ég í ein fimm ár sem blaða- maður á Morgunblaðinu. Byrjaði þar algjör græningi, kom beint frá próf- borðinu að loknu stúdentsprófi. Fyrst tók ég að mér að þýða framhaldssögur og einhverja kvennasíðu á Morgun- blaðinu. En ég fór fljótlega í fréttir, bæði innlendar og erlendar.“ Margrét fór til framhaldsnáms í Bandaríkjunum árið 1946 og hófstörf á fréttastofunni eftir heimkomuna, sem fyrr segir. Hún gegndi starfi vara- fréttastjóra í nokkur ár. Og í dag segir Margrét: „Ég er hissa á því að ekki eru fieiri konur í frétta- stjórastörfum. Ef til vill hentar þetta starf ekki öllum, en það fer ekki eftir kynjum.“ 47

x

19. júní

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.