Sameiningin

Årgang

Sameiningin - 01.09.1920, Side 27

Sameiningin - 01.09.1920, Side 27
249 föður og heilögum anda, dýrð, heiður og lof, frá því nú er og um aldir alda. Amen.” ---------o--------- Hinn brákaði reyr. Eftir séra Rúnólf Marteinsson. “Ætti eg að láta linna lof um Guð minn, hann, sem er læknir allra meina minna, mig í líknarskauti ber. Alt, sem hans í hjarta bærist, heit er ást og blessuð náö; gjöf er hans og gæzkuráð, að eg lifi, er og hrærist. Alt fær brugðist aimað skjótt; aldrei Drottins kærleiksgnótt.” Guð er elcki ís ;• hann er ylur, ylur kærleikans. Guð er ekki myrkur; hann er ljós kærleikans. Guð er ekki dauði; hann er líf, líf kærleikans. í gegn um lífsins æðar allar fer ástargeisli, Drottinn, þinn. í myrkrin út þín elska kallar og allur leiftrar geimurinn, og máttug breytast myrkraból í morgunstjörnur, tungl og sól. Þannig farast íslenzka trúarskáldinu orð, og sænsku trúarskáldi eins og fylgir: “Elskan er allífsins rót, Guðs eðli; sjá þúsundir heima hvíla sem börn við Guðs barm, hann bjó þá, tilknúinn af elsku.. iTil þess að elska og elskast í mót hann innblés í duftið anda sins sjálfs, og af svefni það reis og sálugætt lagði hönd sér á hjartað og fann, það var heitt af Guðs eilífa loga. Otslökkvið aldrei þann eld; hann er andardrátturinn lífs.” íslenzk þjóðsaga hefir verið færð í ljóð undir nafninu: “Ólafur Liljurós.” Ólafur er ungur maður, sem er að leggja út á lífsskeið fullorðinsáranna. Hann verður fyrir því óhappi, aö komast í of náiö samband við álfaheiminn. Hann er auðvitað ekki sá eini. Álfaheimurinn, heimur freistinganna, er með opið gin að leitast við að gleypa hina ungu, eða hann er eins og Lórelei, sem seiðir þá að skerjunum og glötuninni. Ólafur var alinn upp við kristindóm. Hann haföi lært að þekkja frelsara sinn. Hann

x

Sameiningin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.