19. júní - 19.06.1989, Blaðsíða 77
pVBPfl C
Cgf / ÍÁ;;;' Hu
Guðrún Sigríður Vilhjálmsdóttir
fjallaði um nýútkomna bók -Kvinder
og Mænd i Norden-, þar sem birtar
eru tölulegar upplýsingar um stöðu
kvenna og karla á Norðurlöndum.
Jólafundur félagsins var haldinn
þann 13. desember að Hallveigar-
stöðum. Var þar boðið upp á jóla-
veitingar, og á dagskrá fundarins var
vegleg bókakynning á nýútkomnum
jólabókum, auk hugleiðingar Auðar
Eir Vilhjálmsdóttur um „félagið
mitt“. Einnig komu fram litlar stúlk-
ur sem léku á hljóðfæri. Jólafundur-
inn tókst í alla staði hið besta. Fund-
arstjóri var Gerður Steinþórsdóttir.
Al'mælis- og kynningarfundur fé-
lagsins var haldinn 25. janúar sl. að
Hallveigarstöðum. Rætt hafði verið
um að nota afmælið til að kynna
starfsemi félagsins vel og hvetja eink-
um ungar konur til þátttöku. For-
maður hafði framsögu um starfsemi
og tilgang félagsins í dag, og Jónína
Margrét Guðnadóttir fjallaði um
ákveðna þætti úr sögu félagsins.
Mikil ófærð var þennan dag, og var
fundarsókn dræm. Olli það veruleg-
um vonbrigðum. Þrátt fyrir það
skiptu konur sér í hópa og ræddu
nútíð, fortíð og framtíð félagsins.
Voru umræður frjóar og góðar hug-
myndir komu fram um starf félags-
ins. Fundarstjóri var Ragnheiður
Harðardóttir.
Þann 15. febrúar sl. var haldinn
fundur að Hallveigarstöðum um
svívirt börn. Þar komu fram konur
frá vinnuhóp Samhjálpar um sifja-
spell, og lýstu reynslu sinni af sifja-
spellum. Framsögu á fundinum
höfðu Bogi Nilsson, rannsóknarlögr-
eglustjóri ríkisins, Ingi Björn Al-
bertsson, þingmaður, Sólveig Pét-
ursdóttir, formaður barnaverndar-
nefndar Reykjavíkur, og Edith
Randý Ásgeirsdóttir. Fundarstjóri
var Kristín Karlsdóttir. Fundurinn
var mjög vel sóttur og þau mál sem
rædd voru þess eðlis að allir fundar-
menn voru sammála um að tala þyrfti
þetta vandamál í hel.
Þann 21. febrúar sl. stóð KRFÍ að
fundi á Hallveigarstöðum ásamt
Kvenfélagasambandi íslands og
Bandalagi Kvenna í Reykjavík um
fósturskaða af völdum áfengisneyslu
móður á meðgöngu. Hér var á ferð
prófessor Ann Streissgut frá Seattle í
Washington ríki í Bandaríkjunum,
og skýrði frá rannsóknum undir
hennar stjórn á þessu viðfangsefni.
Taldi hún ekki hægt að fullyrða að
jafnvel verulega takmörkuð áfengis-
neysla hefði ekki skaðleg áhrif á fóst-
ur á meðgöngu, en sýnt hefur verið
fram á tengsl óhóflegrar áfengis-
neyslu og ákveðinnar tegundar van-
gefni. Með samanburðarrannsókn-
um væri ýmislegt sem benti til þess að
börn mæðra, sem hefðu neytt áfengis
á meðgöngu væru seinni til en önnur
börn. Var fundurinn ágætlega
heppnaður í alla staði, þótt ánægju-
legt hefði verið aðsjáfleiri gesti. Jón-
ína Margrét Guðnadóttir var fundar-
stjóri.
Þann 12. mars sl. stóðu nokkur
kvennasamtök að fundi í Hlaðvarp-
anum um sifjaspell. KRFÍ átti aðild
að fundinum og var fulltrúi okkar í
undirbúningshópi Kristín Karlsdótt-
ir.
Rétt er að skýra frá því að vegna
forsetakosninga sl. sumar afhenti fé-
lagið fjárhæð í kosningasjóð Vigdísar
Finnbogadóttur.
Nordisk Forum
Svo sem getið var um í upphafi
setti þátttaka KRFÍ á norræna
kvennaþinginu í Osló í sumar mark
sitt á starfsemi félagsins allt þetta
starfsár.
Félagið bauð öllum stjórnarkon-
um til Osló, þ.e. fargjaldið var greitt
Konurnar sem báru hita og
þunga afstarfi KRFÍ.
fyrir þær, sem vildu fara. Félagið var
með sýningarbás á þinginu, þar sem
19. júní var sérstaklega kynntur.
Ennfremur tók félagið þátt í dagskrá
NKS, undir yfirskriftinni Konur og
völd, en viðfangsefni KRFÍ var sá
þáttur, sem að fjölmiðlum snýr.
Fluttu þær Ragnheiður Harðardótt-
ir, þjóðfélagsfræðingur og Sigrún
Stefánsdóttir, fjölmiðlafræðingur er-
indi um efnið á tveimur fundum.
Félagið átti fulltrúa í undirbún-
ingsnefnd kvennaþingsins, og var
Arndís Steinþórsdóttir önnur
tveggja kvenna af Islands hálfu í nor-
rænu undirbúningsnefndinni. Jónína
Margrét Guðnadóttir átti auk Arn-
dísar einnig sæti í íslensku undirbún-
ingsnefndinni. Sérstök nefnd innan
félagsins sem Ragnheiður Harðar-
dóttir stýrði hafði veg og vanda að
undirbúningi KRFÍ í kvennaþinginu
og hafði um langt skeið undirbúið
þátttöku okkar á þinginu. Meðal
annars lét félagið sauma sérstakar
töskur, með merki félagsins, sem
það seldi í Osló.
Kvennaþingið tókst í alla staði hið
besta, eins og kunnugt er og var hlut-
ur KRFÍ félaginu til sóma í hvívetna.
17. landsfundur KRFÍ
14. —15. október 1988
17. landsfundur félagsins var hald-
inn í Sóknarsalnum dagana 14,—15.
október sl. Undirbúningur hafði
staðið frá því snemma árs, og lands-
fundarfulltrúar m.a. kosnir á síðasta
aðalfundi. Jóhanna Sigurðardóttir
félagsmálaráðherra ávarpaði fund-
inn í upphafi. Auk hefðbundinna
viðfangsefna landsfundar var á fund-
inum sérstaklega fjallað um konur og
fjölmiðla, og höfðu þær Ragnheiður
Harðardóttir og Sigrún Stefánsdóttir
framsögu um þetta mál. Einnig var
fjallað um konur og stjórnmál, en þar
höfðu framsögu Kristín Einarsdóttir,
77