19. júní - 19.06.1989, Blaðsíða 16
jafn heppnir í dag. Eitt par (eflaust fleiri) var að fá
þann úrskurð að eggin þeirra hefðu ekki frjóvgast.
Þetta eru hjón sem eru komin langt að og eru hér í
fjórða sinn. En þetta er þeirra vandamál og hefur
gerst í öll skiptin. Næst á að prófa nýja aðferð til þess
að frjóvga eggin hjá þeim, en þeir eru mjög framarlega
hérna í rannsóknum á öllum þeim þáttum sem
eitthvað getur verið að.
Ég vona innilega að það gangi vel hjá þeim næst.
Ekki veitir þeim af góðum stuðningi og mér fannst svo
gott að heyra að þau ætla ekki að gefast upp. Það er
nefnilega málið. Ekki gefast upp — sjá alltaf fram á
veginn — nýir möguleikar eru alltaf í augsýn, slíkar
eru framfarirnar. Hér er líka kona sem er hér í 7. sinn
— hún ætlar ekki að gefast upp. Mér finnst það gott
hjá henni, þó svo að ég myndi ekki fara í þetta svo oft
(segi þetta kannski núna — því dagurinn í dag hefur
verið átök — aldrei að vita nema ég fari aftur og aftur
ef þetta tekst ekki í þetta sinn). En eins og þú hefur
lesið þá er lífið hér ekkert annað en egg og aftur egg.
Að kvöldi 10. dags.
Síðustu dagar hafa verið ljúfir, en mikil spenna. Ég
á að fá stóru sprautuna í kvöld kl. 11. Stóra sprautan
er sú sem er gefin til þess að ákvarða egglosið, og
gerist það nákvæmlega 36 stundum seinna, og þá
verða eggin tekin. Ég er með 6 góð egg segja
sérfræðingarnir og eru þau orðin 18 mm. En það er
stærð eggjanna sem ákvarðar hvenær stóra sprautan er
gefin. Þetta er allt skoðað í sónar. Hér er um tvenns
konar sónar að ræða. Einn venjulegan eins og þann
sem konur þekkja frá Landspítalanum, þar sem tæki
er sett á magann, s.s. utanfrá, en hinn sónarinn er
þannig að eggin eru skoðuð neðanfrá, s.s. tæki sett
neðst í leggöngin og þannig geta þeir séð allt sem inní
okkur er og mun nákvæmar en með hinum, að því að
mér er tjáð af sérfróðum. Samskonar tæki er notað
þegar eggin eru tekin, en þetta tæki heitir á ensku
„ultra scan-vaginal“.
Eitt þarf ég að segja þér sem er mjög merkilegt. Hér
sést ekki hefðbundinn „kvenskoðunarstóll“ — þvílíkur
léttir. Ég held að því sé þannig farið með allar
(flestar) konur að þennan stól og þá stellingu sem
honum fylgir eiga þær erfitt með að þola. En hér er
ekki um slíkt að ræða. Stóllinn sem notaður er t.d. í
fína sónarnum er ekkert líkur þessum hefðbundnu
stólum, og slaka því konur vel á þegar þær leggjast á
óhefðbundna bekkinn og allt óöryggi fer út í veður og
vind.
Ætli ég skrifi þér ekki næst línu, þegar þetta er
yfirstaðið.
15. dagur
Eggin voru sett upp í gær. Þvílík upplifun. En ég
byrja þar sem frá var horfið síðast, svo þú fáir þetta
allt í réttri röð. Eggin voru tekin að morgni 12. dags.
Farið var með mig í „leikhúsið" (en skurðstofa á
ensku er „Theater"). Þar voru þessir líka öðlingar, en
aðgerðin var gerð með „vaginal-ultra scan“, en 95% af
aðgerðunum eru gerðar á þennan hátt. Þá er farið í
gegnum leggöngin og sett gat á eggjastokkana (sem
þeir fylgjast með í sjónvarpstæki) og eggin soguð upp.
Þannig eru bestu eggin tekin, en þau sem minni eru
eru látin eiga sig. Síðan eru þau sett í vökva og geymd
þar til aðgerð er lokið. Sumar konur lenda í því að
eggin eru tekin í gegnum kviðspeglun en mér skilst að
16