19. júní


19. júní - 19.06.1989, Blaðsíða 80

19. júní - 19.06.1989, Blaðsíða 80
HVAÐ ER AÐ GERAST HJA JAFNRÉTTISRÁÐI? Hjá Jafnréttisráði gildir sú starfsregla að í upphafi hvers árs er samþykkt starfsáœtlun fyrir árið. Par eru ákveðnir þeir málaflokkar sem leggja á áherslu á og verkefni tilgreind. Stór hluti af starfi ráðsins eru hins vegar föst verkefni, s.s. meðferð kœrumála, útgáfa Vogarinnar, nýja fréttabréfsins okkar o.fl. Hér verður ekki gerð grein fyrir þeim verkefnum heldur kynnt önnur verkefni sem samkvœmt starfsáætlun ráðsins verða unnin á árinu. Á miðju ári 1988 samþykkti ríkis- stjórnin að ráðuneyti og ríkisstofnan- ir skyldu vinna framkvæmdaáætlun til fjögurra ára þar sem tilgreindar yrðu þær aðgerðir sem viðkomandi ráðuneyti/ríkisstofnun fyrirhugaði til að vinna að auknu jafnrétti og jafnri stöðu kvenna og karla. Áætlanirnar tóku gildi um síðustu áramót. Þegar er hafin vinna hjá Jafnréttisráði við útgáfu bæklings þar sem fram verða settar leiðbeiningar um hvernig vinna megi að bættri stöðu kvenna og verður þar stuðst við framkvæmda- áætlanirnar. í bæklingnum verða nokkrar áætlanir kynntar auk al- mennra upplýsinga um stöðu kvenna og karla á vinnumarkaði. Mun ráðið í framhaldi af því leggja áherslu á kynningu og fræðslu, ekki hvað síst hjá hinum ýmsu starfsmannafélögum hjá ríkinu. Mikilvæg forsenda þess að áætlanirnar skili árangri er að starfsmenn á hverjum stað séu vak- andi fyrir því að unnið sé samkvæmt þeim. Geta má þess að nýlokið er end- urskoðun laganna um jafnrétti og jafna stöðu kvenna og karla. Frum- varpið gerir m.a. ráð fyrir nokkrum breytingum á núgildandi ákvæðum um framkvæmdaáætlanir á sviði jafn- réttismála. Er þar reynt að tryggja betur þessa vinnu ráðuneyta og ríkis- stofnana. Fjölgun kvenna á Alþingi og í stjórnmálum Á vegum Jafnréttisráðs er unnið að útgáfu leiðbeiningabæklings um hvernig fjölga megi konum í stjórn- málum. Stefnt er að því að bækling- urinn komi út í haust. Sveitarstjórn- arkosningar verða á Islandi vorið 1990 og er það von ráðsins að bækl- ingurinn nýtist stjórnmálaflokkum, ekki síst konum innan flokkanna sem hug hafa á að taka þátt í stjórnmálum síns flokks. Staða kynja í grunnskólum Á vegum menntamálaráðuneytis- ins vinnur starfshópur sem hefur það hlutverk að vinna að jafnri stöðu kynjanna í skólum. Jafnréttisráð á fulltrúa í starfshópnum og þar er unnið að mörgum áhugaverðum verkefnum. Eitt af þeim verkefnum sem unnið er að er gerð myndbands fyrir Fræðsluvarp og skóla. Hér er um að ræða samstarfsverkefni Jafn- réttisráðs og menntamálaráðuneytis- ins. Myndbandið mun fjalla um kynjahlutverk og kynjamótun. Stefnt er að því að myndbandið verði sýnt í Fræðsluvarpi og kynnt í skólum á hausti komanda. í haust mun starfshópurinn standa fyrir ráðstefnu um þetta efni og verður myndbandið væntanlega kynnt þar. Nafnabanki Hlutur kvenna sem viðmælenda í fréttatímum ríkissjónvarpsins var mikið til umfjöllunar á síðasta ári. í framhaldi af könnun dr. Sigrúnar Stefánsdóttur sem kynnt var í lok ársins 1987, ákvað Jafnréttisráð að fylgja þessu máli eftir og lét vinna stuttar athuganir bæði í byrjun og lok ársins 1988. Þrátt fyrir þá miklu um- ræðu sem könnun Sigrúnar fékk, leiddu athuganir Jafnréttisráðs það í ljós að ástandið hafði ekki breyst. Konur voru um 20% viðmælenda í fyrri athugun ráðsins en rúm 13% í þeirri seinni sem er sama hlutfall og í könnun Sigrúnar. Vegna þessa áttu formaður og framkvæmdastjóri Jafnréttisráðs fund með útvarpsstjóra. Þar voru ræddar hugmyndir að úrbótum. Jafnréttisráð kynnti þar m.a. þá hug- mynd að unninn yrði nafnabanki eða upplýsingabanki um konur með menntun og/eða fagþekkingu á ýms- 80
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.