19. júní


19. júní - 19.06.1989, Blaðsíða 21

19. júní - 19.06.1989, Blaðsíða 21
Systrahugur Þessi saga er sprottin af spurningunni „hvað ef. . “ eins og svo margar sögur gera. Hvað ef stjórnvöld réðu hvernig börn má ganga með? Hvað efþú elskaðir manninn þinn, en hann ynni svo í ráðuneytinu sem kvœði upp dauðadóm yfir ófœddu barninu þínu? Hvað ef barnið sem þú gengir með vœri af „röngu“ kyni? Smásaga eftir Chris Newport í þýðingu Kristínar A. Árnadóttur ÍCira hellti sér koníaki í staup og gekk aftur út að glugganum. Sólin var nýsest og vesturhiminninn var enn roðinn bleikum og appelsínulitum skýjum. Handan borgar- hvelfingarinnar glitti í himinblámann, litinn sem hún hafði alltaf elskað. Bank á dyrnar eyðilagði draumóra hennar. Það var Kam, eldri systir hennar. Kira opnaði dyrnar hljóðlega og hleypti henni inn. Hún vissi að hún myndi ekki segja neitt sem systir hennar ekki vissi. „Svo það er þá stelpa?“ spurði Kam þegar hún var líka komin með koníaksglas í hönd. Kira laut höfði. „Mig grunaði það, fyrst ég heyrði ekkert frá þér.“ Kam gerði sig líklega til að hella sér í annað glas. Kira tók eftir að systir hennar virtist jafnvel enn lotnari og viðkvæmari en áður. Hún hafði aldrei náð sér eftir að barnið hennar, sem einnig var stúlka, var tekið frá henni með stjórnarboð- aðri fóstureyðingu ári áður. „Hvers vegna hafa þeir svona vitlaus lög, Kam? Hvers vegna taka þeir allar dætur okkar frá okkur, eins og þær væru ekki ann- að en leikföng?“ Kam stundi. „Ég veit það ekki. Ég veit bara hvað stendur í tilskipuninni.“ „Það veit ég líka, þeir lásu það fyrir mig þegar mér var sagt að ég gengi með stúlku. Eitthvað á þessa leið: „I kjölfar kjarnorku- árásarinnar á níunda áratugnum, hefur komið í ljós að ol' mörg heilbrigð stúlkubörn hafa fæðst. Þar sem hlutfall drengja er miklu lægra, gefur Heilbrigðisráðuneytið út þá til- skipun að þær konur einar sem gangi með drengi megi ala af sér börn.“ Kira brast í grát, of særð og of reið til að geta haldið áfram. „Þetta er ekki réttlátt, fjandans! Þetta er barnið mitt! Hvaða rétt hafa þeir til að taka það frá mér eins og ekkert sé?“ Kam leit á yngri systur sína og sá bræðina speglast í andliti hennar, kunnuglegan sársaukann sem hún hafði sjálf þjáðst af einu sinni. Hún kom ekki upp orði. Engin orð höfðu þá komið að gagni því ekkert fékk breytt þeim veruleika sem við blasti. „Hvernig leið þér, þegar þú fréttir það?“ „Það var eins og að ganga í gegnum mar- tröð,“ hún þagnaði og leit út um gluggann. „Hvað hefur þú búið lengi hér í borginni, Kira?“ „Við David fluttum hingað fyrir tveimur árum. Vegna starfs hans í Heilbrigðismála- ráðuneytinu. Við urðum að setjast að í New Hope af því að ríkisstjórnin situr þar núna,“ hún hikaði og bætti svo við „síðan stríðinu lauk.“ „Ég var fegin þegar það var afstaðið,“ sagði Kam mjúklega og minntist verkfall- anna tveggja og þeirra ógnartíma sem fylgdu í kjölfarið. „Já, en er þetta kalda stríð eitthvað betra?“ spurði Kira um leið og hún saup á glasinu. Kam yppti öxlum. „Hverju breytir það svo sem úr því sem komið er? Allt lífið er eins og í bókum Orwells. Kannski væri best að vera dauð. Þá væri ég að minnsta kosti hjá barninu mínu.“ „Kam! Segðu þetta ekki.“ „Kira,“ byrjaði Kam, haldin skyndilegum trega. „Þeir tóku barnið mitt og klúðruðu því svo illilega að ég get ekki átt önnur börn. Hvað hef ég að lifa fyrir? Þeir vilja ekki birta bækurnar mínar, Karl snertir mig ekki leng- ur.“ Tárin brutust fram í augu hennar. „Eg held ég ætti að fara, annars verðurðu enn þunglyndari.“ Kira kinkaði kolli, því hún þekkti systur sína og þurfti að vera í einrúmi. Þær stóðu þöglar við dyrnar og komu sér ekki að því að kveðjast. Upp úr vasanum á snjáðum sloppnum dró Kam upp velkt dreifirit. Hún rétti Kiru það orðalaust. „Ég veit ekki einu sinni hvort þær eru þarna leng- ur,“ sagði hún uin leið og hún snérist á hæl og hélt í átt að lyftunum sem flyttu hana heim á leið. Kira horfði á eftir systur sinni hverfa niður ganginn áður en hún svo mikið sem leit á blaðið í hendi sér. En um leið og hún gerði sér grein fyrir innihaldi orðanna fyrir framan hana fóru hendur hennar að skjálfa. Hún lokaði og var fljót að læsa dyr- unum. „Berjumst gegn útrýmingum karlveldis- stjórnarinnar. Konur sem ganga með stúlku- börn flýið til Barrens, fæðið börn ykkar í friði,“ stóð á blaðinu. Gat þetta verið satt, spurði Kira sjálfa sig. Það hlaut að vera. Kam hefði ekki látið hana fá það ef það væri ekki satt. Hún sökk niður í stól og drakk í sig orð þessara kvenna sem voru fullar reiði og ætl- uðu ekki að láta ríkisstjórnina drepa börnin 21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.