19. júní

Ataaseq assigiiaat ilaat

19. júní - 19.06.1989, Qupperneq 82

19. júní - 19.06.1989, Qupperneq 82
KONUR HJÁ REYKJAVÍKURBORG: RÝR LAUN EN GÓÐUR STARFSANDI JafnréttisnefncL Reykjavíkurborgar hefur látið gera könnun á stöðu og kjörum kvenna sem starfa hjá Reykjavíkurborg en meginástœðan fyrir þessu framtaki var sú staðreynd að lítið var vitað um aðbúnað og kjör starfandi kvenna hjá Reykjavíkurborg og almennt á íslenskum vinnumarkaði. Tvœr konur voru ráðnar til verksins, þœr Hansína B. Einarsdóttir, cand. mag og Herdís Dröfn Baldvinsdóttir vinnusálfrœðingur. Helstu niðurstöður könnunarinnar voru þessar: * Stór hluti kvenna sem starfa hjá Reykjavíkurborg hafnaði á vinn- ustað fyrir tilviljun. Rúmlega þriðjungur kvenna valdi starf sitt vegna áhuga og 15% vegna menntunar. * Tæplega helmingur kvenna hjá Reykjavíkurborg er í fullu starfi, rúmlega þriðjungur er í hálfu starfi eða minna. 45% kvenna í fullu starfi sjá einar um tekjuöfl- un. * 44% þátttakenda í könnuninni hafa starfað í fimm ár eða skem- ur hjá Reykjavíkurborg. Aðeins 7% hafa starfað þar lengur en 20 ár. * Almenn óánægja er með launa- kjör en 60% kvenna í fullu starfi hafa laun á bilinu 35—55 þús. kr. á mánuði. 6.2% kvenna hafa lægri laun, en þriðjungur hefur mánaðarlaun yfir 55 þús. kr. * Hlunnindi í starfi eru lítil og rýr. Aðeins þriðjungur þátttakenda taldi einhver hlunnindi fylgja starfi. Af þeim má helst nefna sundlaugar- og strætisvagna- miða, forgang að dagheimilum ogniðurgreittfæði. 10% þátttak- enda fengu bílastyrk og 7% fata- styrk. * Aðbúnaður á vinnustöðum Reykjavíkurborgar er mjög mis- munandi. Tæp 60% þátttakenda segja aðbúnað á vinnustað vera ágætan eða góðan en um 40% telja hann sæmilegan eða léleg- an. Helst var kvartað undan lé- legri loftræstingu, slæmri hvíld- araðstöðu og tæknibúnaði. * Samskipti á vinnustöðum Reykjavíkurborgar virðast með nokkrum ágætum. Einna best eru samskipti við samstarfs- menn, en nokkurrar óánægju gætir með samskipti við yfir- menn. * Starfsandi á vinnustöðum Reykjavíkurborgar virðist sömuleiðis góður. Tæplega fjórðungur þátttakenda telur hann vera sæmilegan eða lélegan og er það breytilegt eftir starfs- greinum. * Aðeins 20% kvenna sem starfa hjá Reykjavíkurborg telja sig eiga möguleika á stöðuhækkun í starfi. Flestar telja að þær hafi ekki möguleika á stöðuhækkun vegna eðli starfsins, oft kemst viðkomandi ekki hærra á sínum vinnustað eða skortir þá mennt- un sem til þarf. Nokkuð er um að andstaða yfirmanns komi í veg fyrir stöðuhækkun að mati þátt- takenda. * 40% hafa áhuga á ábyrgðar- meira starfi. Flestar segja það vegna eigin hæfileika eða reynslu. Möguleiki á betri launa- kjörum er önnur aðalástæðan. * Flestar hinna sem ekki vilja ábyrgðarmeira starf eru ánægð- ar í núverandi stöðu, aðrar skortir menntun eða starfs- reynslu þá sem krafist er. Nokk- uð oft kom fram hjá konum að ábyrgð á heimili og börnum væri mikil og við óbreyttar aðstæður treystu þær sér ekki til þess að bera meiri ábyrgð á almennum vinnumarkaði. * Flestar töldu að betri launakjör myndu mest breyta ytri aðstæð- um þeirra. I öðru lagi vilja þátt- takendur að þeim verði gert auð- veldara að afla sér menntunar og þekkingar. Sveigjanlegur vinnu- tími og samfelldur skóladagur barna myndi breyta miklu í ytri aðstæðum. * Þær breytingar sem kæmu sér best í tengslum við vinnu eru því fyrst og fremst bætt launakjör. Annað sem kæmi sér vel væri námskeiðahald og fræðsla svo og betri aðbúnaður á vinnustað. * Langflestir þátttakenda höfðu áhuga á því að fræðslu- og menntunarmöguleikar þeirra yrðu bættir. Nokkur áhugi er fyrir námskeiðum í mannlegum samskiptum og sjálfstrausti, svo og almennri fræðslu um málefni líðandi stundar. * Tæpur fjórðungur telur að ekki sé jafnrétti á vinnustað. Þetta á fyrst og fremst við þá vinnustaði þar sem bæði kynin vinna. Stór hluti þátttakenda vinnur á kvennavinnustöðum og var því spurningin tiltölulega marklítil. * Tæplega 13% kvenna sem tóku þátt í þessari könnun töldu að þær hefðu einhvern tíma orðið fyrir kynferðislegri áreitni á vinnustað. Hér var spurt um kynferðislega áreitni á einhverj- um vinnustað og eru því engar heimildir fyrir því að sú áreitni hafi átt sér stað á vinnustöðum Reykjavíkurborgar fremur en öðrum vinnustöðum þar sem þær hafa áður starfað. 82
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

19. júní

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.