19. júní - 19.06.1989, Blaðsíða 17
það sé innan við 5% og er það gert í þeim tilvikum þar
sem eggjastokkarnir liggja verr við (eða eitthvað
svoleiðis — ég er nú ekki læknir svo ekki get ég lagt
mat á þetta). En þessi aðgerð tekur 30—60 mínútur
allt eftir því hvað eggin eru mörg. Hér var ein með 35
egg, en einungis tekin 5 sem þeir töldu góð.
Hjá mér voru tekin 5 egg. Þannig að ég er
lukkunnar pamfíll. Klukkutíma áður en eggin eru
tekin þurfa karlmennirnir að skila sæðisprófi. Það er
kallað að fara í turninn, og ekki þykir það feimnismál
hér, þó svo að sumum líði nú kannski ekki beint vel.
En ekki er þetta hægt nema þeir skili sínum helming
— við eggjum — þeir sæði (þetta er eins og í litlu gulu
hænunni). Síðan hittist egg og sæði og sér
„embryologinn“ (þroskafræðingur?) um að þessi
samruni gangi fyrir sig.
Ekki er þetta nú búið enn. Og dagurinn eftir
eggjatöku er mikill spennudagur. Þá þurfa
karlmennirnir að vera á vaktinni eins og það er kallað
frá því klukkan 9.30 til 13.30. til að hægt sé að ná í þá
ef þörf er á meira sæði. Því eins og þig grunar eflaust,
þá getur ýmislegt komið upp á þessu stigi málsins. Þá
er setið í dagstofunni og í hvert sinn sem síminn
hringir stífna allir sem eru í þessari biðstöðu, og var ég
engin undantekning þar á. En sem betur fer þurfti
ekki neitt slíkt þannig að þá veit maður að frjóvgun er
hafin og allt ætlar að ganga vel sem eftir er.
En í gær voru svo eggin sett upp. Það er alveg
stórkostlegt. Herbergið hálfmyrkvað (því
fósturvísarnir þola ekki birtuna), og til staðar voru
læknir, hjúkrunarfræðingur og síðan birtist
„embryologinn“ með litlu fósturvísana, þegar búið var
að gera mig klára. Þegar fósturvísarnir eru settir upp,
þá er rúmið sett í hallandi stöðu (höfuðið niður), og er
fótagaflinn notaður sem trappa, og var ég látin sitja
fremst á brúninni og síðan hallaði ég mér aftur. Þetta
var alls ekki óþægileg staða.
Það voru settir upp 3 fósturvísar („nice embryos“).
Síðan var ég dregin til í rúminu (fætur upp á ská og
höfuð niðri), og keyrð síðan inn á herbergi og erum
við konurnar látnar vera í þessari stöðu í 2 tíma eftir
uppsetningu. Þetta var hið mesta ævintýri. T... var
með mér inni og var þetta ekki síður ævintýralegt fyrir
hann. Sat hann og hélt í hönd mína þar til tveggja tíma
biðin var yfirstaðin. Þegar búið er að setja upp eggin
þá er byrjað að telja dagana á annan hátt en áður, og
heitir þessi dagur þá hjá mér 2. dagur (s.s. 2. dagur
fósturvísis). Á 15. degi frá uppsetningu fæst svar um
hvort einhver fósturvísirinn hefur fests. Nú geng ég
um og er alltaf verið að minna mig á það að ég sé
þegar orðin ófrísk þar til annað er sannað.
Mér líður alveg stórvel utan þess að nú þegar einni
lyfjagjöf er hætt þá byrjar önnur og á ég að vera í
sprautum í 3 mánuði ef fósturvísarnir festast. En það
er nú ýmislegt á sig leggjandi.
Ég ætla nú að fara að hætta — þetta bréf fer að
verða gamalt og það gæti þess vegna komið heim á
eftir mér. Hlakka til að sjá þig.
Bestu kveðjur til allra.
Stína.
17