19. júní


19. júní - 19.06.1989, Side 33

19. júní - 19.06.1989, Side 33
neitt. Ég veit auðvitað ekki hvernig líf okkar væri ef við hefðum ekki far- ið til Svíþjóðar, en ég er ekki frá því að við hefðum leyst málin á okkar hátt, hvar sem við hefðum verið.“ Sigrún: „Ég held að það sé nauð- synlegt að fólk beri efnahagslegu ábj'rgðina saman, þannig að bæði viti hvernig staðan er, hvað þurfi og hverju megi eyða, og einnig að bæði taki virkan þátt í uppeldinu. En svo getur verið býsna fjölbreytilegt hvernig fólk leysir þessi mál frá degi til dags. Ef það ber þessa ábyrgð saman, þá er öryggi barnanna mun betur borgið ef til fráfalls eða skiln- aðar foreldra kemur. Ég held að besta líftrygging hvers barns sé að báðir foreldrarnir geti gengið því í móðurstað, ef svo má að orði kom- ast, út frá gömlum viðmiðunum." Þegar ég kveð Sigrúnu og Brynjar er ég sannfærð um að þau búi einmitt yfir þeim eiginleikum sem séu nauð- synleg forsenda breytinga. Persónu- leikaþáttum sem gera konuna reiðu- búna að sækja á og karlinn færan um að taka þeirri sókn, finnast hún eðli- leg og ná að sjá kostina sem breyting- arnar hafa í för með sér. „ Við höfum vegna menntunar okkar betri aðstœður til að deila með okkur en ýmsir aðrir“, segir Brynjar Skaptason. Góða skemmtun! Nýtt blað - fyrir helgina 33

x

19. júní

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.