19. júní


19. júní - 19.06.1989, Blaðsíða 31

19. júní - 19.06.1989, Blaðsíða 31
SVOLÍTIÐ TIL HLIÐAR" Mér fannst oft mjög erfitt að vinna svona mikið. Það var mjög mikið mál að vera bæði í krefjandi starfi. Mér fannst þetta miklu erfiðara heldur en þegar við vorum nemar, þótt við vær- um þá með fjölskyldu, á fullri ferð í náminu og ynnum með. Þá vann ég með á veturna og Brynjar vann á sumrin. Ég hugsaði oft um það eftir að við fluttum heim hvað það væri auðveldara að segja að börnin þyrftu meira á mér að halda og passa þau meira, til þess að hvíla sjálfa mig. En um leið hefði ég verið að segja við Brynjar að hann yrði að taka minn hlut í fjárhagslegu ábyrgðinni, sem ég þar með treysti mér ekki til að standa undir.“ Bæði verða að draga úr vinnu Brynjar: „Ef fólk ætlar að deila ábyrgðinni, þá hljóta að koma tímar sem bæði þurfa að draga úr vinnu. Kannske er það oft á viðkvæmum tíma fyrir framann, og það er vanda- mál á meðan umhverfið tekur það ekki sem sjálfsagðan hlut. En í dag, þegar börnin eru ekki fleiri en raun ber vitni, þá er þetta bara ákveðið tímaskeið. Ég held að það þurfi ekki að skilja eftir brot í framamöguleik- um manna.“ Sigrún: „Mér fannst ég svo alvar- lega þurfa að vera til staðar á heimili mínu þessi ár sem börnin voru minnst, auðvitað á móti makanum, að það kom númer eitt. Ég hélt mér við og var að safna dýrmætri reynslu í starfi, datt aldrei út, og ég var einnig að safna mér dýrmætri persónulegri reynslu.“ Og Sigrún heldur áfram: „Við skiptum með okkur störfum eftir að yngsta barnið okkar fæddist, þannig að Brynjar vann fyrir hádegi og ég vann eftir hádegi, þangað til hann fór á leikskóla tveggja ára gamall. Þá var ég við kennslu og hafði þau forrétt- indi vegna menntunar minnar að geta skipt um starf, þannig að þetta var mögulegt. Þennan tíma drógum við saman seglin fjárhagslega. Við hefðum auðvitað getað hugsað okk- ur að vera með allt aðra neyslu, en þetta dugði. Við lifðum líka svo lengi sem námsmenn að við vorum vön því að hafa lítið á milli handanna. En ég geri mér auðvitað grein fyrir því að sumir yrðu það tekjulitlir að það gengi ekki upp.“ Félagabindindi Brynjar og Sigrún hafa markvisst varið fjölskylduna. Þau voru í algjöru félagabindindi fyrstu árin, þótt margt togaði í þau. En þau voru mjög ákveðin í því að það væri alltaf annað hvort þeirra til staðar heima hjá börnunum, þegar þau væru ekki á dagvist. Sigrún: „Það að Brynjar skyldi byrja í pólitíkinni 1978 var eitt af því fáa sem okkur greindi á um. Einmitt þetta ár fæddist yngsta barnið. Ég man eftir því að við ræddum þetta nokkuð. Það varð úr að Brynjar fór inn í eina nefnd og annað pólitískt starf sem því fylgir, en það kom í ljós að það var full snemmt fyrir okkur. Ég fór svo ekki inn fyrr en einu kjör- tímabili síðar, eða 1982. En þarna urðu nokkur orðaskipti á milli okk- ar, sem svo eðlilega jöfnuðu sig með tímanum.“ Vissir kostir að ráða tíma sínum sjálfur Brynjar: „Arið okkar í Reykjavík vann ég á verkfræðistofu og réð ekki 31
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.