19. júní


19. júní - 19.06.1989, Blaðsíða 66

19. júní - 19.06.1989, Blaðsíða 66
ÞÆR FYLGIAST AÐINN Svo sem venja er við afgreiðslu fjárlaga ákvarðaði Alþingi í des. sl. um heiðurslaun listamanna. Að þessu sinni hlutu fjórir nýir listamenn heiðurslaun auk þeirra, sem fyrir voru í heiðurslaunaflokki: Jakobína Sigurðardóttir rithöfundur, Jórunn Viðar tónskáld, Kristján Davíðsson listmálari og Þorsteinn Ö. Steph- ensen leikari. Þar með hafa þrjár konur hlotið heiðurslaun listamanna, en áður hafði María Markan óperusöngkona hlotið heiðurslaun Alþingis, fyrst íslenskra kvenna. Heiðurslaunaákvörðun Alþingis hefur œtíð vakið athygli. Ekki hafa þcer ákvarðanir ævinlega verið óumdeildar, og ekki var heldur svo að þessu sinni. Það voru góð tíðindi, er það lá fyrir að tvœr konur komust í heiðurslaunaflokk Alþingis, en þarfara þœr listakonur, Jakobína Sigurðardóttir rithöfundur og Jórunn Viðar tónskáld og píanóleikari, sem um langt skeið hafa staðið ífremstu röð íslenskra listamanna. Þœr hafa ótrauðar og sjálfum sér samkvæmar unnið að list sinni, hvor á sínum vettvangi, ogfœrt þjóðinni hverja gjöfina annarri veglegri og dýrmœtari. Milli þeirra liggja einnig gagnvegir. Jakob- ína kann vel að njóta góðrar tónlistar, og bókmenntum er Jórunn Viðar handgengin svo sem val hennar á textum til tónsetningar ber glöggt vitni. En hvað segja þær Jakobína Sigurðardóttir og Jórunn Viðar í tilefni þessara heiðurslauna Alþingis? JAKOBINA SIGURÐARDÓTTIR „Það kom mér mjög á óvart, þegar mér var til- kynnt, að mér hefði verið skipað á bekk með heið- urslaunahöfum þjóðarinnar ásamt listakonunni Jórunni Viðar. Engar spurnir hafði ég af því, að slíkt kæmi til mála um mig, enda varð nokkur úlfaþytur af þessu tilefni, einkum meðal karlmanna. Sumir nefndu þessi ósköp hneyksli í fjölmiðlum. Nú vil ég taka fram, að ég er andvíg verðlauna- veitingum, ekki síst hvað listsköpun varðar og finnst sæmra, að þannig sé búið að þeim, sem við slíkt fást, að þeir af hvoru kyni sem er, geti unnið sín verk og lifað við mannsæmandi kjör. Allt um það ákvað ég að þiggja heiðurslaunin. Hvort ég er þeirra verð er annarra mál. Um Jórunni verður naumast deilt. Það fólk, sem barðist fyrir því að opna þennan karlaklúbb fyrir konum, var að berjast fyrir jafnrétti kynja. Og vel sé því.“ Jakobína Sigurðardóttir er borin og barnfædd í af- skekktri byggð á Vestfjörðum. Hún ólst upp á bænum Hælavík í Sléttuhreppi og er elst í hópi þrettán systkina. Heimabyggð hennar er löngu komin í eyði. Bóklestur var mikill á bernskuheimili Jakobínu og víða leitað fanga, allt frá íslendingasögum, fornaldar- sögum og riddarasögum til síðari tíma bókmennta og samtíma skáldverka. 66
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.