Sameiningin - 01.09.1920, Side 20
242
tiltóku, Lúter og- Melankton. Um það skal ekki dæmt
liér, hvort áminst ummæli þessara háttvirtu bræðra
vorra eigi hvortveggju að skiljast á einn veg — hvort
þeim komi saman að öllu leyti. En hitt er aðgæzluvert,
að þá skortir báða þann myndugleika, sem við þarf, til
þess að orð þeirra geti fastákveðið nokkuð um stefnu
kirkjufélagsins í þessum efnum, eða heimtað hlýðni. tír-
skurðarvaldið liggur auðvitað hjá félaginu sjálfu, fyrst
heimildum kemur hér ekki að öllu leyti saman um rétt-
an skilning á Guðs orði. Yerður því það, sem sagt hefir
veið um það efni hér í blaðinu, að skoðast sem bendingar
fremur en lagaboð að svo stöddu.
Hér er því ekki nema eitt fyrir hendi, ef vér viljum
sjiorna við hættu þeirri, sem vofir yfir hjúskaparhelginni
hér í landinu. Yér verðum í einlægni hjartans að íhuga
mál þetta í ljósi Guðs orðs og lúterskra kenninga, og ráða
við oss, hvar vér eigum að standa. Víkja svo ekki frá
þeim grundvelli, sem vér vitum réttastan. En í þessu
verður að rata rétt meðalhóf; óþarfur strangleiki er eng-
in dygð; hann er jafn-skaðlegur afslættinum, þegar
hvorugt er bygt á Guðs orði. Það er illa gjört, að stofna
andlegri velferð og siðgæði þjóðanna í hættu með tilláts-
semi við dutlunga holdsins. En liitt er líka viðsjárvert,
að beita óboðinni hörku við saklaust fólk. Sá sem þetta
ritar, fellir sig bezt við iskilning Lfiters á þessu máli, og
telur því réttast, að marka þeim sökum ekki þrengri bás
en hann gjörði. Viðbót Melanktons gæti átt rétt á sér í
vissum tilfellum. en gallinn er sá, að ef henni er einu sinni
slegið fastri, þá má smeygja þar inn alls konar
sakargiftum og átyllum, sem aldrei verður séð fyrir end-
ann á og koma algjörlega í bága við anda jafnt sem bók-
staf ritningar-orðsins. Sjálfsagt er að forðast þær ó-
göngur. En að lenda í liinum öfgunum og ætla sér að
verða lúterskari en Lúter og betur kristinn en Páll post-
uli, í hjónaskilnaðar-sökum — það situr víst ekki sem
bezt á nokkrum manni vor á meðal. Megum víst heita
góðir, ef vér náum þangað með tærnar, sem þeir höfðu
hælana, í heilagleik og í trúmensku við kenningar frels-
arans.
Og svo megum vér aldrei glevma því, að það er ekki