19. júní


19. júní - 19.06.1989, Blaðsíða 6

19. júní - 19.06.1989, Blaðsíða 6
UMSJÓN Ekki sé spurning um hvort tœknin sé „góð“ eða „slœm “ í sjálfu sér, heldur verði að setja hana í víðara samhengi og athuga hver áhrif hún gæti haft í samfélagi þar sem fyrst og fremst sé sé litið á konur sem kynverur. Y' msar tæknilegar aðferðir til getnaðar og þungunar hafa náð mikilli útbreiðslu á síðustu árum og veitt þeim sem glíma við ófrjósemisvanda áður óþekkta möguleika til barneigna. Það hlýtur í sjálfu sér að teljast jákvætt. Lausn ófrjósemisvandans er þó aðeins brot af öllu því sem æxlunartæknin sem vísindagrein býður upp á. Bent hefur verið á að æxlunartæknin leiði til mikilla framfara á sviði læknisfræðinnar og að rannsóknir og tilraunir á fósturvísum geri vísindunum kleift að greina arfgenga galla og koma í veg fyrir ýmsa sjúkdóma. Aðrir benda á að sú hætta sé sífellt yfirvofandi að henni verði misbeitt í vísinda- eða gróðaskyni og geti jafnvel leitt til kynbóta á mannfólki. Slfkar kynbætur hafa hingað til verið gerðar á plöntum og dýrum og tækninni fleygir sífellt fram. Fyrir skömmu var sagt frá því í fréttum hér að hafinn væri innflutningur á sauðfjárfósturvísum í því skyni að kynbæta stofninn hér á landi. Kvennahreyfingar víða um heim hafa vakið athygli á stöðu kvenna gagnvart æxlunar- og erfðatækninni og því valdi sem hún felur í sér. Ekki sé spurning um hvort tæknin sé „góð“ eða„ slæm“ í sjálfu sér, heldur verði að setja hana í víðara samhengi og athuga hver áhrif hún geti haft í samfélagi þar sem fyrst og fremst sé litið á konur sem kynverur. Hin nýja tækni feli í sér aukið vald yfir konum og sé tilraun til að taka frá þeim yfirráðaréttinn yfir eigin líkama. VERA fjallaði um æxlunartækni og erfðarannsóknir í nóvemberhefti 1986. Segir þar m.a. frá kvennasamtökunum FINRRAGE sem eru alþjóðleg samtök kvenfrelsiskvenna gegn æxlunar- og erfðatækni. Samtökin sendu frá sér stefnuyfirlýsingu 1985 á ráðstefnu sem haldin var í Svíþjóð. Yfirlýsingin hefst á þeim orðum að einstæður eiginleiki kvenna til að bera líf, fæða og annast það sé frá þeim tekinn með nýmælum æxlunartækninnar og með henni sé verið að nota kvenlíkamann til framleiðslu. Þá kemur fram í yfirlýsingunni sú skoðun, að erfða- og æxlunartæknin verði hugsanlega notuð til að stýra frjósemi kvenna. Samtökin telja að stýring og flokkun kvenna eftir notagildi sé þegar hafin með KRISTÍN A. ÁRNADÓTTIR óendanlegri aðstoð við ófrjóar konur Vesturlanda annars vegar og ófrjósemisaðgerðum í stórum stíl á konum þriðja heimsins hins vegar. Þá segir: „Við erum andsnúnar kynbætandi mannfjöldastýringu og einkum og sér í lagi erum við andsnúnar framleiðslu „fullkominna barna“.“ Undir yfirlýsingu FINRRAGE skrifuðu konur frá Astralíu, Bangladesh, Brasilíu, Kanada, Danmörku, Englandi, Frakklandi, Irlandi, Israel, Japan, Hollandi, Noregi, Svíþjóð, Sviss, Bandaríkjunum og Vestur-Þýskalandi. Nýjustu fréttir af framförum á sviði fósturrannsókna eru þær að vísindamenn á Hammersmith sjúkrahúsinu í London geti nú greint kyn þriggja daga gamals fósturvísis. Frétt þessa efnis birtist í virtu bresku tímariti fyrir skömmu og þar segir ennfremur að þessi tækni kunni að reynast hjónum gagnleg ef eiginmaður er með sjúkdóm sem er arfgengur í karllegg. Óneitanlega leiðir þessi frétt hugann að þeim löndum þar sem vitað er að börn eru borin út í stórum stíl af því að þau eru ekki af „réttu“ kyni og hvaða afleiðingar hún kunni að hafa í för með sér. Annars staðar er fólk ofsótt vegna litarháttar síns og útrýmingar eiga sér stað á heilu kynþáttunum. Og í þriðja heiminum eru gerðar ófrjósemis- aðgerðir á konum að þeim forspurðum af því að það er mat valdaaðila að þær eigi ekki að eiga börn vegna efnahags- legra aðstæðna sinna. Tæknin gerir vísindamönnum ekki aðeins kleift að greina kyn heldur einnig ýmsa erfðaeiginleika eins og áður er sagt. Sá möguleiki kann að vera fyrir hendi að áður en langt um líður standi okkur til boða að ráða kyni barna okkar, velja þá eiginleika og kosti sem okkur finnast eftirsóknarverðir hverju sinni og það sem meira er, við gætum hugsanlega fengið aðrar til að ganga með börnin fyrir okkur. Spurningin er bara: Er þetta það sem við viljum? 6
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.