19. júní


19. júní - 19.06.1989, Blaðsíða 13

19. júní - 19.06.1989, Blaðsíða 13
hafa mismikinn tíma til að búa konurnar/ hjónin undir það sem bíður þeirra erlendis. f>að þarf ekki síður að undirbúa makann undir hans hlutverk á meðan á meðferðinni stendur. Hann þarf að sjálfsögðu að skila sínu sæði, en meðferðin sem slík er að öðru leyti hjá konunni. Það er því mjög mikilvægt að hann standi sig vel í stuðningshlutverkinu og sé eins og klettur við hlið hennar. En því miður hefur það gerst að þeir hafi ekki skilið hlutverk sitt og það tel ég að megi fyrst og fremst rekja til ófullnægjandi undirbúnings fyrir meðferðina. Reynslan skilar sér illa Hefur þú orðið vör við að konur ættu erfitt með að gera upp við sig hvort þær ættu að taka þann kost að prófa glasafrjóvgunar- leiðina? Er þetta erfitt val fyrir konur? Ég held að þó ákvörðunin kunni að virð- ast stór þá séu þær konur, sem stendur hún til boða, búnar að ganga í gegnum svo margt að ákvörðunin um að prófa þennan mögu- leika sé auðveld fyrir flestar. En auðvitað ekki allar. Sumar eru alfarið á móti þessu og finnst að þetta sé óeðlileg leið til að eignast börn og farið sé út fyrir alla siðferðisramma. En fyrsta hugsunin sem leitar á konur sem íhuga þennan möguleika er að þær verði að finna einhverja aðra konu sem hefur reynt þetta, svo þær geti komist að því hvað það er Ljósmynd: Rut Hallgrímsdóttir í raun sem þær eru að fara út í. Stuðningur er mjög mikilvægur en það eru alls ekki allar sem eru svo heppnar að hafa upp á öðrum konum sem geta miðlað reynslu sinni eða öðrum sem eru færir um að veita nauðsynlegan stuðning. Þótt sá hópur sem farið hefur í svona meðferð sé nokkuð stór, þá skilar reynslan sér illa til annarra því alla stýringu vantar og samhæfingu hvað þessi mál varðar. Það er ákveðinn galli að hvergi er unnið að upplýsingastreymi handa konum/hjónum né á milli þeirra. Það er líka nauðsynlegt að mínu mati að hafa einhverja miðstöð, einhverja fasta aðila sem halda saman upplýsingum um fjölda kvenna sem fara út, um árangur og annað sem að gagni gæti komið síðar. Að ekki sé nú talað um upplýsingar til hjónanna um aðgerðina og allt sem henni fylgir. Eins gæti svona miðstöð séð um nauðsynlegustu þætti gagnvart konunum þegar þær koma heim, því oftast, ef ekki alltaf núorðið, þurfa þær að fara í blóðprufur svo og áframhaldandi sprautur og lyfjagjöf vegna sjálfrar meðferð- arinnar. Núna er þetta þannig að flestar konur reyna að finna hjúkrunarfræðing til þess að sprauta sig — allt háð velvilja og stuðningi við viðkomandi konu. Ég á þá ósk heitasta fyrir hönd þessara kvenna að gott skipulag komist á þessi mál. 13
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.