19. júní


19. júní - 19.06.1989, Blaðsíða 58

19. júní - 19.06.1989, Blaðsíða 58
það manni líka mikið að taka þátt í sýningum eins og á Hótel íslandi . . . sérstaklega þegar maður finnur að fólk tekur manni vel eftir öll þessi ár. Heldurðu að ef þú værir ung nú og að byrja að syngja að ferill þinn yrði frábrugðinn því sem hann hefur orðið — að tækifærin nú séu meiri og betri en hér áður? — Nei, það held ég ekki, og ég tel mig ekki vera samkeppnisfæra við söngkonur í dag. Ég fékk ágæt tækifæri — ég byrjaði að syngja með Svavari Gests 18 ára (1963) og það var toppurinn. Ef þetta er spurning um að vera á toppnum, þá er ég búin að vera þar. Ég er ánægð með mína söngævi og skammast mín ekki fyrir neitt; ja, nema fyrir gamlar upptökur, eins og plötuna „Gamlar hljóðritanir“ með söng Vilhjálms Vil- hjálmssonar sem gefin var út eftir að hann lést. Ég syng þar með honum og er mjög óánægð með það. Ég hringdi öskureið í Svavar Gests sem gaf plötuna út. Hann sagðist hafa valið það besta sem til var, en ég sagði að það væri bara ekki nógu gott. Ég hefði frekar viljað gefa út nýtt efni. Hvernig var að vinna í hljómsveit með Svav- ari? — Ég var ung þegar ég kynntist Svavari og kenndi hann mér margt gagnlegt. Hann var ein- ræðisherra í sinni hljómsveit og leið enga lausung á sviðinu í stóru né smáu, en mér líkaði það vel og kunni alltaf vel við hann. Hefur það bitnað á þínum söngferli hversu mikill karlabransi rokkið er? — Ja, maður fékk reyndar litlu að ráða í sam- bandi við hljómsveitirnar — varla hlustað á mann. Og mikla afbrýðisemi hefur maður mátt þola, bæði eigin maka (Anna er fjórgift) og hljómsveitarmeðlima. Auðvitað hefur þetta allt sett strik í reikninginn. Og margt heyrði maður sem þá var ekki talið — og reyndar ekki enn — hæfa kvenmannseyrum. Hins vegar eru mínir bestu vinir allir karlmenn — ég á fáar góðar vinkonur, sálusorgarar mínir eru karlkyns. Af hverju heldur þú að svo fáar konur séu í rokkhljómsveitum? — Þær giftast, og afstaða karlmanna hefur ekki mikið breyst: Konan á að vera heima. Fáir karlar geta tekið því að hún sé að koma fram á skemmtistöðum, nema þeir séu líka með . . . þeir setja henni einfaldlega stólinn fyrir dyrnar. Eitt af mínum hjónaböndum fór í vaskinn út af því — og ég hef alltaf barist við sömu gömlu afbrýðisemina. En karlmenn hafa gefið mér þá bestu lexíu sem ég hef lært og hún er sú að ég er sjálfstæð og þarf ekkert á þeim að halda. En hvað um þá sem þú vinnur með? — Eins og ég sagði áðan, fékk ég aldrei að ráða neinu, en nú er það ég sem er nafnið — hljómsveitin spilar undir hjá mér . . . ég held að sá sé munurinn, ekki að það séu breyttir tímar. Karlmenn reyna alltaf að pota manni í ákveðinn bás, en það gengur ekki með kerlingar eins og mig. En auðvitað eru alltaf góðir menn innan um. Hvað um karlkyns dansleikjagesti? — Ég hef nú ekki lent í neinum sérstökum vandræðum með þá, yfirleitt eru þeir mjög prúð- Tímaritið Húsfreyjan Tímaritið Húsfreyjan höfðar til kvenna á öllum aldri. í því er að finna fræðandi greinar, viðtalsþætti, handavinnu og matreiðsluþætti, og greinar um neytendamál. Ennfremur fréttir frá félagsstarfi kvenna hér á landi og erlendis. Því ekki að gerast áskrifandi, nýiráskrifendurfátvö blöð frá fyrra ári í kaupbæti. Áskriftarsími 17-0-44 svarar allan sólarhringinn. Húsfreyjan er málgagn Kvenfélagasambands íslands. Tímaritíð Húsfreyjan Hallvcigarstöðum - Sími 17044 - Póstliólf 133 - Reykjavík 58
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.