19. júní


19. júní - 19.06.1989, Blaðsíða 20

19. júní - 19.06.1989, Blaðsíða 20
við skilnað að greiða meðlag með barni sem getið var með aðstoð sæðisgjafa, en lög þar kveða nú á um að eiginmaður eða sambýlis- maður getur ekki véfengt faðerni það sem hann hefur tekið ábyrgð á. Rannsóknir á fósturvísum Fyrsta glasabarnið fæddist í Bretlandi 1978 og þar er nú starfandi fjöldinn allur af stofnunum sem framkvæma tæknifrjóvgan- ir. Skipuð var opinber nefnd 1982, Warn- ock-nefndin svokallaða, til þess að vinna að stefnumótandi áliti um æxlunartæknina frá félagslegum, siðfræðilegum og lagalegum sjónarhóli. Nefndin skilaði skýrslu 1984 og hafa í kjölfar hennar verið sett ýmis lög í Bretlandi um þessi mál. Samkvæmt tillögum nefndarinnar voru heimilaðar rannsóknir á fósturvísum fyrstu fjórtán dagana eftir frjóvgun, en sú samþykkt hefur verið mjög umdeild þar í landi og víðar. Frysting frjóvgaðra eggja er heimil og koma má áður frosnum fósturvísi fyrir í líkama konu. Gefa má bæði frjóvguð og ófrjóvguð egg, hvort sem er vegna ófrjósemi, eða vegna arf- gengra sjúkdóma hinna væntanlegu for- eldra. Leigumæður eru hins vegar bannað- ar, en nota má sæði úr sama manninum til getnaðar tíu barna. í Bretlandi má geyma frosinn fósturvísi í allt að tíu ár og hefur íslenskum konum er fara þar í glasafrjóvgun verið gert að skrifa undir samning um að viðkomandi stofnun eigi frosna fósturvísa hennar að tveimur árum liðnum hyggist hún ekki nota þá. Skýrsla Warnock-nefndarinnar var mjög umdeild í Bretlandi. Nefndin var meðal ann- ars gagnrýnd fyrir tvöfalt siðgæði og að mik- ils ósamræmis gætti í rökstuðningi hennar. Hann væri ýmist byggður á tilfinningalegum rökum, siðfræðilegum eða lagalegum. Rannsóknir á fósturvísum réttlættar með hagnýtu gildi slíkra rannsókna, en leigu- meðganga fordæmd á grundvelli siðfræði og laga. Á sama tíma gerði nefndin engar at- hugasemdir við sæðisgjafir og sæðisbanka. Almennt eru ólík viðhorf ríkjandi til sæð- isgjafa annars vegar og eggjagjafa hins veg- ar. Fáir efast um réttmæti sæðisgjafar en eggjagjafir eru almennt litnar hornauga og jafnvel bannaðar með lögum eins og fram hefur komið. Sú líffræðilega röksemd hefur verið sett fram fyrir því að banna eggjagjafir, að í náttúrunni sé eggið alltaf eigin fruma þess líkama sem fóstrar afkvæmi, en svo sé ekki um sæðisfrumur. Siðfræðileg afstaða kynjanna til frumugjafa er einnig eflaust mjög ólík. Pótt ekki virðist vefjast fyrir mörgum karlinum að eiga líffræðileg af- kvæmi um víða veröld, verður að teljast harla ólíklegt að margar konur séu sama sinnis. Eins og áður er sagt liggur enn ekki fyrir álit eða tillögur tæknifrjóvgunarnefndarinn- ar en ætla má að nefndin hraði störfum nú þegar ljóst er að glasafrjóvganir eru að hefj- ast hér á landi. KVENFATABUÐIN ÚRVAL AF DAG- OG KVÖLD- KJÓLUM Sumarkjólar, pils og blússur st. 38-60. Fatnaður í yfirstærðum ávallt í úrvali. Litmyndalisti Póstsendum KVENFATABÚÐIN LAUGAVEGI 2 101 REYKJAVÍK S:12123 20
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.