19. júní


19. júní - 19.06.1989, Blaðsíða 19

19. júní - 19.06.1989, Blaðsíða 19
BARNA ÓTRYGC um, t.d. ef tilgangurinn er að þróa glasa- frjóvgunarmeðferðina. Einhleypar konur og sambýliskonur útilokaðar Ekki verður annað ráðið af plöggum ís- lensku nefndarinnar en að hún aðhyllist um margt stefnu Norðmanna hvað löggjöf varð- ar. Telja má líklegt að tillögur hennar verði á þann veg að ákvörðun um tæknifrjóvgun skuli endanlega tekin af lækni og meðferðin bundin við hjón eða pör sem verið hafa í sambúð í a.m.k. fimm ár. Einhleypar konur og sambýliskonur væru því útilokaðar á þeim forsendum að tryggja beri velferð barnsins og tryggja því bæði móður og föð- ur. Sú skoðun kemur fram í drögum nefnd- arinnar að tæknifrjóvgun eigi alls ekki að vera réttur einstaklingsins og að sjálfs- ákvörðunarréttur konunnar eða hjónanna beri að víkja fyrir hagsmunum barnsins og þjóðfélagslegri nauðsyn á stjórnun þessara mála. Tæknisæðing hérlendis hefur hingað til verið bundin við hjón eða sambúð sem jafna má við hjúskap. Sama gildir um glasafrjóvg- unarmeðferðina því Tryggingastofnun greiðir ekki kostnað við utanlandsferðir ein- hleypra kvenna eða sambýliskvenna sem vilja eignast barn með þessu móti. Rétt er að benda á að samkvæmt íslenskum lögum er konum ekki skylt að feðra börn sín og kann að vera að gengið sé á þann rétt með slíkum takmörkunum. Nafnleynd sæðisgjafa Sæðisgjafir hafa viðgengist í talsverðum mæli í áratugi og skipta þau börn tugum þúsunda sem getin hafa verið með þessum hætti í V-Evrópu og N-Ameríku á síðustu 20—30 árum. I flestum löndum er sæðisgjafa tryggð nafnleynd og jafnframt tryggt að hann fái enga vitneskju um sæðisþegann. Svo langt hefur jafnvel verið gengið að blanda saman sæði úr nokkrum mönnum til þess að tryggja að ekki sé hægt að rekja faðernið. Barn sem getið er með gjafasæði á því í flestum tilfellum engan kost á að afla sér vitneskju um líffræðilegan föður sinn. Löglegur og félagslegur faðir telst eiginmað- ur eða sambýlismaður og þarf að liggja fyrir skriflegt samþykki beggja foreldra áður en meðferð hefst. I Svíþjóð hefur nafnleyndinni verið aflétt og á barn rétt á að fá upplýsingar um kynföð- ur sinn (sæðisgjafann) þegar það hefur náð 18 ára aldri. Niðurstaða sænska þingsins var sú, eftir miklar deilur, að barn ætti rétt á að þekkja líffræðilegan uppruna sinn. Þar í landi urðu mikil málaferli þegar faðir neitaði 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.