19. júní


19. júní - 19.06.1983, Side 62

19. júní - 19.06.1983, Side 62
Eins og hvert annaö heimili Samtök um kvennaathvarf voru stofnuð í Reykjavík 2. júní 1982. Að stofnuninni stóðu konur sem undanfarin ár, eða jafnvel áratugi, hafa starfað að málefnum kvenna ýmist í kvenfélögum, stjómmála- flokkum, verkalýðsfélögum, kven- réttindafélaginu eða nýju kvenna- hreyfingunni. Stofnfundurinn var vel sóttur, rúmlega 200 manns gerðust þá þegar aðilar að samtök- unurn og allir virtust á einu máli um að nauðsynlegt væri að koma á fót kvennaathvarfi. Urtölur létu ekki á sér kræla þrátt fyrir að fund- arboðendur hefðu litlar tölfræði- legar upplýsingar í höndunum, en þær þykja skipta miklu máli þegar vekja á athygli á nýju málefni, hvað þá ef fara á út í einhverjar fram- kvæmdir. A fundinum var að vísu skýrt frá helstu niðurstöðum könnunar þeirrar sem Hildigunnur Ólafsdóttir, Sigrún Júlíusdóttir og Þogerður Benedikts- dóttir gerðu á Slysavarðstofunni í Reykjavík árið 1980. Þetta er eina ís- lenska könnunin sem gerð hefur verið sérstaklega á því ofbeldi sem konur verða fyrir á heimilum. Hún hefur nú verið birt í heild (tímaritið Geðvernd 1982) og er full ástæða til fyrir fólk að kynna sér hana. Þó er rétt að ítreka það 62 sem höfundarnir segja, að ekki er hægt að draga neinar marktækar ályktanir af þessari könnun um hversu útbreitt ofbeldi gegn konum er innan fjölskyld- unnar hér á landi. Könnunin nær ein- göngu til þeirra kvenna sem leita til Slysavarðstofunnar í Reykjavík og skýra frá að maki eða annar heimilis- maður hafi veitt þeim áverka. Það er vitað að margar þær konur sem verða fyrir ofbeldi á heimilum sínum leita hvorki til slysavarðstofu, heimilislæknis né nokkurs annars, jafnvel þó að um svo alvarlega áverka sé að ræða að sjálfsagt þætti að leita læknis ef áverk- inn væri öðru vísi til kominn. En svo aftur sé vikið að stofnfundin- um þá var þar ekki spurt um tölur eða aðrar sannanir. Fundarmenn, sem flestir voru konur, virtust vita að of- beldi gegn konum viðgengst á mörguin heimilum og þær voru einhuga um að eitthvað þyrfti að gera til að rétta hlut þessara kvenna og veita þeim vernd. Þess vegna var því heitið að opna kvennaathvarf fyrir árslok og auk þess voru samþykkt lög fyrir samtökin þar sem m.a. segir a markmið þeirra sé: 1. að korna á Jót og reka athvarf, annars vegar fyrir konur og b'óm þeirra, þegar Jvöl í heirnahúsum er þeim óbœrilg vegna andlegs eða líkamlegs ofbeldis eigin- manns, sambýlismanns eða annarra heimilismanna og hins vegar fyrir konur sem verða fyrir nauðgun. 2. að vinna gegn ofbeldi meðþví að stuðla að oþinni umrteðu og viðurkenningu sarnfé- lagsins á að því beri skylda til að veita konum þeim sem ofbeldi eru beittar raun- hæfa aðstoð og vemd. 3. að aðstoða konur við að rjúfa þann múr einangrunar og þagnar sem reistur hefur verið um ofbeldi á heimilum. Tíu þúsund í kassanum Eftir fundinn var hafist handa. Sótt var um styrk til ríkisins, Reykjavíkur- borgar og nágrannasveitarfélaganna og mikil leit var gerð að hentugu hús- næði. Það fannst um síðir, ágætis hús, sem ekki þurfti mikið að lagfæra og það sem meira var, leigan var ekki ofviða fjárvana samtökum. Þegar húsnæðið var fengið áttu samtökin u.þ.b. tíu þúsund króur í kassanum og þótti ýmsum það ekki björgulegt að hefja rekstur með ekki meira fé handa á milli. En það var alltaf ætlunin að reka kvennaathvarfið eins og hvert annað heimili og fólk á yfirleitt í basli þegar það stofnar heimili. Sú varð líka raun- in í þetta skipti en með útsjónarsemi komst málið í höfn á skömmum tíina: auglýst var eftir notuðum húsgögnum og öðrum húsbúnaði. Fólk brást vel

x

19. júní

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.