Sameiningin

Årgang

Sameiningin - 01.09.1920, Side 21

Sameiningin - 01.09.1920, Side 21
243 lögmálið eintómt, sem hér kemur til greina. *Yér þurfum að taka náðarerinclið með í reikninginn, þegar gjört er út um afstöðu vora við fólk, sem eitthvað er brotlegt í þessum efnum. Náðarerindið leyfir auðvitað engum manni að syndga, en það leyfir hverjum þeim manni, sem vilzt hefir burt eins og glataði sonurinn, að koma heim aftur og hel'ga sig föðurnum á ný; og þá fær sá maður heimavist hjá Guði sem sonur, en ekki sem þræll. Glöt- uðum sonum, sem að lokum hurfu heim aftur, hefir Drott- inn stundum trúað fvrir stóru verki og dýrlegu. Því megum vér aldrei gleyma. Væri ekki svo, þá ættum vér að stinga Hallgrímsljóðum undir stól og taka Davíðs- sálma burt úr ritningunni. Því að það munu víst fáir ætla, að í brotum þessara tveggja sálmaskálda hafi legið minni sekt, heldur en í heimilisböli því og hjúskapar- vandræðum, sem hér er um að ræða. Enginn liefir sett oss mönnunum hærri kröfur um hreinleik hjarta og lífernis, lieldur en frelsarinn; og þó hefir enginn verið jafn mild- ur og nærgætinn við brotlegt fólk, eins og einmitt hann. Þetta tvent þarf einnig að fara saman hjá kirkju Drott- ins, vilji hún fylgja meistara sínum vel og trúlega. Eitt er hálf-undarlegt við hjónaskilnaðartal þeirra bræðra vorra sumra, sem vandlátastir vilja vera um þær sakir. Þeir hamra sýknt og heilagt á þessu eina, að vernda þurfi hjúskaparhelgina með því að hleypa ekki lítt skildum persónum inn í hjónaband aftur. Á aðra varúð minnast þeir varla. Það er eins og þeim finnist, að þarna sé eina hjálpin, eina ráðið við hættunni: um- fram alt þurf'i að brýna fyrir þjónum kirkjunnar, að byrgja vatnsbólið sem allra vandlegast — þegar barnið er druknað. Væri ekki reynandi að skygnast ofur lítið eftir upptökum þessa böls og leita varúðarinnar þar, eft- ir föngum, í stað þess að geyma hjá sér vandlætið alt og heilagleikann, þangað til skaðinn er skeður? Það dugar lítið að skera blómknappinn ofan af illri jurt, en láta ræt- urnar í friði. Kirkjan þarf að taka sér enn betur fram um að innræta unglingunum varúð í ástamálum og lotn- ing fyrir heilögum hjúskap. Hún þarf að vanda oftar um við þá, sem eldri eru, fvrir glensið alt og flysjunginn um hjúskparmál, því að það hefir sjálfsagt orðið til að

x

Sameiningin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.