19. júní


19. júní - 19.06.1989, Blaðsíða 15

19. júní - 19.06.1989, Blaðsíða 15
Bréftil Jónu Bourn Hall Clinic Bourn, Cambridge. Heil og sæl mín kæra! Ég læt nú loks verða af því að senda þér bréfið sem ég lofaði. Þetta er nú nokkurs konar dagbók og vona ég að þú hafir gaman af, því eitt er víst, að þessi tími hér er búinn að vera vægast sagt magnaður. Spenna og spennufall til skiptis. Ég ætla að vera úti þar til svar berst um hvort þetta hefur tekist eða ekki. Ég hringi í þig um leið og ég veit eitthvað og svo væri gaman ef þú gætir komið út á völl og sótt mig, því ekki er nú hægt að skrifa um allt, og margt verður hægt að spjalla þegar ég hitti þig. Ég bið að heilsa öllum. 2. dagur Þá erum við komin hingað út hjónakornin, og líst mér alveg stórvel á það sem ég hef séð hingað til. Fyrsta upplifun mín af þessu þorpi (en „klínikkin“ er staðsett fyrir utan Cambridge í litlu þorpi með einni aðalgötu, kirkju og einni og hálfri búð) er sú að hér er fólk einstaklega velviljað. Sem sagt lítið þorp fullt af vingjarnlegu fólki sem veit til hvers maður er hér, býður glaðlega góðan daginn og óskar góðs gengis fari það að ræða við þig. Það er mikill léttir að vera staddur í umhverfi þar sem þessir hlutir eru ekkert leyndarmál. Mikill munur á því og heima, þar sem enginn þorir að segja neitt og fólk kemur jafnvel hingað út og aðstandendur halda að viðkomandi hjón séu á Spáni. Aumingja konurnar. Þá þurfa þær að koma sér í ljósalampa í Cambridge áður en heim er haldið — því ekkert er hér sólskinið. Nóg um umhverfið í bili. Ég er byrjuð í meðferðinni, en eins og þú vissir þá byrjaði ég í sprautum heima áður en ég fór út. En hér byrjar ballið á 2. degi blæðinga. Þá er farið í blóðprufu, sónar og þegar niðurstaða úr þessu er komin þá er rætt við sérfræðinginn. Síðan hefst meiri lyfjagjöf. Ég er t.d. á tvenns konar lyfjum fyrir utan þau sem ég byrjaði á heima. Það er mesta furða hvað maður þolir af stungum, en allt er þetta í sprautuformi og mikið er á sig lagt til þess að meðferðin takist sem best. Vesalings konurnar sem eru sprautuhræddar! Þessi lyf eru fyrst og fremst til þess að auka fjölda eggja í eggjastokkunum, svo og að flýta fyrir stækkun þeirra. 7. dagur Lítið hefur gerst frá 2. degi til dagsins í dag (sem er 7. dagur (þetta er eins og hjá aðventistum). Við höfum notað þessa síðustu daga til þess að skoða okkur um í Cambridge, en dagarnir hafa byrjað á því að fara upp á „klínikkina“ og fá sprautur. Síðan er drukkið kaffi og tekinn strætisvagn svona undir hádegi. Þetta er svo mikil sveit að einungis er um að ræða nokkrar ferðir á dag, þar sem hægt er að komast í bæinn. En þessir síðustu dagar hafa verið stórkostlegir. Hér er ég búin að hitta fólk frá öllum heimshornum. Hér er líka allstór hópur af íslendingum, og veit ég ekki hvernig þetta væri ef þeir væru ekki. Hópurinn er í rauninni það stuðningsnet sem hver og einn þarf á að halda. Hér eru engin leyndarmál, við erum hér öll í sama tilgangi og hér er rætt mjög opinskátt um alla þætti meðferðarinnar, hvort sem um er að ræða blæðingar eða sæði. Þessi hópur er einstaklega hispurslaus og reynum við að gefa hvert öðru stuðning ef einhver vandamál koma uppá. En eins og ég hef nú einhvern tímann sagt þér áður, þá getur allt gerst þegar út er komið. Sem betur fer var ég búin að ræða við aðra konu uin þessi mál, þannig að mér finnst ég vera tiltölulega vel undirbúin, ef svo vildi til að eitthvað færi úrskeiðis. Hins vegar veit maður það að ef eitthvað slíkt kemur uppá, þá er maður nú ósköp lítil manneskja, sem þarf aðstoð og stuðning frá öðrum. Þannig reynir þessi hópur að vera klettur hver fyrir annan. Hér sér maður bæði sorgir og gleði, og óhjákvæmilega tökum við þátt í þeim, en við verðuin öll að reyna að vernda okkur sjálf gegn því að missa vonina, styðja hvert annað jákvætt. Og ef ég á að segja þér eins og er, þá hélt ég nú ekki að þetta væri svona mikið álag. Sennilega romsa ég þessu öllu út úr mér nú, vegna þess að 7. dagur er að kveldi kominn. Það var erfiður dagur. Hann er sá dagur sem hefur úrslitaþýðingu hvað varðar framhaldsmeðferð. Sem sagt: Get ég haldið áfram meðferðinni eða ekki — verð ég að koma seinna? Þessi dagur er svipaður og 2. dagur, því byrjað er á því að fara í blóðprufu og síðan er farið í sónar. Það er sónarinn sem hefur svona mikla þýðingu. Flestar sátum við í dag með þessa hugsanir: „Eru kannski engin egg? Eru þau misstór? Hvað munu sérfræðingarnir ræða um á fundinuin í hádeginu? Held ég áfram meðferðinni?“ Þú getur rétt ímyndað þér spennuna sem þessu fylgir. Það var ein kona hérna sem sagði: „Þetta er eins og hindrunarhlaup — hversu langt næ ég — verð ég að stoppa hér eða kemst ég yfir þá næstu — kemst ég alla leið?“ En dagurinn í dag gekk vel hjá mér. Það sást talsvert af eggjum og voru þau öll af góðri stærð. Ég er hamingjusöm með þessa niðurstöðu. Nú bíð ég eftir framhaldinu, en nú verður blóðprufa, sprautur og sónar á hverjum degi fram að eggjatöku. Við þessi íslensku höfurn öll verið heppin hingað til, og vona ég að svo verði áfram. En ekki hafa allir verið 15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.