19. júní - 19.06.1989, Blaðsíða 10
„ Til greina
kemur að setja í
reglur að
einungis megi
gera tilraunir á
fóstri því til
hagsbóta, til að
athuga hvort
það sé sjúkt eða
til að lœkna í því
sjúkdóm. Síðan
verður að fá
samþykki
eigendanna til
að fá að
eyðileggja
fóstrið.
Víkjum talinu aftur að glasafrjóvgunarað-
gerðum sem fyrirhugaðar eru á næsta ári á
Landspítalanum. Erlendis fara fram rann-
sóknir og tilraunir með egg og fósturvísa í
tengslum við þessar aðgerðir. Býstu við að
svo verði einnig hér á Landspítalanum?
Það má búast við að sú spurning komi
upp. Þeir sem stunda þessa meðferð verða
að fylgjast með þessum rannsóknum og því
sem er að gerast nýtt á þessu sviði. Þá er stutt
í það að menn vilji sjálfir gera sínar rann-
sóknir. Þá erum við komin í nokkurn vanda.
Aðgerðin sjálf er ekki svo vandasöm frá sið-
ferði eða lögfræðilegu sjónarmiði. Þar eru
notaðar kynfrumur frá hjónum, egg og sæð-
isfrumur hjóna, og því ekki um slíkan vanda
að ræða. Þegar kemur að tilraunum með
frjóvgað egg, sem við getum kallað fóstur-
vísi, þá kemur að því siðfræðilega og spurn-
ing um hvort það geti staðist.
Hvaða tryggingu hefur fólk fyrir því að
egg eða fósturvísar sem það á verði ekki
notuð til tilrauna eða jafnvel af öðrum?
Fósturvísar sem ekki eru notaðir við að-
gerðina eru frystir og það má nota þá síðar,
t.d. í næsta mánuði, hafi aðgerðin ekki tek-
ist. Þá gengst konan undir mun einfaldari
aðgerð, hún þarf þá aðeins að fá ísetta fóst-
urvísa. Ef þessir fósturvísar eru ekki notaðir
á þennan hátt er mikill vandi á höndum. A
hvern hátt á að nota þá og ekki síður ef það á
ekki að nota þá.
Hvað er gert við þessa afgangs fósturvísa í
dag?
Þar sem til eru lög um þetta, eru í þeim
ákvæði um þessi atriði. Fósturvísarnir eru þá
taldir eign konunnar eða hjónanna og má
ekki ráðstafa þeim á neinn hátt án samþykk-
is hennar eða þeirra. Ef það eru leyfðar
tilraunir á fóstrum þá er það innan ákveð-
inna tímamarka. Tilraunir eru þá gerðar á
fóstri sem er viku eða tveggja vikna gamalt,
þroskinn má ekki vera kominn lengra. Til
greina kemur að setja í reglur að einungis
megi gera tilraunir á fóstri því til hagsbóta,
til að athuga hvort það er sjúkt, eða til að
reyna að lækna í því sjúkdóm. Síðan verður
að fá samþykki eigendanna til að fá að eyði-
leggja fóstrið.
Er hægt að tryggja það á einhvern hátt að
fósturvísar séu ekki misnotaðir?
Það er hægt að gera ráðstafanir til að
reyna að tryggja það, en það er sjálfsagt
hægt að misnota þetta eins og allt annað, ef
menn hafa þann ásetning.
Þegar íslenskar konur fara í þessa aðgerð
til Bretlands eru þær látnar skrifa undir að
þær beri sjálfar ábyrgð á aðgerðinni. Gerir
þú ráð fyrir að þetta verði einnig gert hér?
Við erum ekki vön því að gera slíka samn-
inga, hvorki læknar né sjúklingar, en þetta
er tíðkað mjög erlendis, ekki aðeins við
þessar aðgerðir. Það hefur ekki komið til
tals að það verði gerðir slíkir samningar hér.
Er glasafrjóvgun dýr aðgerð miðað við
aðrar læknisaðgerðir?
Sé hún gerð erlendis kostar hún fyrir
utan ferðir og uppihald um 170 þúsund
krónur. Við gerum ráð fyrir að hún verði
heldur ódýrari hérna. Sé miðað við aðrar
læknisaðgerðir er hún e.t.v. ekki svo dýr,
hún er talin ódýrari en að skipta um
mjaðmarlið og mun ódýrari en
hjartaaðgerð.
Hún er þá ekki svo dýr í raun?
Það fer eftir því hvernig á það er litið.
Við getum spurt hvers virði hver
einstaklingur sé þjóðfélaginu.
Hvernig skiptist kostnaðurinn?
Tryggingastofnun greiðir kostnaðinn af
aðgerðinni að fullu nú, við hina erlendu
stofnun. Fólkið greiðir sjálft annan
kostnað sem af þessu hlýst, svo sem ferðir
og uppihald. Þegar aðgerðin verður að öllu
leyti gerð hér á landi er það spurning hver
eigi að greiða þennan kostnað. Það er
ýmislegt sem styður það að fólkið sjálft
taki þátt í kostnaðinum. Þá kæmi til greina
að það greiddi fjórðunginn. Það sem mælir
með þessu er í fyrsta lagi, að þetta fólk er
fullfrískt og með fulla starfsorku og hefur
þess vegna alla möguleika á að afla sér
tekna, sem sjúkur maður hefur ekki. í
öðru lagi er ekki um einstakling að ræða,
heldur eru þau tvö um þetta og vinna
oftast bæði. í þriðja lagi vill fólk mikið á
sig leggja til að eignast barn og því eru
langflestir reiðubúnir til að taka þátt í
þessum kostnaði, og í fjórða lagi gæti það
orkað tvímælis siðferðilega að taka allt
þetta fé úr sjúkrasjóði, úr sameiginlegum
sjóði sem er ætlaður öllum sjúkum, því
hann kemur varla á næstunni til með að
duga fyrir öllu því sem hægt og æskilegt er
að gera fyrir sjúkt fólk. En þar sem þetta
er mannúðarmál eins og ég sagði áðan, er
sjálfsagt að sjúkratryggingasjóður gréiði
þetta að hluta.
Þú sagðir áðan að hver kona fengi að fara
þrisvar í glasafrjóvgunaraðgerð nú. Verður
konum gert kleift aö koma oftar í aögerð
þegar þær hefjast hér á Landspítalanum?
Það má vel vera, við vitum ekki hversu
mikil aðsókn verður svo það er erfitt að
segja fyrir um það nú. Við vitum að það
verður að vera viss lágmarks aðsókn til þess
að svona eining geti starfað og starfsfólkið
haldi nauðsynlegri þjálfun. Þá þarf að hafa
vissan fjölda viðfangsefna í hverri viku. Það
væri æskilegt að við gætum boðið hverri
konu upp á fleiri tilra.unir.
Gerið þið ráð fyrir að geta tekið á móti
fólki í tæknifrjóvgun frá öðrum löndum?
Já, það er vel hugsanlegt að við gætum
annað því, t.d. nágrannalöndum. Það er
geysileg eftirspurn eftir þessari meðferð
mjög víða.
10
Á.R.J.