19. júní


19. júní - 19.06.1989, Blaðsíða 40

19. júní - 19.06.1989, Blaðsíða 40
Ms: Þórunn, þú ert nokkuð virkur félagi í stjórnmálaflokki — tekur þú undir þetta, sem Soffía er að segja? Þórunn: Ég tek undir það að stjórnmálaflokkar eru undirstaða lýðræðisins, þeir eiga að vera það og ég tel þann flokk, sem ég starfa í, Sjálfstæðisflokkinn, vera það. En það er eitthvað að þegar upp spretta smáflokkar, sem eiga sér að vísu mis- jafnlega langt líf. Dæmi sem ég get tekið er Borgaraflokkurinn— égveit ekki hvort þar hafi verið um að ræða stefnuágreining, tel að þar hafi ein- faldlega verið um valdatogstreitu að ræða. Ólafur: Fer nokkur umræða fram um þjóðfélagsmál innan stjórnmála- flokkanna? Ég held þetta séu aðal- lega að verða áhlaupasveitir þegar á þarf að halda í kosningum. A flokks- þingum er allt kapp lagt á það, að amerískri fyrirmynd, að framkalla eitthvað sem heitir eining og tekur sig vel út í sjónvarpi! Jón: Því verður ekki neitað að flokkarnir geta verið hornsteinar lýðræðisins en ég held ekki að þeir séu þeir einu mögulegu. Ef þeir duga ekki lengur — eins og hér er verið að leiða getum að, þá getur það verið flokkunum að kenna en svo getur það líka verið okkur sjálfum eða þjóðfélagsástandinu um að kenna. Vissulega eru stjórnmálaflokkar tæki til stjórnmálaþátttöku en til þess að þeir fái verðmæti og mikilvægi, þarf viss lífsháski að vera til staðar. En fólk skynjar ekki lífsháska núna, bara leiða og vana. Fólk umgengst þessa flokka aðallega sér til skemmt- unar, horfir á þá í sjónvarpi og veltir því fyrir sér hvernig hinn eða þessi hafi nú tekið sig út á skjánum. Ms: Gæti það verið vegna þess að flokkarnir þróast ekki með þjóðfé- laginu, séu úr takt við ástandið? Jón: Jú, en getum við aðgreint flokkana frá fólkinu og fólkið frá flokkum? Við getum ekki bara bent á flokkana og sagt að þeir séu ómögulegir. Þórunn: Hraðinn er svo mikill í nútímanum og flokkar geta setið eft- ir, ekki náð að þróast með. Mér finnst flokkarnir hafa þróast mjög misjafnlega, sumir virðast hafa staðnað. Jón: Þeir hafa hlaupist undan ábyrgð. Pólitíkin er einhvern veginn öll um augnablikið núna og ekkert um það sem gerðist í gær eða mun gerast á morgun. Pólitík er ekki augnabliksmál heldur varðar hún ár, áratugi, jafnvel aldir. Ræður lýðurinn? Hanna Maja: Það sem mér finnst við þurfa að ræða í þessu samhengi er hugtakið lýðræði, þá hugmynd að lýðurinn ráði. Ég dreg það í efa að sú stjórnskipan sem við búum við, sé náttúrulögmál og trygging fyrir því að fólkið ráði. Við kjósum okkur fulltrúa til að fara með völdin fyrir okkar hönd, en ég held að það kerfi sé á undanhaldi, það fullnægir ekki kröfunum um lýð-ræði. Flokkarnir — hafa þeir brugðist? I mínum huga eru þeir orðnir eins og steinaldarskepnur, mér finnst þeir vera fyrir. Og ég held þessi hugsun sé útbreidd. Fólk vill hafa meira að segja um sitt umhverfi, um sína fram- tíð. Skipulag flokkanna hentar ekki þessum hugsjónum. Þetta eru vöggur fyrir einstaklinga. Fólki er stillt upp á kjördag og því er gert að velja og ég kýs einhvern til að fara með valdið fyrir mig en hvað hef ég svo að segja um þau mál, sem hann tekur ákvarðanir um? I hverju er lýðræðið fólgið? Mér finnst full- trúalýðræðið hafa gengið sér til húð- ar. Ólafur: Mér finnst tvennt í þessu með flokkana. Annars vegar það hlutverk að virkja sína eigin meðlimi til umræðu um þau þjóðmál, sem flokkurinn ber fyrir brjósti. Og hins vegar að draga víglínur í pólitíkinni almennt á milli flokka og á milli gagnstæðra sjónarmiða og hags- muna. Hvað það fyrra snertir, þá getum við borið saman þjóðfélagið eins og það var, þegar nánast var ekki um aðra félagastarfsemi að ræða en verkalýðsfélagið, ungmennafélagið og flokkinn. Ef hagsmunir eru ekki mjög brýnir, taka menn önnur félög og aðra starfsemi fram yfir — ef ekki er fyrir hendi þessi lífsháski eins og Jón orðaði það. Ég vil kenna bæði flokkunum og fólkinu um það að María Jóhanna Lárusdóttir „Flokkarnir - hafa þeir brugðist?“ í mínum huga eru þeir orðnir eins og steinaldarskepnur, mér finnst þeir vera fyrir. Og ég held þessi hugsun sé útbreidd. Fólk vill hafa meira að segja um sitt umhverfi, um sína framtíð! Skipulag flokkanna hentar ekki þessum hugsjónum. Petta eru vöggur fyrir einstaklinga. “ 40
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.