19. júní


19. júní - 19.06.1989, Blaðsíða 41

19. júní - 19.06.1989, Blaðsíða 41
innra starf er nánast ekki neitt. Þetta er bara meðlimaskrá sem hægt er að hóa í þegar dregur að kosningum. Og með því að vera á skrá, eru menn gjaldgengir, komist flokkurinn til valda, í áhrifastöður. Hinn þáttur- inn, sá að draga víglínur - þar finnst mér flokkarnir hafa brugðist og að ekki sé um að kenna tómlæti fólks. Tökum bara dæmi af kjaradeilu kennara núna í vor. Það má rifja upp ummæli formanna núverandi stjórn- arflokka frá því þeir voru í stjórnar- andstöðu í síðustu kjaradeilu sömu aðila. Þá voru þeir ómyrkir í máli um að það væri til skammar að búa svo illa að þeirri stétt, sem annast upp- eldi og menntun unglinga. Hvað ger- ist svo núna, þegar þeir eru í aðstöðu til að leysa málið? Þeir taka upp ná- kvæmlega sama málflutning og póli- tískir andstæðingar þeirra beittu gegn þeim fyrir þremur árum. Þegar fólk heyrir svona tvískinnung þá hugsar jDað bara: Hvað á ég að gera með svona karla. Þeir hugsa eitt og gera svo allt annað þegar inn í stjórn- arráðið kemur! Ms: Er ekki lífsháski — svo ég noti Jóns orðalag— kvenna og þeirra bar- átta ágætt dæmi um nokkuð, sem flokkarnir hafa látið fara fram hjá sér. Dæmi um þjóðfélagsbreytingu, nánast byltingu í lífi helmings þjóðfé- lagsins, sem ekki er sinnt af stjórn- málaflokkum. Höldum okkur við þessa skiptingu sem Ólafur talaði um, annars vegar umræðu innan flokks og þá getum við fullyrt að kon- ur hafa verið að knýja á um umræður um sín mál án þess á þær væri hlustað innan flokkanna. Og hins vegar þetta með að draga línur . . . Ólafur: Flokkarnir hafa nú kannski ekki látið eins og konur væru ekki þarna. En umræðan hefur aldrei leitt til árangurs, kemur ekki fram í ytra starfi flokksins. Hanna Maja: Er það ekki vegna þess sem ég var að segja áðan — að flokkar væru fremur vöggur fyrir ein- staklinga en ekki fyrir þann hóp af fólki, sem hefur vissar hugsjónir eða sjónarmið. Ein leið til að stemma stigu við þessum galla sem mér finnst á flokkum, væri að hafa atkvæða- greiðslur um einstök mál oftar en gert er. Eg flutti á sínum tíma frum- varp þess efnis að ef viss fjöldi kosn- ingabærra manna á tilteknum stað krefðist atkvæðagreiðslu, þá yrðu stjórnvöld að hlíta því. Ég skoðaði hliðstæð lög, t.d. í Bandaríkjunum, þar sem þetta er notað og komst að raun um að svona fyrirkomulag hent- aði vel í litlu samfélagi eins og okkar. Það kemur í veg fyrir að manni sé gert að kjósa sér einhvern, sem á svo að taka allar ákvarðanir, í stórum málum og smáum næstu fjögur árin. Jón: Nútímatækni gefur auðvitað alveg ævintýralega möguleika á því að kanna hug fólks til einstakra mála, það væri þess vegna hægt að hafa kosningar á tíu mínútna fresti. Spurningin er bara, kæmi eitthvað út úr því? Myndi almenningur ákveða að ónýta allt á morgun, sem hann ákvað í dag. Eru flokkar ekki nauð- synlegt millistykki á milli almennings og framkvæmdavalds? Fjórir bændaflokkar Ms: Við getum annað hvort rætt um einstök mál eða hitt, sem ég held að Ólafur hafi verið að taka á, þetta með grundvallarviðhorfin, hug- myndafræðina sem dregur línurnar. Eigum við að velta því fyrir okkur, hvort þau hugmyndakerfi, sem um er að ræða, dugi í sjálfu sér? Koma þau — og sum þeirra eru nú orðin ærið gömul — beinlínis við nútímaþjóðfé- lagi? Ólafur: Einmitt! Nú sitjum við uppi með fjóra bændaflokka . . . Öll: Fjóra?! Ólafur: Jæja, alla vega einn og parta í hinum flokkunum. Og maður spyr sig: hvaða erindi á hann sem slíkur? Er það eitthvað undarlegt þó að hún sé stundum skrýtin þessi hug- myndafræði hans? Eða lítum á Al- þýðubandalagið, sem er stofnað í kringum ákveðna hugmyndafræði, þá að þeir sem vinni hörðum hönd- um eigi að fá að ráða. En síðan hefur ýmislegt breyst og núna er stór hluti Alþýðubandalagsins opinberir starfsmenn, svokallað menntafólk. Og Alþýðubandalagið virðist bera dálítinn kinnroða fyrir það. Og kon- urnar — þær voru aldrei upphaflega sem ákveðinn hópur, sem gæti ákveðið stefnu, starfshætti eða hug- Ólafur Hannibalsson „Fer nokkur umrœða fram um þjóðfélags- mál innan stjórn- málaflokkanna? Ég held að þetta séu aðallega að verða áhlaupasveitir þegar á þarf að halda í kosningum. A flokksþingum er allt kapp lagt á það, að amerískri fyrirmynd, að framkalla eitthvað sem heitir eining og tekur sig vel út í sjónvarpi!“ L 41
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.