19. júní

Ataaseq assigiiaat ilaat

19. júní - 19.06.1983, Qupperneq 60

19. júní - 19.06.1983, Qupperneq 60
Jesús krefst jafnréttis Þegar Jesús kom gerði hann rétt kvenna hinn sama og hafði verið við sköpunina. Þar með gerði hann líka rétt karla hinn sama. Eg ætla að nefna dæmi um það hvernig Jesús umgekkst konur og vann fyrir konur á allt annan máta en var hugsanlegt öðrum körlum í samtíð hans. Þá töluðu karlar í Gyð- ingalandi ekki við konur á almanna- færi, snertu þær ekki, leyíðu þeim ekki að bera vitni fyrir rétti, leyfðu þeim ekki að sitja á sama stað og þeir í sam- kunduhúsunum eða vera fullgildir meðlimir þar, leyfðu það að þær væru reknar fyrirvaralaust af eigin heimil- um. Jesús talaði við konur, hann tók í hendi þeirra, leyfði þeim að taka í sínar hendur, hann talaði við þær um innstu leyndarmál starfs síns, trúði þeim fyrir því, sem enn var ekki opinbert, hann gerði þær að lærisveinum sínum, kall- aði þær til að ferðast um með sér, hann gerði þær jafn réttháar körlum í hjóna- bandi. En það sem var mest alls, varað hann gerði konur að fyrstu vottum upprisunnar, upprisunnar, sem varog er og verður alltaf undirstaða kristinn- ar trúar. Því er það hvorki meira né minna en svo að Kristur leyfir ekki aðeins jafn- rétti, hann krefst jafnréttis. Þegar við gefum eftir, hvort sem það eru konur eða karlar, og leitumst ekki við að lifa í jafnrétti, þá erum við að óhlýðnast Kristi. Heiðin heimspeki Hvað eigum við þá að segja um orð Páls postula, orðin um að konur eigi að vera undirgefnar eiginmönnum sínum og verði hólpnar vegna barnsfæðingar- innar og að konur eigi að þegja á safn- aðarsamkomum? Þetta hefur verið túlkað sem boð um undirgefni kvenna. En það er röng túlkun, segir kvennaguðfræðin. Þessi túlkun byggir á því að öðrum orðum Páls er haldið leyndum, orðum eins og þeim að í Kristi sé enginn munur á rétti karla og kvenna, orðum eins og þeim að konur bæði prédikuðu og kenndu guðfræði í nánustu samvinnu við Pál. Því er þá haldið leyndu að Páll var sjálfur undir áhrifum grísku heim- spekinnar, sem hann var alinn upp í námunda við í Tarsus. Þar voru konur lítils metnar og það mat mótaði síðar marga kirkjufeðurna, elstu guðfræð- inga kirkjunnar, sem hafa haft áhrif á stöðu kvenna allt fram til okkar daga. Því spyr kvennaguðfræðin: Hvernig má dirfast að meta heiðna heimspeki meira en orð Drottins okkar? Orðaval Ég lýk nú þessum orðum mínum með því að segja að kvennaguðfræðin leggur djúpa áherslu á orðaval. Hún hvetur til þess að nota ekki orð, sem eiga aðeins við karlmenn, þegar bæði er talað um konur og karla. Hún hvet- ur konur til samstarfs, til að hjálpa hver annarri til að njóta þes, sem Ritn- ingin býður þeim afgleði og friði. Hún hvetur þær til að leita nýrra leiða í bæn og söng, nýrra leiða í guðþjónustunni og daglegu lífi. okkur hefur verið kenndur, reyna að sjá hvað stendur þar raunverulega. Ég tek kaflann um Mörtu og Maríu sem dæmi. Um áratugaskeið hef ég lesið þcnnan kafla. Ég hef lesið hann aftur og aftur af því að mér þykir vænt um hann eins og okkur þykir svo mörg- um. Ég hef ævinlega lesið hann með þeim skilningi að María hafi fengið að sitja kyrr við fætur Jesú vegna þess að hún mat það meira að hlusta á orð hans en vera að stússast í tilgangslausu dugnaðarofforsi frammi í eldhúsi. Allt í einu sá ég svo fyrir hvatningu kvennaguðfræðinnar að þarna stendur raunverulega líka að María sat í læri- sveinssæti við fætur Jesú. Hún hlustaði á Jesú innan um karlmenn í stað þess að vinna hefðbundin kvennastörf. Hún var lærisveinn. Jésús gerði hana jafna karlmönnunum, sem fylgdu honum, og það var óþekkt á þeim tím- um. Hafi Jesús viljað hafa þetta svona þá vill hann áreiðanlega hafa það svo. Annað dæmi sjáum við í sköpunar- sögunni. Því var og er haldið fram innan kirkju og utan, eins og við allar vitum, að Biblían boði undirgefni og undir- okun kvenna, skaparinn haíi sjálfur sagt að með kvöl skyldi konan fæða börn sín og vera undir yfirráðum manns síns. Kvennaguðfræðin segir: Það er ekki satt að Biblían boði undir- gefni eða undirokun kvenna. Hún skýr- ir Jrá undirokun kvenna, sem var stað- reynd í þjóðfélagi, sem var byggt á því að ættf'eðurnir réðu. Hún skýrir frá því að konan var vissulega oft nær einskis metin. En það var ekki boð Guðs. Fjarri fer því. Þegar skaparinn sagði að konan skyldi með kvöl ala börn sín og maður hennar drottna yfir hennar var það eftir syndafallið. Allt var komið á ringulreið vegna þess að mennirnir höíðu snúið sér frá Guði. Því fór sem fór í samskiptum Adams og Evu. En það var ekki Drottinn, sem gaf Adam yfirráð yfir Evu. Þegar hann skapaði þau skapaði hann þau jöí'n og gaf þeim sömu verkefni til að vinna að saman, þau áttu að yrkja jörðina og ala upp börn sín. Framhald aj bls. 58 Ég mundi að einu sinni hafði hún sagt við mig þegar ég kom í heimsókn til hennar: - Ég er búin að biðja heimilisfólkið hérna um frí eina nótt. Og þau fóru að hlæja og sögðu: Hvað ætlar þú að gera við frí? Ég ætla að taka sængina mína og koddann minn og fara út og finna mér hlöðu með angandi heyi og sofa þangað til ég er afsyfjuð, - og svo hló hún og eyddi þessu á sinn venjulega káta og áreynslulausa hátt. Þetta rifjaðist upp fyrir mér þegar ég horfði á hana í lautinni. Hún hafði fundið sér stað til að sofa þangað til hún yrði afsyíjuð.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

19. júní

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.