19. júní - 19.06.1989, Blaðsíða 54
hina í Strax, þótt ég sé „bara“ söngvari — okkur
finnst ekkert réttlæti í að ég sé stikkfrí frá því
þess vegna.
Er það öðruvísi viðhorf en var þegar þú varst
að byrja? Það var t.d. sagt við mig að þú hefðir
átt stærsta hlutann í sumum útsetningum og lög-
um en enginn haft áhuga á að nefna það sérstak-
lega neins staðar . . .?
- Ja, ég get nú ekki neitað því að hafa fengið
að heyra að þótt maður væri tónlistarskólageng-
inn hefði maður ekkert vit á rokki — en svo var
nú hægt að notast við hugmyndir manns og út-
setningar. Ég nenni satt að segja ekki að vera að
svekkja mig á því, en hef hins vegar velt því fyrir
mér hvort það sé ekki stundum of auðveld lausn
að kenna tíðarandanum um alla hluti — kannski
fer þetta bara eftir fólkinu sem maður vinnur
með.
Grýlurnar og Stuðmenn ásamt Ágústi Guðmundssyni kvikmyndaleikstjóra.
Ljósmynd Þjóðviljinn.
Finnst þér sú fullyrðing, að rokkið sé algjör
karlabransi, enn í gildi?
— Já, konur hafa lítið sótt þar á, hér á landi
a.m.k. . . . Þær hafa ekki eins mikið úthald og
þeir á þessu sviði að því er virðist, eru næmari og
þar af leiðandi ekki með eins harðan skráp. Þetta
starf er bara fyrir kraftafólk. Svo er það líka
kvenhlutverkið - að ganga með og eignast börn.
Það er ekki auðvelt að taka upp þráðinn að nýju
ef fólk hverfur af þessu sjónarsviði í einhvern
tíma.
Ert þú krafta„fólk“?
— Já, ég get ekki annað sagt . . . ég er þó
ekkert ofurmenni, en hef orðið að kyngja mörgu
erfiðu. Það var t.d. bara vegna úthaldsleysis sem
Grýlurnar urðu eins skammlífar og raun ber
vitni. En ég hef oft velt því fyrir mér hvers vegna
svo fáar konur halda þetta út, og svo sem ekki
komist að neinni niðurstöðu. Kannski eru ástæð-
urnar margar, m.a. spurning um húmor gagnvart
karlrembunum. Ég er t.d. svo heppin að hafa
gaman af Þórðargleði og kvikindislegum húmor.
Svo er annað — það er eins og miklu færri stelpur
en strákar byrji verulega snemma að spila á
hljóðfæri af miklum áhuga, t.d. gítar eða tromm-
ur. Það er ekki fyrr en stelpur eru komnar á
gelgjuskeiðið að þær fá áhuga á að vera á sviði,
en eru þá búnar að missa það forskot sem strák-
arnir náðu sem pollar. Það er eins og þær falli
fyrir því sem út snýr en nenni ekki að leggja á sig
þá pínu og puð sem að baki liggur — enda er nú
svo sem þannig músík, sem lítið er lagt í, haldið
mest að fólki í fjölmiðlum nú til dags.
Svo eru konur kannski bara skynsamari en
karlar þegar á allt er litið, því það verður nefni-
lega enginn ríkur af að spila í rokkhljómsveit. . .
maður borgar frekar með sér. Þær velja sér frek-
ar annað starf til að geta fætt sig og börnin sín.
Sennilega er það ástæðan.
En svo við snúum okkur aftur að þér — hvers
vegna ert þú hætt að spila á hljóðfæri opinber-
lega?
— Ég hef bara lagt meiri metnað í að syngja.
Ég sem reyndar á píanó og geri töluvert af að
prógrammera trommuheila, en ég samþykki að
ég geri of lítið af að spila. Annars er ekkert pláss
fyrir mig sem píanóleikara eftir að ég fór að vera
með Jakob í hljómsveit.
Var ekki erfítt fyrir þig að fara sem aðal-
sprauta úr þinni eigin hljómsveit í Stuðmenn, þar
sem hver liðsmaður er stjarna út af fyrir sig?
— Ekki svo, ég fór hægt af stað þegar ég
byrjaði að syngja opinberlega, söng ekki nema
svona fimm lög af prógramminu og spilaði eitt-
hvað á strengjavél, en mitt aðalhlutverk var í
bakröddunum. Mig langaði reyndar að gera
meira en það, og fékk loks tækifæri til þess í
Grýlunum - við virkilega börðumst fyrir tilveru
okkar og það var að duga eða drepast. Svo feng-
um við tilboð um að leika á móti Stuðmönnum í
Með allt á hreinu hjá Ágústi Guðmundssyni og
eftir það jukust vinsældir okkar til muna — og
virðing, þótt maður fengi oft að heyra að maður
væri kvenrembubrussa.
Vera mín í Stuðmönnum byrjaði svona sem
fikt, af því að Grýlurnar hættu. Þetta átti aldrei
að verða nema eitt lag, Djassgeggjarar. Ég ætlaði
alltaf að gera eitthvað annað — halda áfram með
eigin hljómsveit, en svo fórum við Jakob að vera
saman og vinna saman. Ég byrjaði sem sagt í
Stuðmönnum hálfpartinn á bak við tjöldin og var
bakatil í fyrstu til að skyggja ekki á neinn, en
varð smátt og smátt fullgildur meðlimur . . . eða
þannig. En það er þó fyrst nú í Strax síðan í
Grýlunum að ég get farið að vinna á eigin for-
sendum.
Þú hefur þá sem sagt vettvang fyrir þaö sem þú
ert að semja . . . í þínum stíl?
- Já, en þetta er fyrst og fremst samvinna, og
það fer svo eftir hverjum og einum hvað hann er
duglegur að fylla sinn kvóta. Og það gildir svo
sem alfarið um þennan bransa, að vera annað
hvort heill í þessu eða bara sleppa því alveg.
Annars verður ekki neitt úr neinu. Ég er t.d.
alveg hætt að reyna að vinna annað með — það
bitnar á báðu. Ég varð að hætta kennslunni út af
því að maður er ýmist alltaf of seinn eða verður
sífellt að vera að fá frí.
Finnst þér viöhorf karlkynstónlistarmanna til
kvenkollega sinna hafa breyst á þeim árum sem
þú hefur verið í þessum hljómsveitabarningi?
— Ég er hrædd um að þeir geri ekki eins
54