Sameiningin

Årgang

Sameiningin - 01.09.1920, Side 22

Sameiningin - 01.09.1920, Side 22
244 hneýksla margan smælingjann. Hún þarf að gjöra meiri gangskör að því, að leita um sættir milli hjóna, þegar til vandræða horfir um samfarirnar. Hún þarf að huga vandlega, og með meiri áhuga, eftir öllu því, er á ein- hvern hátt getur bætt heimilislífið og lielgað hjúskapinn. 0g svo ber auðvitað kristnum kennimanni að gæta köll- unar sinnar trúlega, og gefa ekki saman orðalaust og hugsunarlítið öll lijónaleysi, sem til hans koma með leyf- isbréf. Það hefir auðvitað orðið mörgum smælingjunum hneyklsunarefni, hversu léttilega þjónar kirkjunnar hafa oft á tíðum hjálpað hjónaefnum, óreyndum og illa saman völdum, inn í hjúskapinn, þegar gæfuleysi þeirrar sam- búðar var hverjum heilvita manni auðsætt frá byrjun. Hafi kristinn kennimaður trúlega beitt allri varúð og umvöndun í þessar áttir, þá getur hann auðvitað með fullri samkvæmni neitað um nýja hjónavígslu hverjum þeim, er flysjunglega hefir rofið hjúskap áður. “Þetta ber yður að gjöra, en hitt ekki ógjört að láta.” --------o------- Ur heimahögum. Undir vfirskrift þessari er birtur ofurlítill frétta- bálkur á öðrum stað hér í blaðinu. Ráðgjört er að safna framvegis undir þann væng- öllu því, sem lielzt þykir tíð- indum sæta víðsvegar í kirkjufélagi voru, þann eða þann mánuðinn. Þetta getur auðvitað ekki komist í fram- kvæmd, nema því að eins að ritstjórinn fái fljótar og greinilegar frásögur af hinum hélztu viðburðum og fram- kvæmdum á þessu sviði. Biður því Sameiningin góða menn í öllum söfnuðmn kirkjufélagsins — og þá helzt prestana — að senda blaðinu slíkar fregnir jafnóðum og eitthvað ber til, sem frásagna er vert. Ekki þarf alt að teljast til stór-viðburða. Smámun- irnir, svo sem ferðalög presta, umbætur á kirkjueignum, fulltrúa-kosningar og annað því um líkt, eiga fullan rétt á sér í slílcu fréttasafni. Þessar smáfregnir eiga að færa mönnum ferslkar lýsingar á starfseminni, tilbreytingun- um, hreyfingunum, sem kirkjulíf vort hér vestan hafs hefir af að segja, og bæta þanniig úr eðlilegri þörf les-

x

Sameiningin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.