19. júní - 19.06.1989, Blaðsíða 76
STARFSEMI
KRFÍ
Á LIÐNU STARFSÁRI
hópar, vinnuhópar, fyrirlestrar, út-
gáfustarfsemi auk almennra funda.
Ennfremur góð tengsl við önnur fé-
lög og stofnanir sem vinna að jafn-
réttismálum.
Persónulega hef ég áhuga á að
saga félagsins verði gefin út en Sig-
ríður Th. Erlendsdóttir sagnfræðing-
ur vinnur að ritun hennar. Ennfrem-
ur þykir mér eðlilegt að endurskoða
hlutverk Menningar- og minningar-
sjóðs íslenskra kvenna í samræmi við
breytta tíma.
Hefur verið gengið til góðs með
starfsemi KRFÍ?
Þessari spurningu svara ég hik-
laust játandi, á því leikur enginn vafi.
KRFÍ barðist fyrir því að konur
fengju kosningarétt og kjörgengi og
sýndu vilja sinn í verki með því að
bjóða fram sérstaka kvennalista bæði
til sveitarstjórna- og Alþingis, að-
gerð sem hvergi hefur tekist nema
hér á landi.
Launamál kvenna, skattamál og
tryggingamál eru þeir málaflokkar
sem félagið hefur beitt sér fyrir af
hvað mestum þunga í sögu sinni.
Vindar hafa blásið mishagstætt
fyrir kvennabaráttu í gegnum aldirn-
ar. Undanfarin ár hefur verið lag:
konur hafa sótt fram á flestum svið-
um og kvennafronturinn er reiðari
en nokkru sinni fyrr, sem betur fer.
Lögskipað jafnréttisráð mótar núna
opinbera stefnu í jafnréttismálum til
fjögurra áraísenn. En á meðan raun-
verulegu jafnrétti er ekki náð hefur
félag eins og KRFÍ miklu hlutverki
að gegna.
stefansblSm
VIÐ BARÖNSSTÍG SÍMI 10771
Helgarblað
Það sem einkum hefur
einkennt starfsemi
Kvenréttindafélags íslands á
liðnu starfsári er þrennt. í
fyrsta lagi þátttaka félagsins í
norrœna kvennaþinginu
síðastliðið sumar, í öðru lagi
landsfundur félagsins sem
haldinn var 14. og 15. október
sl., og í þriðja lagi tók félagið
við formennsku í hússtjórn
Kvennaheimilisins
Hallveigarstaða. Mikill tími
formanns og
framkvœmdastjórnar hefur
farið íþessa þrjá þœtti, enda
mikilvœgt að vel tækist til.
Stjórn KRFÍ kom saman til fundar
að jafnaði einu sinni í mánuði síðast-
liðið starfsár og hélt samtals 11 stóra
stjórnarfundi. Auk þess hittist fram-
kvæmdastjórn að jafnaði vikulega. I
framkvæmdastjórn eiga sæti for-
maöur, varaformaður, ritari, gjald-
keri og meðstjórnandi kosinn á aöal-
fundi. Framkvæmdastjóri félagsins
situr alla fundi.
Framkvæmdastjóraskipti urðu á
árinu, Björg Jakobsdóttir lét af störf-
um síðastliðið vor, og við starfi henn-
ar tók Herdís Hall. Starf Herdísar er
að hluta til framkvæmdastjórastarf
Kvennaheimilisins Hallveigarstaöa,
og er hún í 70% starfi. Skrifstofa fé-
lagsins er opin daglega frá kl. 10—12.
Á árinu hafa verið keypt ný skrif-
stofutæki, tölva, skrifborðsstóll og
ljósritunarvél, og einnig hefur lýsing
á skrifstofu verið bætt.
Fjöldi félagsmanna hefur lítillega
aukist á starfsárinu, en rætt hefur
verið um að gera þurfi átak í félaga-
öflun. Eins og kunnugt er, eru bæði
einstaklingar og félög félagar í KRFI,
og eru á sjötta hundrað einstaklingar
félagsmenn, og 41 félag á aðild að
KRFÍ.
Félagsfundir og fleira
Félagið hefur leitast við að halda
mánaðarlega félagsfundi, sem opnir
eru öllum almenningi um hin ýmsu
mál, sem með einum eða öðrum
hætti tengjast tilgangi félagsins. Sami
háttur hefur verið hafður á og á sl.
starfsári, og stjórnarkonur hafa skipt
með sér verkum við undirbúning
fundanna. Hefur þetta gefið góða
raun, verkefnin deilst niður á fleiri
herðar og létt störfum af fram-
kvæmdastjórn.
Fyrsti félagsfundur starfsársins var
5. maí sl. að Hallveigarstöðum og
bar yfirskriftina „Konur og kjara-
mál“. Framsöðu höfðu Oddrún
Kristjánsdóttir, Bjarnfríður Leós-
dóttir og Ingibjörg R. Guðmunds-
dóttir. Fundarstjóri var Sólveig
Ólafsdóttir. Fundurinn hefði mátt
vera betur sóttur, en umræður urðu
líflegar um þetta mál, sem brennur
svo mjög á konum.
Þann 27. september á afmæli Brí-
etar Bjarnhéðinsdóttur, var haldinn
fundur um málefni Menningar- og
minningarsjóðs kvenna. Framsögu
höfðu Jónína Margrét Guðnadóttir,
Hjördís Þorsteinsdóttir og Arndís
Steinþórsdóttir.
I október var landsfundur félags-
ins haldinn, og er fjallað um hann
annars staðar.
í október og nóvember tóku KRFÍ
konur þátt í fundaröðinni Afram
Forum, þar sem tekin voru fyrir þau
efni, sem konur höfðu verið með í
Osló í sumar. Félagið tók þátt í opn-
unarhátíðinni 23. október, og stóð
fyrir fundi ásamt öðrum, þar sem
76