19. júní - 19.06.1989, Blaðsíða 22
sín. Henni brá þegar hún heyrði David
stinga lyklinum í skrána. Hún tróð blaðinu í
vasann og stóð upp til að taka á móti honum.
Hann var brosandi þegar hann kom
inn, þessi ljóshærði gullni piltur úr Heil-
brigðisráðuneytinu, stofnuninni sem hafði
fyrirskipað að stúlkufóstruin skyldi eytt. í
fyrstu hafði hún verið sannfærð um að hann
ætti þar engan hlut að máli. Því hélt hann
sjálfur fram en núna var hún í fyrsta skipti í
vafa. Hann faðmaði hana blíðlega og kyssti
hana á kinnina. Síðan leit hann eftirvænting-
arfullur í augu hennar. „Jæja?“ sagði hann
óþreyjufullur. Hún reiddist honum skyndi-
lega. Sá hann það ekki? Gat hann ekki séð
eftir fimm ára hjónaband að hún væri bæði
reið og hrædd? Hún svaraði engu. Að
augnabliki liðnu tók hann hana aftur í fang-
ið.
Þau héldu lengi hvort utan um annað,
Kira gaf tárunum lausan tauminn og David
grét ineð henni. Hún tók fastar utan um
hann þegar hann byrjað að gráta og fann
hvernig hún elskaði þá hlið hans sem gat
fundið til og blíðu tilfinningarnar sem auð-
velduðu honum kænsku ef svo bar undir.
Eftir stutta stund jafnaði hann sig.
„Pantaðirðu tíma?“
„Nei,“ svaraði hún og það fór í taugarnar
á henni hvað hann gat verið ópersónulegur.
„Ég treysti mér ekki til þess. Ég skal gera
það á morgun,“ laug hún. Hann brosti við en
sagði ekkert. Hann losaði um bindið og fór
inn í svefnherbergið til að skipta um föt.
Þau sátu þögul við matarborðið. Kira var
þungt hugsi um það sem sagt var í bæklingn-
um, og David hugsanlega um vinnuna eða
jafnvel um helgaráformin, hún vissi það
ekki. Eftir matinn ráfaði hún aftur inn í dag-
stofuna. Hún hafði eldað, hann varð að
ganga frá. Á meðan hún virti fyrir sér inarg-
breytileika borgarinnar fyrir neðan hana,
barst til hennar skarkalinn úr eldhúsinu þar
sem hann var að þvo upp og ganga frá pott-
um og diskum.
Þau háttuðu snemma. David vildi að þau
elskuðust og lét eins og þá yrði allt gott á ný,
en Kira neitaði, blíðlega en ákveðið. „Ég vil
eiga eina nótt ein með barninu mínu ef þeir
ætla að taka hana á morgun.“ David kinkaði
bara kolli, vonsvikinn og dálítið ráðvilltur
yfir því að geta ekkert gert. Hann sat og
hallaði sér upp að koddanum sínum, gyllt
hárið úfið, bringan ber og vöðvarnir voru
spenntir þegar hann fletti blaðsíðum í bók.
Hann gaut af og til augunum á hana og snerti
fótlegg hennar þar sem hún lá og starði til
lofts. Himinblá augu hans mættu grænum
augum hennar og hann brosti.
„Þetta verður allt í lagi, elskan,“ sagði
hann.
„Það varð það ekki hjá Kam.“
„Þú færð aðeins það besta. Ég kem því til
leiðar. Ég vil að þú fáir aðeins það besta. Ég
get meira að segja tekið mér frí í vinnunni og
verið hjá þér á meðan. Viltu að ég geri það?“
Kira brosti. „Gefðu mér umhugsunarfrest
til morguns.“ David kinkaði kolli en hélt
ekki áfram að lesa. Þess í stað lokaði hann
bókinni, lagðist við hlið hennar og reyndi að
hughreysta óttaslegna og bitra eiginkonu
sína með blíðlegri snertingu.
Tunglsljósið flæddi óhindrað inn um
gluggana. Kira leit á klukkuna, hún var eitt
eftir miðnætti. David svaf þungum svefni við
hliðina á henni, en hún var búin að liggja
lengi vakandi. Hún gat ekki hugsað um ann-
að en konurnar í Barren sem héldu börnun-
um sínum. Tímunum saman hafði hún velt
fyrir sér þeim möguleika að flýja borgina, en
nú álasaði hún sjálfri sér fyrir kjánaskapinn.
Hún horfði á klukkuna og það skelfdi
hana hve tíminn leið hratt því hún vissi að
hún yrði að taka ákvörðun fljótlega. Nætur-
verðirnir við borgarhliðin myndu ekki
meina henni útgöngu núna, en á morgun
yrði nafnið hennar komið á skrá yfir konur
sem ættu að fara í fóstureyðingu. Engri
þeirra kvenna yrði leyft að yfirgefa borgina.
Kira hafði fram til þessa ekki skilið hvers
vegna það var svo en núna fór hana að gruna
að þeir óttuðust að of margar konur á barn-
eignaaldri myndu reyna að flýja til Barren,
ef slíkur staður var þá til.
Hún reis upp úr hjónarúminu og fór inn í
næsta herbergi til að klæða sig. Eins og
ósjálfrátt klæddist hún ferðafötum en á sama
tíma taldi hún sjálfri sér trú um að hún væri í
raun ekki búin að gera upp hug sinn. Fimm-
tán mínútum síðar stóð hún fyrir framan
hálf- fullan bakpoka sem hún átti frá skóla-
árunum og reyndi að ákveða hvað hún ætti
að setja í hann.