19. júní


19. júní - 19.06.1989, Page 13

19. júní - 19.06.1989, Page 13
hafa mismikinn tíma til að búa konurnar/ hjónin undir það sem bíður þeirra erlendis. f>að þarf ekki síður að undirbúa makann undir hans hlutverk á meðan á meðferðinni stendur. Hann þarf að sjálfsögðu að skila sínu sæði, en meðferðin sem slík er að öðru leyti hjá konunni. Það er því mjög mikilvægt að hann standi sig vel í stuðningshlutverkinu og sé eins og klettur við hlið hennar. En því miður hefur það gerst að þeir hafi ekki skilið hlutverk sitt og það tel ég að megi fyrst og fremst rekja til ófullnægjandi undirbúnings fyrir meðferðina. Reynslan skilar sér illa Hefur þú orðið vör við að konur ættu erfitt með að gera upp við sig hvort þær ættu að taka þann kost að prófa glasafrjóvgunar- leiðina? Er þetta erfitt val fyrir konur? Ég held að þó ákvörðunin kunni að virð- ast stór þá séu þær konur, sem stendur hún til boða, búnar að ganga í gegnum svo margt að ákvörðunin um að prófa þennan mögu- leika sé auðveld fyrir flestar. En auðvitað ekki allar. Sumar eru alfarið á móti þessu og finnst að þetta sé óeðlileg leið til að eignast börn og farið sé út fyrir alla siðferðisramma. En fyrsta hugsunin sem leitar á konur sem íhuga þennan möguleika er að þær verði að finna einhverja aðra konu sem hefur reynt þetta, svo þær geti komist að því hvað það er Ljósmynd: Rut Hallgrímsdóttir í raun sem þær eru að fara út í. Stuðningur er mjög mikilvægur en það eru alls ekki allar sem eru svo heppnar að hafa upp á öðrum konum sem geta miðlað reynslu sinni eða öðrum sem eru færir um að veita nauðsynlegan stuðning. Þótt sá hópur sem farið hefur í svona meðferð sé nokkuð stór, þá skilar reynslan sér illa til annarra því alla stýringu vantar og samhæfingu hvað þessi mál varðar. Það er ákveðinn galli að hvergi er unnið að upplýsingastreymi handa konum/hjónum né á milli þeirra. Það er líka nauðsynlegt að mínu mati að hafa einhverja miðstöð, einhverja fasta aðila sem halda saman upplýsingum um fjölda kvenna sem fara út, um árangur og annað sem að gagni gæti komið síðar. Að ekki sé nú talað um upplýsingar til hjónanna um aðgerðina og allt sem henni fylgir. Eins gæti svona miðstöð séð um nauðsynlegustu þætti gagnvart konunum þegar þær koma heim, því oftast, ef ekki alltaf núorðið, þurfa þær að fara í blóðprufur svo og áframhaldandi sprautur og lyfjagjöf vegna sjálfrar meðferð- arinnar. Núna er þetta þannig að flestar konur reyna að finna hjúkrunarfræðing til þess að sprauta sig — allt háð velvilja og stuðningi við viðkomandi konu. Ég á þá ósk heitasta fyrir hönd þessara kvenna að gott skipulag komist á þessi mál. 13

x

19. júní

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.