19. júní


19. júní - 19.06.1989, Blaðsíða 67

19. júní - 19.06.1989, Blaðsíða 67
HEIÐURSLAUNAFLOKKINN Húslestrar voru lesnir t.a.m. Vídalínspostilla, og rím- ur voru kveðnar á vökunni. Bóklestur af þessu tagi tíðkaðist einnig á öðrum heimilum þar um slóðir á upp- vaxtarárum Jakobínu. Hún fór úr foreldrahúsum skömmu eftir fermingaraldur. Ekki var heimanförin gerð til skólanáms svo sem hugur hennar stóð til, heldur til þess að vinna og létta á barnmörgu heimili foreldra. Um tíma vann hún fyrir sér í sveit sunnanlands, en settist síðar að í Reykjavík, stundaði nám við Kennaraskólann og vann skrifstofustörf um nokkurt skeið. Síðar fluttist hún norður í land, að Garði í Mývatnssveit, og þar hefur hún búið síðan. Eiginmaður Jakobínu er Þorgrímur Starri Björgvinsson bóndi, og eiga þau fjögur börn. Fyrstu bækur Jakobínu eru ævintýrasagan um Snæbjörtu Eldsdóttur og Ketilríði Kotungsdóttur og ljóðabókin „Kvœði“, sem út komu árin 1959 og 1960. Þá tók hún til við smásagnagerð, og smásagnasafnið „Punktur á skökkum stað“ kom út árið 1964. Var þá skammt yfir í skáldsöguna, en „Dœgurvísa“, hópsaga, sem gerist í Reykjavík á einu dægri kom út árið 1965. Næst kom svo „Snaran“ árið 1968, og sló óhug á marga við þá framtíðarsýn, sem þar er dregin upp; öðrum sveið hirtingin. Ádeilan er markviss og formið meitlað. Aðeins ein persóna talar, viðmælandi er nærstaddur, en í honum heyrist ekki. Þá gerði Jakobína hlé á skáldsagnagerð um hríð, en tók aftur til við smásögur. „Sjö vindur gráar“, safn smá- sagna kom út árið 1970. Árið 1974 kom svo skáldsagan „Lifandi vatnið“ þar sem greinir frá Pétri Péturssyni verkamanni, uppruna hans og umhverfi, lífi hans og hans fólks í fortíð og nútíð. Enn kom skáldkonan í Garði á óvart með skáldsög- unni „1 sama klefa“ árið 1981, kyrrlátri sögu og orðfárri, en áleitinni. Tvær konur ræðast við næturlangt á leið suður, í sama klefa á strandferðaskipi. Önnur segir hinni frá lífi sínu þar sem fátt virðist hafa borið til tíðinda og þó. Lesenda er hér margt eftir skilið að ráða í. Jakobína Sigurðardóttir hefur einnig ritað fjölda blaðagreina um margvísleg efni, þjóðfrelsis- og menn- ingarmál, jafnréttismál og mannréttindi. Hún hefur samið ritgerðir og útvarpserindi. Ritferill Jakobínu Sigurðardóttur er merkilegur og sérstæður. Hún hefur ekki valið sér auðvelda leið sem rithöfundur. Með hverri nýrri bók, sem frá henni hefur komið hefur hún skipt um ham og komið fram með eitthvað nýtt og gerólíkt því fyrra, ekki einungis miðað við eigin verk, heldur bókmenntalega nýsköpun. Að þessu leyti hefur hún sérstöðu meðal íslenskra skálda. Lesendur hafa dáðst að kunnáttu hennar í ritmennsku, auðugu orðfari þar sem hver persóna hefur sitt eigið tungutak, ögun hennar og heiðarleika gagnvart við- fangsefnunum hverju sinni samfara listfengi og skap- hita. JORUNN VIÐAR „Ég hef fengið listamannalaun hátt á þriðja tug ára og þau hafa komið sjálfkrafa. Ég hef aldrei beðið um þau en ég er þakklát fyrir. Heiðurslaunin í ár komu mér á óvart og þau eru mér uppörvun og hvatning. Það er heiður að komast í þennan flokk og þar hafa ekki margar konur setið áður. Ég hef alltaf verið aðdáandi Jakobínu Sigurðardóttur og þykir skemmtilegt að fylgja henni inn í þennan heiðurslaunaflokk. í þeim felst viðurkenning sem mér finnst tákna það að eitthvað í minni músík sé verðmætt í augum annarra.“ Jórunn Viðar er Reykvíkingur, dóttir hjónanna Ein- ars Viðar og Katrínar Viðar f. Norðmann. Listgáfuna sækir hún í báðar ættir, og hún er alin upp við tónlist. Faðir hennar var ágætur söngvari og lærði til söngs í Kaupmannahöfn hjá Ara Jónssyni fyrsta íslenska óperu- söngvaranum. Einar Viðar var skammlífur og lést er Jórunn var aðeins fjögurra ára að aldri. Móðir hennar Katrín Viðar lærði píanóleik hér heima og erlendis, í Berlín. Hún var um langt skeið mikilvirkur píanókennari í Reykjavík og hefur trúlega kennt fleiri Reykvíkingum tónlist og píanóleik en nokkur annar. Einnig rak hún eigin hljóð- færaverslun um árabil. Katrín er nýlátin. Jórunn lærði fyrst hjá móður sinni, en síðar hjá Páli ísólfssyni. Þá lá leiðin í nýstofnaðan Tónlistarskóla í 67
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.