19. júní


19. júní - 19.06.1989, Side 51

19. júní - 19.06.1989, Side 51
kleift að velja hvort þeir vildu vera heima- eða útivinnandi. Kosturinn við þessa tilhögun yrði margs konar. Við það myndi m.a. skapast aukið rými fyrir þá, sem vildu ekki og gætu ekki verið heima og vanhagaði um dagvistun/leikskóla fyrir sín börn. Reykjavíkurborg þyrfti ekki að leggja kostnað í jafn margar viðbótar-dagvistarstofnanir. Anægðari börn og ánægðari foreldr- ar. Síðast en ekki síst myndi þetta fyrirkomulag verða til þess að ósjálf- rátt væri komið þarna visst mat á heimilisstörfin — eða réttara sagt einn þátt þeirra, því að um leið og yrði farið að greiða fyrir þau í pen- ingum þá væru þau komin inn í þjóð- hagsreikninga og þar með ekki leng- ur ólaunuð felustörf, sem almenn- ingur og hið opinbera hefur lítilsvirt til þessa. Það væri því mjög æskilegt, að mínu mati, að Reykjavíkurborg greiddi þeim heimilum, sem það kysu, laun fyrir að hugsa um sín börn sjálf. Annað hvort með beinum framlögum, skattaafslætti eins og gert er í Finnlandi, en þar fá foreldr- ar sem eru heima með börn sín kr. 8.000-, í skattaafslátt eða eins og verið er að tala um í Noregi — að allir fái sömu upphæð greidda frá ríki/ sveitarfélögum og séu síðan sjálfráð- ir um hvort þeir greiða dagheimilis/ leikskólapláss með þeim peningum, eða noti þá til að vera heima með börn sín. En gleymum því ekki að farsælt og heilbrigt heimilislíf byggt á kristnum grunni er hornsteinn þjóðfélagsins og ekkert er eins gefandi og húsmóð- urstarfið ef rétt er að staðið. MINNINGARKORT Menningar og minningarsjóðs kvenna eru afgreidd í: Bókabúöinni borg, Lækjargötu 2 Lyfjabúð Breiðholts, Arnarbakka Skrifstofu KRFÍ, Hallveigarstöðum, Túngötu 14 Ttmimi STOFNAÐ1917 LA TTU Tírnamf EKKI FLJUGA FRA PER ÁSKRIFTARSÍMl 686300 51

x

19. júní

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.