19. júní - 19.06.1989, Blaðsíða 82
KONUR HJÁ REYKJAVÍKURBORG:
RÝR LAUN
EN GÓÐUR STARFSANDI
JafnréttisnefncL Reykjavíkurborgar hefur látið gera
könnun á stöðu og kjörum kvenna sem starfa hjá
Reykjavíkurborg en meginástœðan fyrir þessu framtaki var
sú staðreynd að lítið var vitað um aðbúnað og kjör starfandi
kvenna hjá Reykjavíkurborg og almennt á íslenskum
vinnumarkaði. Tvœr konur voru ráðnar til verksins, þœr
Hansína B. Einarsdóttir, cand. mag og Herdís Dröfn
Baldvinsdóttir vinnusálfrœðingur. Helstu niðurstöður
könnunarinnar voru þessar:
* Stór hluti kvenna sem starfa hjá
Reykjavíkurborg hafnaði á vinn-
ustað fyrir tilviljun. Rúmlega
þriðjungur kvenna valdi starf sitt
vegna áhuga og 15% vegna
menntunar.
* Tæplega helmingur kvenna hjá
Reykjavíkurborg er í fullu starfi,
rúmlega þriðjungur er í hálfu
starfi eða minna. 45% kvenna í
fullu starfi sjá einar um tekjuöfl-
un.
* 44% þátttakenda í könnuninni
hafa starfað í fimm ár eða skem-
ur hjá Reykjavíkurborg. Aðeins
7% hafa starfað þar lengur en 20
ár.
* Almenn óánægja er með launa-
kjör en 60% kvenna í fullu starfi
hafa laun á bilinu 35—55 þús. kr.
á mánuði. 6.2% kvenna hafa
lægri laun, en þriðjungur hefur
mánaðarlaun yfir 55 þús. kr.
* Hlunnindi í starfi eru lítil og rýr.
Aðeins þriðjungur þátttakenda
taldi einhver hlunnindi fylgja
starfi. Af þeim má helst nefna
sundlaugar- og strætisvagna-
miða, forgang að dagheimilum
ogniðurgreittfæði. 10% þátttak-
enda fengu bílastyrk og 7% fata-
styrk.
* Aðbúnaður á vinnustöðum
Reykjavíkurborgar er mjög mis-
munandi. Tæp 60% þátttakenda
segja aðbúnað á vinnustað vera
ágætan eða góðan en um 40%
telja hann sæmilegan eða léleg-
an. Helst var kvartað undan lé-
legri loftræstingu, slæmri hvíld-
araðstöðu og tæknibúnaði.
* Samskipti á vinnustöðum
Reykjavíkurborgar virðast með
nokkrum ágætum. Einna best
eru samskipti við samstarfs-
menn, en nokkurrar óánægju
gætir með samskipti við yfir-
menn.
* Starfsandi á vinnustöðum
Reykjavíkurborgar virðist
sömuleiðis góður. Tæplega
fjórðungur þátttakenda telur
hann vera sæmilegan eða lélegan
og er það breytilegt eftir starfs-
greinum.
* Aðeins 20% kvenna sem starfa
hjá Reykjavíkurborg telja sig
eiga möguleika á stöðuhækkun í
starfi. Flestar telja að þær hafi
ekki möguleika á stöðuhækkun
vegna eðli starfsins, oft kemst
viðkomandi ekki hærra á sínum
vinnustað eða skortir þá mennt-
un sem til þarf. Nokkuð er um að
andstaða yfirmanns komi í veg
fyrir stöðuhækkun að mati þátt-
takenda.
* 40% hafa áhuga á ábyrgðar-
meira starfi. Flestar segja það
vegna eigin hæfileika eða
reynslu. Möguleiki á betri launa-
kjörum er önnur aðalástæðan.
* Flestar hinna sem ekki vilja
ábyrgðarmeira starf eru ánægð-
ar í núverandi stöðu, aðrar
skortir menntun eða starfs-
reynslu þá sem krafist er. Nokk-
uð oft kom fram hjá konum að
ábyrgð á heimili og börnum væri
mikil og við óbreyttar aðstæður
treystu þær sér ekki til þess að
bera meiri ábyrgð á almennum
vinnumarkaði.
* Flestar töldu að betri launakjör
myndu mest breyta ytri aðstæð-
um þeirra. I öðru lagi vilja þátt-
takendur að þeim verði gert auð-
veldara að afla sér menntunar og
þekkingar. Sveigjanlegur vinnu-
tími og samfelldur skóladagur
barna myndi breyta miklu í ytri
aðstæðum.
* Þær breytingar sem kæmu sér
best í tengslum við vinnu eru því
fyrst og fremst bætt launakjör.
Annað sem kæmi sér vel væri
námskeiðahald og fræðsla svo og
betri aðbúnaður á vinnustað.
* Langflestir þátttakenda höfðu
áhuga á því að fræðslu- og
menntunarmöguleikar þeirra
yrðu bættir. Nokkur áhugi er
fyrir námskeiðum í mannlegum
samskiptum og sjálfstrausti, svo
og almennri fræðslu um málefni
líðandi stundar.
* Tæpur fjórðungur telur að ekki
sé jafnrétti á vinnustað. Þetta á
fyrst og fremst við þá vinnustaði
þar sem bæði kynin vinna. Stór
hluti þátttakenda vinnur á
kvennavinnustöðum og var því
spurningin tiltölulega marklítil.
* Tæplega 13% kvenna sem tóku
þátt í þessari könnun töldu að
þær hefðu einhvern tíma orðið
fyrir kynferðislegri áreitni á
vinnustað. Hér var spurt um
kynferðislega áreitni á einhverj-
um vinnustað og eru því engar
heimildir fyrir því að sú áreitni
hafi átt sér stað á vinnustöðum
Reykjavíkurborgar fremur en
öðrum vinnustöðum þar sem
þær hafa áður starfað.
82