Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.09.1920, Page 7

Sameiningin - 01.09.1920, Page 7
229 Jón biskup Vídalín. MINNINGARORÐ. Þrír menn liafa reynst lang-nýtastir allra þjóna kirkjnnnar íslenzku síðan siðbótin hófst. Einn þeirra var járnsmiður í æsku, umkomulítill útkjálkaprestur síð- ar meir og fátækur lengst af. Það var sálmaskáldið Hall- grímur Pétursson. Hinir tveir voru glæsilegir kirkju- höfðingjar—biskuparnir Guðbrandur Þorláksson á Hól- um og Jón Þorkelsson Vídalín í Skálholti. Menn þessir lögðu hönd á sama verkið allir, hver fram af öðrum og hver á sinn hátt; þeir ruddu siðbótinni veg inn að hjartarótum ís'lenzkrar alþýðu; kendu þjóð sinni að meta og elska náðarerindi Jesú Krists, eins og það var skilið af Lúter og fylgjendum hans. Guðbrand- ur biskup var mestur starfsmálamaður og umbótafröm- uður þeirra þriggja; hann lagði grundvöllinn; gaf út ritningarnar í íslenzkri þýðing og margar bækur aðrar, og vann að andlegri viðreisn þjóðar sinnar með öllu móti. Hállgrímur var 1 jóðskáld og eldheitur tilfinningamaður; iiann hafði öðla-st djúpa og heilaga trúarreynslu og orti út af henni dásamleg ljóð, sem aldrei fyrnast. Hann hefir öllum mönnum betur lýst því fyrir þjóð sinni, hvaða erindi Kristur eigi til mannshjartans. Jón Vídalín var eftirmaður og andlegur erfingi hinna tveggja; tók að erfðum starf þeirra og hugar- stefnu; lagði fram krafta sína til sömu þjónustunnar. Svo mátti einnig virðast, sem hann hefði erft eitthvað af hæfileikum þeirra — höfðingjalund og röggsemi Guð- brandar, en andagift Hailgríms.. Ekki var hann þó í eiginlegum skilningi starfsmálmaður mikill eða stór- skáld. Hann var kennimaður, þjónn orðsins; talaði til þjóðar 'sinnar með spámannlegum myndugleika og af andagift svo mikilli, að fimm kynslóðir íslendinga hlust- uðu á hann með eftirtekt og lotningu. Nú eru réttar tvær aldir liðnar frá dánardægri Jóns biskups, og þótti því vel við eiga, að hans væri sérstak- lega minst í þessu blaði. Sameiningin telur sig hepna,

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.