19. júní


19. júní - 19.06.1989, Blaðsíða 71

19. júní - 19.06.1989, Blaðsíða 71
KVENLEG BARÁTTUBÓK STRÁ í HREIÐRIÐ EFTIR BRÍETI HÉÐINSDÓTTUR Einhvers staðar las ég að bandaríska kvenréttindakonan Lucretia Mott (1794—1880) hefði haft bók Mary Wollstonecraft frá 1792 „Vindication ofthe Rights ofWomen“ (réttindum kvenna til varnar) á náttborðinu hjá sér árum saman. Eftir að hafa lesið stráin hennar Bríetar oftar en einu sinni og oftar en tvisvar finnst mér að allar konur œttu að hafa þá bók liggjandi á náttborðinu hjá sér. Bókin segir svo mikla sögu um fyrstu áratugi aldarinnar, hún segir svo margt um daglegt líf kvenréttindabaráttuna og hugsjónir Bríetar Bjarnhéðinsdóttur að aftur og aftur má til hennar leita að rökum og stuðningi við baráttu dagsins í dag. Pað er nefnilega ótrúlegt en satt að enn erum við að glíma við sömu vandamálin, tilgangur kvennabaráttunnar er enn hinn sami. Bók Bríetar Héðinsdóttur spannar allt líf ömmu hennar frá 1856—1940. Meginefni bókarinnar eru bréfin sem fóru á milli Bríetar og barna hennar Laufeyjar og Héðins þegar þau sátu við nám í kóngsins Kaupinhafn 1910—1917, en hún var heima að vas- ast í blaðaútgáfu, kvenréttindabar- áttu og bæjarmálapólitík. Til að setja bréfin í samhengi rekur Bríet yngri ævi Bríetar eldri, segir frá manni hennar Valdimar Ásmundssyni sem féll frá langt fyrir aldur fram og börn- unum tveimur sem síðar áttu eftir að verða áberandi í íslensku þjóðlífi hvort á sinn hátt. Bréfin eru það efni sem Bríet H. moðar úr og þar er hreint ekki af litlu að taka. Sagt er frá fólki og fundum, landsmálapólitíkinni, Kvenréttinda- félaginu og starfinu innan þess og alls konar búsorgir og samskipti manna á milli koma við sögu. Eftir því sem á líður verða áhyggjur Bríetar af dótt- urinni plássfrekari í bréfunum. Þær mæðgur voru nefnilega mjög ólíkar að öllu upplagi. Bríet var jarðbundin og sterk hugsjónakona sem auðvitað fann til sársauka þegar að henni var vegið, en Laufey var draumlynd og mjúk „bóhem“ eins og bróðurdóttir hennar segir. Bríet vildi dóttur sinni allt það besta. í henni áttu draumar að rætast, draumarnir um menntun sem Bríet þráði svo heitt, heimasæta norður í Húnavatnssýslu, en átti ekki kost á. Sonurinn Héðinn er líkur móðurinni, sterkur, jarðbundinn og veit hvað hann vill. Það þarf ekki að hafa áhyggjur af honum, ekki að senda honum langar prédikanir til að stappa í hann stálinu. Við erum þarna komin að eilífðarmálunum, samskiptum foreldra og barna, sam- skiptum móður og dóttur sem elska hvor aðra og geta vart hvor af annarri séð en eru samt svo ólíkar. Fyrir okkur nútíma baráttukonur sem byggjum á arfi Bríetar er for- vitnilegt að lesa um kvennabarátt- una, samskipti kvennanna og þær að- ferðir sem beitt var í baráttunni og ekki síst túlkanir Bríetar á atburðum líðandi stundar. I bréfunum kemur ýmislegt í ljós sem ekki var vitað áður, svo sem um náin samskipti þeirra Bríetar og Hannesar Hafstein. Hannes var einn þeirra sem tók á móti kröfum ís- firskra og þingeyskra kvenna á Þing- vallafundinum 1888 um að koma kvenréttindamálunum á dagskrá Al- þingis og hann stóð svo sannarlega við það. Hann las yfir erindi Bríetar urn hagi og réttindi kvenna 1887 og síðar flutti hann frumvörp um að opna Latínuskólann (MR) fyrir stúlkum og hið merka frumvarp sem varð að lögum 1911 er veitti íslensk- um konum rétt til alls náms, embætta og styrkja. I þessum málum var Bríet á bak við tjöldin og beitti áhrifum sínum á ráðherrann sem alltaf reynd- ist henni vel. Hún virðist hins vegar ekki hafa verið í neinu sambandi við Skúla Thoroddsen og Theodóru Thoroddsen en þau hjón (Skúli á þinginu) voru miklir talsmenn jafn- réttis og kvenréttinda. Bríet segir frá ýmsum fundum sem haldnir voru á árunum í kringum 1911 þegar þrýstingurinn var hvað mestur á að konur fengju kosningarétt til Al- þingis. Mér finnst afar merkileg lýs- 71 L
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.