19. júní


19. júní - 19.06.1989, Blaðsíða 43

19. júní - 19.06.1989, Blaðsíða 43
Þórunn Gestsdóttir „Þjóðfélögin bregðast við konum, eða stýra konum, öllu heldur, allt eftir efnahags- ástandinu hverju sinni. Stundum er það stjórnvöldum hagstætt að konur séu í atvinnulífinu, stundum ekki. Við finnum það dálítið í dag að það á að vera ósköp notalegt að vera heima og hugsa um börnin sín enda erfarið að örla á atvinnuleysi. Við þurfum, held ég, að skoða þróunina í kvennabyltingunni í þessu Ijósi - hver verður þróunin í efnahagslífinu? “ langtímasjónarmið. Hraðinn er svo mikill að það sem er nýtt í dag verður gamalt á morgun. Valdið ... Soffía: í framhaldi af þessu mætti samt spyrja hvert þessir frjálsu far- vegir liggja? Kemst fólk leiðar sinn- ar? Rekst það ekki á vegg valdsins? Þórunn: Þú átt við að það komi alltaf að þessu glerþaki — eða valda- strúktúr. Ms: Konur eru nærtækt dæmi. Þær hafa síðan um aldamót verið að reyna allar mögulegar leiðir, inni í flokkum, utan þeirra — hvað hefur þeim orðið ágengt? Jón: En er það í rauninni vegna ágalla flokkanna? Er það ekki bara dæmi um annars vegar hóp sem hefur völd og hins vegar hóp, sem vill fá þau völd. Völd eru yfirleitt ekki látin fúslega af hendi, hvorki af körlum og sennilega ekki heldur af konum. Kvennabarátta er um ákveðin ítök í þjóðfélaginu. Hanna Maja: Já og auðvitað hafa allar stjórnskipulegar breytingar á öllum tímum verið þess eðlis að ein- hver hópur í samfélaginu fær aukinn styrk og heimtar síðan aukin völd. Aðalsstéttin missir völd í hendur borgarastéttar o.s.frv. Það sem er sérstakt við baráttu kvenna er að þar er um að ræða bæði konur þeirra sem sitja í valdastólunum, eiginkonur, dætur, mæður þeirra og hinna. Við erum ekki einhver einn hópur segj- um af lægri stétt — þetta er helming- ur þjóðfélagsins sem segir: Er ekki kominn tími til að við fáum að hafa eitthvað að segja hér? Hluti af þessu var að við konur uppgötvuðum, eftir áratuga baráttu innan kerfis og utan, að við höfum aldrei haft nein áhrif. . . Þórunn: Konur höfðu það nú, á sinn máta . . . Hanna Maja: Já, á sinn máta. En þær gerðu það ekki undir þeim for- merkjum að þær væru að beita sér í sínum eigin frelsismálum, þær voru að vinna fyrir aðra, stofna Háskóla fyrir syni sína — þær beittu sér fyrir mannúðarmálum. En ekki þannig að þær ætluðu að fara að hafa ítök og stýra þjóðfélaginu. Soffía: Kvennahreyfingarnar komu með kröfur um að inntak stjórnmálabaráttu breyttist, með nýjar áherslur og ný forgangsmál. Ólafur: Flokkarnir hafa nú ekki verið alvondir við konur! Þeir hafa reynt að koma til móts við þann mikla áróður sem beitt var gegn flokksræðinu t.d. með því að inn- leiða prófkjör. Prófkjör virðast þó ekki hafa leyst vandann, kannski vegna doðans í samfélaginu eða vegna þess að þau hafa litið út eins og framabarátta einstaklinga um per- sónulegan stuðning, óháð því hvaða mál þeir eru með. Menn vilja hafa þetta eins og knattspyrnuleik, lyfta sínum manni. Þórunn: Ég hef stundum sagt það varðandi prófkjörin að ástæðan fyrir því að konur hafa ekki náð góðum árangri í prófkjörum er m.a. sú að þær hafa ekki boðið sig fram í nafni íþróttafélags eða launþegasamtaka. En það sem ég vildi sagt hafa varð- andi kvennabaráttuna er að mér finnst við verða að skoða hana í sam- hengi við fortíðina. Konum hefur verið stýrt eftir því sem stjórnvöldum hentar. Eftir stríðið, þegar konur höfðu gengið í störf karlmannanna stríðsárin, var þeim gert að víkja fyrir körlunum og það var búin til ný kvenímynd, ímynd heimavinnandi húsmóður. Það gekk í ákveðinn tíma en þá varð eitthvað til að hleypa af stað nýrri kvennahreyfingu. Þjóðfé- lögin bregðast við konum, eða stýra konum öllu heldur, allt eftir efna- hagsástandinu hverju sinni. Stund- um er það stjórnvöldum hagstætt að konur séu í atvinnulífinu, stundum ekki. Við finnum það dálítið í dag að það á að vera ósköp notalegt að vera heima og hugsa um börnin sín enda er farið að örla á atvinnuleysi. Þetta hangir saman. Við þurfum held ég að skoða þróunina í kvennabyltingunni í þessu ljósi — hver verður þróunin í efnahagslífinu? Hanna Maja: Konum er stýrt já. Þetta var það sem konur uppgötv- uðu, hvernig þeim er stýrt, hversu áhrifalausar við höfum verið. Sú uppgötvun er kannski það sem liggur að baki þessari byltingu — að við áttum aldrei neinn þátt í að skapa eða móta öll þessi kerfi. Konur menntuðu sig, þær gerðu allt rétt og 43
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.