19. júní


19. júní - 19.06.1989, Blaðsíða 68

19. júní - 19.06.1989, Blaðsíða 68
Reykjavík, og var Árni Kristjánsson píanóleikari aðal- kennari hennar þar. Jórunn lauk burtfararprófi frá Tónlistarskólanum ár- ið 1936 og ári síðar stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík. Þá hélt hún til framhaldsnáms við Tónlistar- háskólann í Berlín og var þar næstu tvö árin eða þar til heimsstyrjöldin skall á. Þá kom hún heim, og árið 1940 giftist hún skólabróður sínum úr Menntaskólanum, Lár- usi Fjeldsted, sem nú er látinn fyrir nokkrum árum. Börn þeirra urðu þrjú. Jórunn Viðar fór til Bandaríkjanna árið 1943 þar sem hún stundaði nám í píanóleik og tónsmíðum við Juilliard Tónlistarháskólann í New York til ársins 1943. Allt frá því er Jórunn Viðar kom heim til íslands í Kvennaheimilið Hallveigarsíaðir Ttingötu 14, Reykjavík Höfum til leigu 160 fermetra sal fyrir fundi, veislur, fermingar, erfiveitingar, o.fl. Ennfremur er til leigu 70 fermetra salur. Upplýsingar hjá húsverði í síma 13785 kl. 13.00 til 15.00 alla virka daga. stríðslok, hefur hún verið ein af frumkvöðlum í íslensku tónlistarlífi, og hún hefur rutt nýjar brautir. Jórunn er fyrsta íslenska kventónskáldið, sem kveður að, og Iengi vel var hún eina konan í Tónskáldafélaginu. Eftir Jórunni Viðar liggur mikill fjöldi tónverka. Hún samdi balletttónlist Eldurinn og Ólafur Liljurós, m.a. í tilefni af opnun Þjóðleikhússins á sínum tíma, einnig tónlist við kvikmyndina Síðasti bærinn í dalnum. Þá hefur Jórunn samið mörg píanóverk, kammerverk fyrir ýmis hljóðfæri að ógleymdum konsert fyrir píanó og hljómsveit, sem hún frumflutti sjálf með Sinfóníuhljóm- sveit íslands fyrir nokkrum árum. Jórunn Viðar hefur ætíð lagt rækt við samningu söng- verka, og eru þau rík að margbreytileika. Þar er að finna kórverk, einsöngslög, þulur og þjóðlagaútsetningar. Texta hefur hún sótt til góðskálda á fyrri tíð, og löngum hefur hún verið fundvís á ljóðperlur samtímaskálda, sem oft og einatt voru umdeild. Þar hefur ratvísi Jórunnar verið einstök. íslenskum þulum ogþjóðvísum hefur hún gefið nýtt líf, og sönglög hennar hafa notið mikilla vin- sælda. Þau eru breytileg að gerð, en falla ævinlega með svo eindregnum hætti að anda og inntaki þeirra ljóða, sem voru kveikjan að þeim. Svo sem vænta má af píanóleikaranum Jórunni Viðar gegnir píanóið veglegu hlutverki í sönglögum hennar. Síðustu tólf árin hefur Jórunn kennt við Söngskólann í Reykjavík, og hafa þar margir söngvarar og söngvara- efni notið góðs af leiðsögn hennar, atorku, ósérhlífni og listfengi. 19. júní árnar þeim Jakobínu Sigurðardóttur og Jór- unni Viðar allra heilla á komandi tíð, biður þær vel að lifa og lengi. Teppaland — Dúkaland Grensásvegi 13,108 Reykjavík 68
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.