Sameiningin - 01.09.1920, Blaðsíða 8
230
að geta aukið á viðhöfn þeirrar minningar með kvæðinu,
sem hér er birt að framan, einkum fyrir þá sök, að ekk-
ert af stórskáldum þjóðar vorrar hefir hingað til, svo vér
vitum, fundið hjá sér hvöt til að yrkja ljóð um þennan
konung íslenzkra ræðumanna. Stutt ritgjörð um Jón
Vídalín, með útdrætti úr prédikun eftir hann, er birt á
öðrum stað í þessu blaði. Hér verður stuttlega skýrt
frá æfiferli hans og einkennum.
Jón Þorkelsson Vídalín var fæddur í Görðum á Álfta-
nesi, 21. dag marzmánaðar 1666—rúmum átta árum fyr-
ir dauða Hallgríms Péturssonar. Paðir Jóns var Þor-
kell Arngrímsson, prestur þar í Görðum, sonur Arngríms
prests Jónssonar “lærða”—manns þess, er einna fræg-
astur hefir orðið íslenzkra rithöfunda. á síðari öldum og
fyrstur vakti eftirtekt, erlendis, á sögu og bókmentum Is-
lendinga. Var því Jón biskup vel að gáfum sínum
kominn.
Móðir Jóns var Margrét Þorsteinsdóttir, kona séra
Þorkels. Um ætt liennar er ekki getið í heimildum þeim,
sem fyrir liendi eru. Ellefu ára gamall misti Jón föður
sinn. Efnin voru lítil, sem móðir hans átti, og liorfðist
því ekki vel á fyrir honum í bernsku um skólanám. En
snemma mun hafa borið á góðum námsgáfum hjá honum,
því að vinir og ættingjar geng-u í það, að koma honum til
menta. Komst hann í Skálholtsskóla og útskrifaðist
þaðan eftir þriggja ára nám. Síðan hélt hann áfram
námi í tvo vetur hjá prestum tveim, frændum sínum,
Oddi Eyjólfssyni og Áraa Þorvarðssvni, sem báðir voru
hálærðir menn. Hafði hann ofan af fyrir sér á þeim ár-
um við sjóróðra í Vestmannaeyjum. Eftir það komst
Jón með tilstyrk frænda sinna á Kaupmannahafnar-
háskóla; byrjaði þar nám árið 1687, og lauk prófi að
tveim árum liðnum með ágætum vitnisburði, bæði í guð-
fræði og heimspeki. Sama ár gekk hann í her Dana og
var tvö ár í herþjónustu, en komst lítt áfram. Var hann
að lokum keyptur úr hernum og fór til íslands skömmu
síðar.
Haustið 1691 fór hann í veturvist, kauplaust, til