19. júní


19. júní - 19.06.1989, Blaðsíða 50

19. júní - 19.06.1989, Blaðsíða 50
HELGA GUÐMUNDS- DÓTTIR „Greiðslur skapa aukið rými" Hér á landi eins og víðast hvar annars staðar á Vesturlöndum hefur útivinna kvenna aukist gífurlega sl. 10—15 ár. Jafnréttisbarátta kvenna á þar stóran hlut að máli. Hún hefur fært konum aukið sjálfstæði, meiri menntun en um leið mun lengri vinnutíma, því það er vitað mál að heimilisstörfin lenda oftast að mestu leyti á konunni eftir að vinnutíma utan heimilis er lokið. Áróður kvennaáratugarins um konuna út á vinnumarkaðinn ásamt brýnni nauð- syn margra til að vinna utan heimilis, hefur gert margt gott en einnig margt illt, því nú er svo komið að konur, sem vilja og geta verið heimavinn- andi hafa ekki lengur frið til að velja — frið til að vera heima — vegna áróðurs eigin kynsystra sem virðast álíta það frumskilyrði lífsþroskans og hamingjunnar að vinna úti. Að ala upp börn sín — fylgjast með þroska þeirra — kenna þeim — og læra af þeim þessi allt of stuttu ár sem þau eru að vaxa úr grasi— er að þeirra mati ekki vinna það er BARA . . . Sú lítilsvirðing sem heimilisstörf- um er sýnd, bæði af almenningi og hinu opinbera, er m.a. einn hvatinn að því hversu útivinna kvenna hefur aukist gífurlega sl. ár. Þegar konaerí starfi sem hún finnur einskis metið eins og heimilisstörfin eru, sækir hún út af heimilinu í leit að einhverju, sem hún heldur að hljóti að vera eft- irsóknarverðara. Hún kemst svo oft og tíðum að þeirri niðurstöðu að erf- iðið sé ekki þess virði, því fyrir utan allan aukakostnaðinn, sem því fylgir að vinna utan heimilis þá eru flest hinna dæmigerðu kvennastarfa úti á vinnumarkaðnum einnig þau lægst launuðu og afskaplega lítið upp- byggileg á einn eða annan hátt. Menntun kvenna hefur aukist mikið á síðustu árum og skiljanlegt að þær konur, sem eytt hafa mörgum árum til að mennta sig vilji nota þá menntun sér, fjölskyldu sinni og þjóðfélaginu til heilla. Einnig er fjöldi fólks, sem verður að vinna utan heimilis hvort sem því líkar það betur eða verr, einungis til að hafa fyrir brýnustu nauðsynjum. Unga fólkið leggur líka mikið á sig til að eignast þak yfir höfuðið, og ekkert nema gott eitt um það að segja. En við íslendingar erum alltaf svo stórhuga, gerum sífellt auknar kröf- ur til „lífsgæða" á öllum sviðum og viljum helst fá allt á einu bretti. Við viljum þá oft, því miður, gleyma því í öllum asanum hvað eru hin sönnu lífsgæði. Heimilið sem áður var griðastaður fjölskyldunnar er nú, í mörgum til- fellum, einungis svefnstaður, þar sem fjölskyldumeðlimum gengur misvel að koma sér saman um verka- skiptingu á heimilinu. Forgangsröð- unin í lífsgæðakapphlaupinu verður svo oftar en ekki börnunum í óhag. Þau verða útundan. Því miður er ekki hægt að neita því að allt of mörg börn búa við óöryggi og vanlíðan í dag vegna þess hvað þau þurfa allt of fljótt að verða fullorðin ef svo mætti að orði komast. Þurfa að sjá um sig sjálf og jafnvel bera ábyrgð á yngri systkinum. Eru ráðvillt og óham- ingjusöm og er þá oft hættara á að lenda í vandræðum á unglingsárum en þeim börnum sem alin eru upp við öryggi eðlilegs heimilislífs. Við vilj- um nefnilega oft gleyma því að börn- in eru það dýrmætasta sem okkur er gefið og uppvaxtarár þeirra eru svo ótrúlega fljót að líða, og enginn er það máttugur að geta fært tímann til baka þegar öllum okkar „lífsgæða- kröfum“ er fullnægt — því þá eru börnin okkar oftast flogin úr hreiðr- inu. Þess vegna er líka mjög mikið atriði að koma til móts við þá fjöl- mörgu foreldra, sem vildu ef þess væri nokkur kostur, hugsa sjálfir um sín börn — ala þau upp og veita þeim þá kjölfestu — hlýju og skilning, sem svo víða er ábótavant á íslenskum heimilum í dag. Hingað til hafa störf heimavinn- andi fólks verið eina vinnuframlagið sem er algerlega ólaunað og hér á landi hafa ekki verið gerðar neinar tölulegar athuganir á þjóðhagslegu gildi heimilisstarfa. Erlendar athug- anir sýna hins vegar að verðgildi heimilisstarfa gæti verið á bilinu milli fjórðungs til helmings þjóðartekna eins og þær eru venjulega metnar. Það verður sjálfsagt aldrei hægt á neinn óyggjandi hátt að meta fylli- lega í verðmætum gildi heimilisstarfa vegna hinna ótalmörgu þátta, sem þar spila inn í og snúa að andlegri og líkamlegri vellíðan fjölskyldunnar. Þessar erlendu athuganir gefa þó vís- bendingu um hve vægi heimilisstarfa er í raun gífurlega mikið. í Noregi hafa verið gerðar athug- anir á ólaunuðum ársverkum á heim- ilum v/barna og aldraðra og talið að þau séu fleiri en í norskum iðnaði. Sjálfsagt er þessu ekkert ólíkt farið hér á landi. Ef gert væri ráð fyrir að Reykja- víkurborg greiddi vissa upphæð á mánuði til þeirra er óskuðu að vera heima, má telja víst að fjöldinn allur af foreldrum kysi að notfæra sér það. Ég tel ekki að það ýtti konum aftur inn á heimilin, eins og heyrst hefur í þessari umræðu — ekki þeim sem ekki kysu það sjálfar — heldur yrði fleirum, sem þess óskuðu gert það 50
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.