19. júní


19. júní - 19.06.1983, Side 51

19. júní - 19.06.1983, Side 51
Dr. Kristín Ingólfsdóttir og litla dóttir hennar sem beið fram yfir doktorsritgerð og prófarkalestur Dr. Kristín Ingólfsdóttir: „I framtíðinni lít ég vonandi á fleiri íslenskar jurtir“ „Ég skrifaði doktorsritgerðina á meðan ég gekk með mitt fyrsta barn. Og lauk við prófarkalesturinn daginn áður en hún fæddist. Dóttir mín sýndi mikla tillitssemi og kom í heiminn á réttum tíma.“ Það er Dr. Kristín Ing- ólfsdóttir sem hér mælir. Að loknu prófi frá lyfjafræðideild Háskóla fslands 1978, stundaði hún framhaldsnám í lyflýsingafræði við Lundúnaháskóla. f febrúar síðastliðn- um varði Kristín doktorsritgerð um bakteríu- og sveppahemjandi efni í ís- lenskum fléttum við þann skóla. Lyflýsingafræði er sérgrein innan lyfjafræðinnar, og fjallar sú fræði aðal- lega um lyf sem rætur eiga að rekja til náttúrunnar. Eftir rúmlega þriggja ára dvöl í Lundúnum við nám, er Kristín komin heim og hefur þegar hafið störf. ,,Ég kem til með að sinna kennslu að ein- hverju leyti“, svarar Kristín, þegar hún er spurð í hverju starf hennar sé fólgið. Eg hóf störf í síðasta mánuði við Lyfjafræði lyfsala í Háskóla íslands. Þess má geta hér að hingað til hafa lyfjafræðinemar þurft að fara til Dan- merkur eða Svíþjóðar til að ljúka lyfja- fræðinámi. Hér í Háskólanum hafa þeir einungis getað stundað sitt nám í tvö til þrjú ár en lokaáfangann, þá önnur tvö til þrjú ár til viðbótar, þurft að taka í áðurnefndum löndum. Nú er í undirbúningi að öll kennsla í lyQafræði fari fram hér á landi og tek ég meðal annars þátt í þeim undirbúningi og kennslunni. En auk kennslunnar vona ég að í framtíðinni skapist aðstæður og tæki- færi til að líta á fleiri íslenskar jurtir með tilliti til hvort þær innihalda virk efni.“ Kristín Jóhannesdóttir er höfundur handrits og leikstjóri að myndinni „Á hjara veraldar“ sem frumsýnd var í vetur. Myndin er ein fjögurra íslenskra kvikmynda sem sýnd var á kvikmyndahátíðinni í Cannes í Frakklandi nú í vor (DV-mynd: E.Ó.) Kristín Jóhanncsdóttir kvikmyndaieikstjóri. 51

x

19. júní

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.