19. júní


19. júní - 19.06.1989, Blaðsíða 44

19. júní - 19.06.1989, Blaðsíða 44
þær koma alveg að þessu glerþaki valdsins og þá uppgötva þær að allt sem þær hafa þó gert dugir ekki til. Við göngum inn í kerfin, það tekur okkur alla ævina að læra á þau, læra að hegða okkur, tala gera . . . og þegar við erum loksins búnar að öllu saman er ævin á enda. Og dugar ekki samt. Nýsköpun hlutverka Þórunn: Það er af því að við höfum gengið inn í ákveðið hlutverk, það sem karlmennirnir hafa búið til handa okkur. Þegar við förum út í atvinnulífið eru það þeir sem hafa mótað leikreglurnar. Ég heyrði ág- æta dæmisögu um daginn um konur á krossgötum. Sú fyrsta sem kom að krossgötunum var nakin og svo komu þær hver af annarri. Þar kom gleðikona á rauðum kjól, nunna í sín- um kufli, kona í tweed-dragt og með stresstösku, ein í gráum kjól sem kom beint úr uppvaskinu. Þessar konur settust allar á krossgötur og allar vildu þær gefa nöktu konunni fötin sín. Þær höfðu allar eitthvað að segja um sitt hlutskipti. Nakta konan afþakkaði föt. Konurnar fóru að vorkenna hver annarri, svo fóru þær að kenna hver annarri um. Síðan tóku þær til ráðs að spretta upp flík- unum sínum og sauma nýjar handa sér. En nakta konan þáði engin klæði. Hún stóð upp og fór, hélt áfram að næstu krossgötum. Við er- um svona, allar í einhverjum hlut- verkum. Göngum við sjálfviljugar inn í þau, verðum við ekki að skapa ný? Ms: Þetta er nú kannski hugsunin á bak við Kvennalistann, Þórunn, að sauma nýja flík handa okkur. Þórunn: Ég veit það. Ég hef líka oft hugsað um það í sambandi við Kvennalistann, hvað þið hafið mikið frelsi þegar þið stofnið nýjan flokk. Þið standið allar jafnfætis. Hanna Maja: Já. Og alveg er ég viss um að það er tíu sinnum erfiðara að taka þátt í stjórnmálastarfi innan flokks, sem hefur völd og áhrif. Að þurfa að gera tvennt í senn, taka þátt í að byggja upp stefnumál flokksins og um leið að vera að reyna að sauma nýja flík. Það ætti auðvitað að ríkja mjög gagnkvæm virðing á milli þess- 44 ara kvennahópa enda hef ég aldrei skilið hvernig hægt er að etja saman konum innan flokka og konum í öðr- um kvennahreyfingum. ... og enn um valdið Jón: Má ég koma með innlegg — það varðar valdið sem við höfum verið að ræða og áráttu kvenna fyrir auknu valdi. Hugsi maður um þetta á dálítið hærra plani en á stjórnmála- planinu og velti fyrir sér, hvað það nú er sem geri mann gæfusaman, ja — hver sé nú tilgangur lífsins. Þá er ég viss um að við værum öll sammála um að það væri ekki vald. Hvers vegna er þessi kynslóð okkar svona fíkin í vald? Ég hef það á tilfinning- unni að krakkarnir okkar hafi örg- ustu skömm á þessu príli upp stjórn- málastigana! Ms: Hvaða vald áttu við? Erum við að tala um völd til að ráða yfir öðrum eða vald yfir eigin örlögum. Konur eru kannski bara að reyna að taka það vald sem karlar hafa haft til að setja þær í hlutverk svo þær geti sjálfar ráðið hlutverkunum. Soffía: Ég lít á vald sem tæki fyrst og fremst. Manni þykir eitthvað svo mikilvægt að maður er tilbúinn til að berjast fyrir því. Og mikilvægum málum er ekki hægt að koma fram nema hafa til þess möguleika og sá möguleiki er vald. Og ég geri grein- armun á hvort þetta eru yfirráð eða tæki til að koma fram málum. Og ég er viss um að það gefur fólki bæði lífshamingju og lífsinnihald einmitt að ganga á hönd einhverjum þeim hugsjónum, sem skiptir það máli, að vinna að því að draumur verði veru- leiki. Hanna Maja: Marilyn French hef- ur komið fram með mjög spennandi hugmynd um tilurð valdsins. Hún segir að karlmenn hafi tekið sér vald yfir konum þegar þeir uppgötvuðu að karlinn getur stýrt náttúrunni. Áður litu þeir á konur sem hluta af náttúrunni, þær ólu börnin og virtust geta ráðið því hvort lífið héldi áfram eða ekki. Karlinn uppgötvaði svo sinn hlut í þeirri sköpun en um leið aðgreinir hann sig frá náttúrunni, tel- ur sig geta haft völd yfir henni, lífrík- inu og konunni. Þar með hefst valda- fíknin. Karlmaðurinn hefur sig á Soffía Guðmundsdóttir / „Eg lít á vald sem tœki fyrst og fremst. Manni þykir eitthvað svo mikilvœgt að maður er tilbúinn til að berjast fyrir því. Og mikilvœgum málum er ekki hœgt að koma fram nema hafa til þess mögu- leika og sá möguleiki er vald. Og ég geri greinarmun á hvort þetta eru yfirráð eða tæki til að koma fram málum. Og ég er viss um að það gefur fólki bœði lífs- hamingju og lífs- innihald einmitt að ganga á hönd ein- hverjum þeim hug- sjónum, sem skipta það máli, að vinna að því að draumur verði veruleiki. “
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.