19. júní - 19.06.1983, Blaðsíða 48
Erfítt
starf
en gefandi
Kristín Andrésdóttir
skólastjóri
Vesturbæj arskólans
,,Þetta er erfitt starf en gefandi“,
segir Kristín Andrésdóttir skólastjóri
um starf sitt. Hún hefur gegnt starfi
skólastjóra í Vesturbæjarskólanum í
þrjú ár. Starfaði áður um fimm ára
skeið sem kennari í Fossvogsskólan-
um.
„Starfssvið skólastjórans er nokkuð
annað en kennarans og í eðli mínu er
ég frekar uppalandi en stjórnandi.
Samt sem áður kann ég mjög vel við
núverandi starf, enda sóttist ég eftir
því á sínum tíma. Það er mjög ánægju-
legt að vera þátttakandi í mótun skóla-
starfsins. Aðstaðan hér í þessum
gamla skóla er ekki nógu góð, en það
horfir til betri tíma. Ný skólabygging
mun væntanlega rísa hér í vesturbæn-
um innan tíðar. En við hér höfum þurft
að berjast fyrir tilvist okkar, hlutirnir
koma ekki á silfurfati.“
Gamli Stýrimannaskólinn við Öldugötu í
Reykjavík, nú Vesturbæjarskólinn, hefur
gegnt merkilegu hlutverki sem menntaset-
ur. En byggingin er gömul og aðstaðan erfið.
Nú horfa nemendur og starfsmenn skólans
fram á „betri tíð með blóm í haga“, ný skóla-
bygging mun rísa á næstunni í vesturbæn-
um. Á myndinni er Kristín Andrésdóttir
skólastjóri ásamt tveim nemendum skólans.
(Mynd Katrín Káradóttir).
Liðsauki er okkar vettvangur
Steinunn B. Birgisdóttir
,,Með skömmum fyrirvara yfirleitt
leita atvinnurekendur til okkar eftir
liðsauka og við útvegum vant fólk í
viðkomandi störf.“ Það er Steinunn
Björk Birgisdóttir sem segir okkur hér
frá starfsemi fyrirtækisins Liðsauka,
sem hún veitir forstöðu.
Fyrirtækið var stofnað fyrir rúmu
ári síðan og hafa nær eingöngu konur
komið nálægt rekstri þess.
,,I upphali var eingöngu leitað hing-
að að starfsfólki til afleysingastarfa, og
í tímabundna vinnu. Veikindi, frí og
mikið álag í skamman tíma í fyrirtækj-
um eru oftast ástæðurnar fyrir því að
leitað er til okkar. Á þessu rúma ári fra
því fyrirtækið var stofnað hafa um
fimm hundruð manns komið við sögu
hér. Mest er spurt eftir fólki til skrif-
stofustarfa, en þó einnig í mötuneyti,
til útkeyrslu og í ræslingar. Almenn
ráðningarþjónusta í störf til lengri
tíma hefur síðan vaxið samhliða af-
leysingaþjónutunni,“ segir Steinun
Björk.
Aður en hún hófstörfhjá Liðsauka,
starfaði hún í þrjú ár hjá innflutnings-
fyrirtæki, rak eigin verslun og var í
innflutningi um tíma.