19. júní


19. júní - 19.06.1989, Blaðsíða 42

19. júní - 19.06.1989, Blaðsíða 42
Jón Björnsson „Ég er ekki fráþví að sú gerjun, sú upp- stokkun, sem gætir, felist einmitt að hluta til í leit að nýjum leikreglum. Fremur þó í því að við erum með gamla flokka sem einu sinni urðu til fyrir ákveðinn lífs- háska, sem menn hnöppuðu sér saman um. Menn völdu sér form og leikreglur eftir því sem málefnin gáfu tilefni til, á sama hátt og Kvennalistinn eða kvenna- heyfingarnar gerðu síðar. Og svo allt í einu er þessi lífsháski farinn og þetta eru orðnar einhverjar stofnanir, sem eiga meira skylt við stein- steypuminnisvarða en lifandi fólk. “ myndafræði flokkanna, svo það er varla undarlegt þótt þær hafi átt erfitt uppdráttar í flokkakerfinu. Þannig að maður hlýtur að spyrja: Verða flokkar ekki að leggjast af þegar þjóðfélagshættir breytast? Jón: En þarna ertu aftur að stilla upp andstæðum, fólki og flokki. Ef við værum heiðarleg myndum við segja nei, þennan kjósum við ekki aftur og hann væri horfinn. Við get- um ekki þvegið hendur okkar og lát- ið eins og þeir komi okkur ekki við. Hanna Maja: Til þess að flokkar geti breyst með þjóðfélaginu, þarf fólkið að hafa leiðir til að móta þá. Enn komum við að skipulaginu og leikreglunum sem eru fyrir hendi þar. Hugtakið mannréttindi er ekki ýkja gamalt en það er samt horn- steinn að þeirri hugmyndafræði, sem vestrænt þjóðskipulag ætlar sér að framkvæma. En ef við lítum á það pýramídafyrirkomulag, sem þar rík- ir, þá verður ljóst að það þjónar þess- um hornsteini ekki. Sú hugmynd að hver og einn eigi að hafa jafnan rétt til að þroskast og dafna í vorinu bjarta eins og Guðmundur Böðvars- son sagði, nær ekki fram að ganga. I pýramídanum er alltaf einhver á botninum. Eftir að fyrstu kjarnorku- sprengjunni var varpað, held ég að fólki hafi orðið ljóst að nú þurfti að breyta til. Getum við falið einhverj- um aðilum að fara með öll völd sem snerta líf okkar og framtíð barnanna okkar. Maður spyr sig: hvað er að? Og ég held það sé þetta pýramídafyr- irkomulag, fámennisstjórnin. Þórunn: En hvað þarf að gera, hvað vilt þú gera. Láta allt fljóta? Hanna Maja: Ég vil að fólk geti borið meiri ábyrgð. Soffía: Hvernig förum við að því? Hanna Maja: Með því að draga úr pýramídanum sem alltaf kúgar þá sem eru fyrir neðan miðju. Núna er öllum gert að fara að sömu leikregl- um, hvort sem þeir hafa samþykkt þær í upphafi eða ekki. Öll erum við neydd til að feta okkur upp stigana, upp á toppinn. „Farvegir frelsisins"? Ólafur: Án leikreglna? Þá er það bara frekjan sem gildir! Soffía: Við höfum séð tilraunir í þá átt að létta á þessu skipulagi, grasrót- arhreyfingar hafa verið að feta sig áfram með þetta. Ms: Það er kannski einkenni á þeim nýju hreyfingum, sem fram hafa komið, lítum á Græningjana í Þýskalandi, á Kvennalistann hér . . . mjög oft er einmitt byrjað á því að hrófla við pýramídaskipulaginu og leikreglum þess. Fólki finnst þær standa í veginum. Ólafur: En venjulega kemur nú í ljós að sumir eru bara framtakssam- ari og virkari en aðrir, og taka sér umboð án þess að hafa verið kosnir formenn. Verður ekki einhver að fá umboð til að tala í nafni fólksins — svo er aftur annað mál hvað það er til langs tíma í senn. Þórunn: Og reglur eru nauðsyn- legar, rétt eins og í umferðinni. Hanna Maja: Ég er ekki að mæla gegn reglum, heldur að gagnrýna þær reglur sem viðgangast. Jón: Ég deili með þér þeirri gagn- rýni. Þær sem við höfum núna eru kannski þær skástu, en ef hægt er að finna eitthvað betra, þá er ég fús að reyna. Ég er ekki frá því að sú gerj- un, sú uppstokkun, sem gætir, felist einmitt að hluta til í leit að nýjum leikreglum. Fremur þó í því að við erum með gamla flokka sem einu sinni urðu til fyrir ákveðinn lífs- háska, sem menn hnöppuðu sér sam- an um. Menn völdu sér form og leik- reglur eftir því sem málefnin gáfu til- efni til, á sama hátt og Kvennalistinn eða kvennahreyfingarnar gerðu síð- ar. Og svo allt í einu er þessi lífsháski farinn og þetta eru orðnar einhverjar stofnanir, sem eiga meira skylt við steinsteypuminnisvarða en lifandi fólk. Þá verður aftur til grasrótar- hreyfing, fólk verður sem sagt að fara fram hjá flokkunum. Þórunn: Já, alls konar uppsprettur og farvegir sem fólk leitar í vegna þess að það fær ekki hljómgrunn í flokkum. Þetta tel ég reyndar afhinu góða, þetta er farvegur frelsisins. Fólk finnur sér farvegi fyrir sína starfslöngun eða hugsjónir. Þó það sé utan flokkanna er það af hinu góða, ég sé í því aukið tjáningar- frelsi. En það vantar allan stöðugleika, það er svo mikil ólga og það vantar 42
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.