19. júní


19. júní - 19.06.1989, Blaðsíða 29

19. júní - 19.06.1989, Blaðsíða 29
um okkur helst saman við. Það virðist ekki eins algengt hér og víða erlendis að fólk ákveði að eignast ekki barn, vegna þess að börn séu foreldrum sínum fjötur um fót á framabrautinni. 2) Dagvistir anna ekki eftirspurn og þess vegna þarf fólk sífellt að finna einstaklingsbundnar og oft ótryggar lausnir. 3) Þótt öðru bjóðist starf á nýjum stað er oft erfitt fyrir hitt að finna starf við hæfi. Sterk hefð er fyrir því að konur fylgi eiginmönnum sínum og mæti þessum erfiðleik- um, en færri dæmi eru á hinn veg- inn. 4) Konur bera nánast einar ábyrgð á heimilishaldi og umönnun barna, og íslenskir karlar vinna mjög langan vinnudag. Þess vegna er líklega algengast að þær grípi til einhverra ráðanna fjögurra sem að framan var getið til að ná að samræma starf og fjölskyldu. Að þær vinni minna, velji minna krefjandi starf, haldi sig í starfi sem ekki er samboðið hæfileikum þeirra, eða hreinlega hætti alveg að vinna utan heimilis. Gilbert og Rachlin benda á að eft- irfarandi atriði skipti mestu máli þegar fengist er við þau vandamál sem mæta karli og konu sem bæði eru í framastörfum: 1) Stuðningur hvort við annað og samskonar gildismat. Þetta er mjög mikilvægt vegna þess að þau fara óhefðbundna leið, en ekki þá venjulegu, sem er að konan láti af eigin frama og láti sér nægja að gangast upp í frama karlsins. 2) Hvaða leiðir þau velja til að fást við erfiðleika. Um þrjár aðalleiðir er að ræða: a) Breyta viðhorfum sínum til vandans. Til dæmis að sannfæra sig um að það næstbesta sé nógu gott. b) Reyna að fást við vandamálin án þess að skipta sér af orsökum þeirra. Þetta sést yfirleitt best hjá ungum konum. Sem dæmi má nefna að þær sannfæri sig um að þær geti sinnt framastarfi og fullri ábyrgð á fjölskyldu ef þær bara leggi sig nægilega vel fram. En svo reka þær sig smám saman á ýmsa erfiðleika, svo sem óöryggi einstaklingsbundinna lausna. c) Reyna að breyta orsök vandans ineð því að breyta hlutverkaskip- an sín í milli. Þetta er líklegasta leiðin til góðs árangurs. Hvaða áhrif mun aukin menntun íslenskra kvenna hafa? Þær hljóta að vilja nota menntun sína í starfi. En samkvæmt ofangreindu er ýmislegt sem bendir til þess að það verði stúlkum erfitt að samræma kröfur á vinnumarkaði og í einkalífi, nema al- menn viðhorf fari að taka aukið tillit til mikillar vinnu kvenna utan heimil- is. Einnig þurfa þær og sambýlis- menn þeirra að styðja hvort annað og fást saman við vandamálin með því að láta hlutverk sín mótast af verk- efnum og þörfum en ekki aðeins af hefðum. Með breyttum viðhorfum er von til þess að við sjáum samfélag- ið breytast og bregðast í auknum mæli við framangreindum vandamál- um, í stað þess að ábyrgð og tog- streita kvenna aukist. Heimildir: (1) Erindi Bolla Pórs Bollasonar um launamun kynjanna. Þjóðhagsstofnun mars 1987. (2) Þjóðhagsstofnun. Úr skýrslu félagsmála- ráðherra, Jóhönnu Sigurðardóttur, til Al- þingis um stöðu og þróun jafnréttismála. Félagsmálaráðuneytið, desember 1988. (3) Hagtíðindi 72. árg. 4. tbl. aprfl 1987. (4) Hagtíðindi 72. árg. 3. tbl. mars 1987. (5) Lucia Albino Gilbert & Vicki Rachlin (1987): Mental Health and Psychological Functioning of Dual-Career Families. The Counseling Psychologist Vol. 15, 1, bls. 7- 49. í LANDSBANKANUM FÆRÐU DOLLARA, PUND, MÖRK, FRANKA, PESETA, FLORINUR, ESCUDOS OG LIRUR HVORT SEM ÞÚ VILT t SEÐLUM EÐA FERÐATÉKKUM Landsbanki Islands Banki allra landsmanna E g þá er ekki allt upp talið. í öllum afgreiðslum Landsbankans geta ferðalangar nánast fyrirvaralaust gengið að gjaldmiðlum allra helstu viðskiptalanda okkar vísum. Ferðatékkar, bankaávísanir og seðlar eru ávallt fyrirliggjandi, í öllum helstu gjaldmiðlum. Við minnum lfka á Visakortið, - athugaðu gildistímann áður en þú leggur af stað. Góða ferð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.