19. júní


19. júní - 19.06.1983, Síða 75

19. júní - 19.06.1983, Síða 75
BÆKUR - BÆKUR - BÆKUR Verða miklir fagnaðarfundir með þeim feðginum og samlagast Hulda fljótt hinni nýju fjölskyldu hans. Þegar á iíður dvölina setur óyndi að Huldu og ástæðan fyrir því er sú að hún vill setjast að hjá íöður sínum, en hún kemur sér loks til þess að segja honum frá því, eftir að hafa talað við móður sína í síma og fundist hún vera hressari en þegar hún fór. Hulda telur að móðir sín muni geta skilið hana auk þess sem hún hafi eitt sinn lofað henni að hún rnætti flytjast til pabba efhana langaði einhverntíma til þess. Þegar þessi málaleitan er síðan bor- in fram við móðurina í síma bregst hún ókvæða við og neitar að ræða málið frekar og skellir á. Svarar hún ekki bréfum, hvorki frá Huldu né pabban- um. Þegar samkomulagsleið við móður- ina virðist ófær setja þau barnavernd- arnefnd í málið með það fyrir augum að fá tímabundna heimild til að Hulda dvelji hjá pabba sínum. En nú birtist rnóðirin einn góðan veðurdag og hreinlega rænir Huldu frá föður henn- ar og tekst með aðstoð bróður síns og fjölskyldu að viðbættum lögfræðingi að komast með hana burt úr landinu. Þetta tekst þrátt fyrir að barnavernd- arnefnd hafi samþykkt tímabundna kyrrsetningu Huldu í landinu meðan frekari rannsókn fari fram. Bróður mömmunnar og lögfræðingi hans tekst rneð vafasömum hætti að fá dómstól á Keflavíkurflugvelli til að hafna kyrr- setningunni sama morgun og mæðg- ttrnar yfirgefa landið. Hulda Svo sem áður er getið liggur megin- ahersla höfundar á að lýsa tilfinningum Huldu og stöðu eða öllu heldur rétt- leysi hennar. Sagan er sögð út frá sjónarhóli hennar og þar af leiðandi eru atburðir °g fólk að mestu séð með hennar aug- Urn. Aðrar persónur eru því nokkuð litaðar af viðhorfi Huldu til þeirra. Hulda sjálf er í rauninni ósköp eðlilegt barn sem orðið hefur fyrir erfiðri reynslu og þroskast við það. Höfundi tekst vel að lýsa tilfinningatogstreitu hennar. Meðan Hulda er hjá mömmu sinni í upphafi er hún fyrst og fremst áhorfandi og þolandi, en þegar hún er komin til pabba síns verður hún ger- andi og hrindir afstað atburðarás sem í upphafi er alls ekki séð til hvers leiðir. Undir lokin verður hún aftur þolandi, þegar sagan tekur nýja stefnu eftir að móðir hennar kemur til landsins. Hún gefst upp, hún má sín einskis gegn því ofurefli liðs sem sækir að henni og beit- ir tilfinningar hennar og vilja full- komnu ofbeldi. Olga Guðrún Árnadóttir Foreldramir Móðirin er mjög langt frá því að vera hefðbundin móðurímynd. Hún er taugaveikluð og sjálfselsk, full af sjálfsvorkunn og sér ekkert út fyrir sjálfa sig, allra síst hvernig dóttur hennar líður. Þetta er að minnsta kosti sú mynd sem við blasir við fyrstu sýn, lituð af sjónarhorni Huldu. Þegar bet- ur er að gáð má sjá að hér er á ferðinni rótlaus og óhamingjusöm kona sem á fyrst og fremst erfitt með að finna sjálfri sér stað í tilverunni, hefur t.d. ekki fundið í nýju hjónabandi þá ham- ingju sem hún vænti, þrátt fyrir ver- aldleg gæði, en kannski er einmitt brenglað verðmætamat rótin að óham- ingju hennar. Ein hliðin á því er að tilfinningar hennar gagnvart Huldu virðast öðru fremur byggðar á eignar- hugmyndinni — það er verið að taka eign frá henni — og út frá áðurnefndu verðmætamati eru viðbrögð hennar e.t.v. skiljanleg. En það breytir ekki því að gagnvart barninu er framkoma hennar fullkomlega tillitslaus. Pabbinn í sögunni er hinsvegar ákaflega góður pabbi. rilfinningasam- band hans við Huldu er mjög gott og hann ber velferð dóttur sinnar mjög fyrir brjósti. Hann er því að flestu leyti andstæða móðurinnar - traustur, lilýr og áreiðanlegur. Hann er kannski ein- iim of góður, en þá ber aftur að gæta þess að persónurnar eru séðar með augum Huldu. (Svo mætti líka benda á - í nafni jafnréttis — að það sé kominn tími til að í sögu sé einn góður og til- finningaríkur pabbi sem hugsar um börn sín í stað tilfinningafreðnu stress- pabbanna sem algengastir eru). Það er reyndar nokkuð bagalegt að upplýsingar um hjónaband foreldr- anna eru af fremur skornum skainmti, það hefði e.t.v. mátt skýra ýmislegt í samskiptum þeirra með meiri frásögn af forsögunni, en þá hefði kannski orð- ið til önnur saga, sagan um hjónaband þeirra, svo einhversstaðar verður að draga mörkin. Virðingarleysi Svo sem að framan getur fáum við góða mynd af persónu Huldu, tilfinn- ingum og öllum aðstæðum. I því liggur best gerði þáttur sögunnar. Lesanda er farið að þykja svolítið vænt um þesa stelpu, ekki vegna þess að hún a bágt, 75

x

19. júní

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.